Categories
Greinar

Gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir í Suður­nesja­bæ

Deila grein

03/05/2022

Gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir í Suður­nesja­bæ

Næring er ein af grunnþörfum mannsins. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna. Næring er lykilatriði til að allir nemendur ljúki á jafnréttisgrundvelli grunnskólastigi án aðgreiningar og endurgjalds.

Öll viljum við að börnin okkar séu vel nærð í amstri dagsins og teljum við í Framsókn því sjálfsagt að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Suðurnesjabæjar. Þannig stuðlum við jafnræði á milli heimila óháð efnahag og stöðu foreldra.

Lykilatriði fyrir gott og heilbrigt samfélag er að réttindi barna og tækifæri þeirra sé sem best til að dafna og þroska hæfileika sína. Við viljum vera stolt af Suðurnesjabæ.

Skólaskyldu er ætlað að leggja grunn að virkri þátttöku barna í lýðræðissamfélagi og veita viðeigandi undirbúning og fjölbreytt tækifæri fyrir frekara nám eða störf á vinnumarkaði. Tryggjum börnunum okkar bjarta framtíð.

Framsókn vill vera hreyfiafl framfara í samfélaginu!

Anton Kristinn Guðmundsson, skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist fyrst á visir.is 3. maí 2022.