Categories
Greinar

Glæsilegur árangur

Deila grein

21/02/2022

Glæsilegur árangur

Um helg­ina lauk 72. alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Berlín. Hátíðin er með þeim virt­ari í heimi kvik­mynd­anna en mik­ill heiður fylg­ir því að eiga þar til­nefnt verk. Óhætt er að segja að ár­ang­ur Íslands á hátíðinni sé glæsi­leg­ur en list­ræn­ir stjórn­end­ur henn­ar völdu fjór­ar ís­lensk­ar mynd­ir í aðaldag­skrá hátíðar­inn­ar. Aldrei hafa jafn marg­ar ís­lensk­ar mynd­ir tekið þátt í dag­skránni og átti Ísland flest fram­lög allra Norður­landa í ár. Þannig fengu gest­ir hátíðar­inn­ar að njóta kvik­mynd­anna Ber­d­reymi og Against the Ice, stutt­mynd­ar­inn­ar Hreiðurs og sjón­varpsþátt­anna Svörtu sanda við góðan orðstír.

Árang­ur þessi er enn ein staðfest­ing á þeim mikla krafti sem býr í ís­lenski kvik­mynd­mynda­gerð. Ljóst er að slíkt ger­ist ekki að sjálfu sér. Allt það hæfi­leika­ríka fólk sem starfar í kvik­mynda­gerð á Íslandi á mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir frumsköp­un sína, elju og dugnað við fram­leiðslu og miðlun verka sinna. Þá skipt­ir einnig miklu máli að því fag­fólki og fyr­ir­tækj­um sem starfa í kvik­mynda­gerð sé sköpuð traust og sam­keppn­is­hæf um­gjörð utan um störf sín.

Vatna­skil urðu í um­hverfi kvik­mynda­gerða árið 1999 þegar að lög um end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi voru samþykkt. Með þeim var rekstr­ar­um­hverfi kvik­mynda­geir­ans styrkt og sam­keppn­is­hæfni auk­in til mun­ar. All­ar göt­ur síðan hef­ur ár­ang­ur­inn birst okk­ur með skýr­um hætti. Kvik­mynda­gerð hef­ur verið áber­andi í ís­lensku menn­ing­ar- og at­vinnu­lífi og hef­ur velta grein­ar­inn­ar þre­fald­ast und­an­far­inn ára­tug og nem­ur nú um 30 millj­örðum króna á árs­grund­velli en vel á fjórða þúsund starfa við kvik­mynda­gerð.

Meðbyr­inn er mik­ill og til að mynda vill sí­fellt fleira ungt fólk starfa við skap­andi grein­ar, eins og kvik­mynda­gerðina. Starfs­um­hverfið er spenn­andi en óþarft er að telja upp öll þau stór­verk sem tek­in hafa verið upp á hér á landi með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um á ferðaþjón­ust­una og ímynd lands­ins. Af of­an­greindu má álykta að með auk­inni fjár­fest­ingu muni grein­in geta skilað þjóðarbú­inu tals­vert meiri verðmæt­um en hún ger­ir nú. Með þetta í huga kynntu stjórn­völd nýja kvik­mynda­stefnu til árs­ins 2030 en hún var afrakst­ur góðrar sam­vinnu stjórn­valda og at­vinnu­lífs.

Stjórn­völd hafa ein­hent sér í að fylgja hinni nýju stefnu eft­ir af full­um krafti. Þannig voru til dæm­is fjár­mun­ir strax tryggðir til þess að koma á lagg­irn­ar há­skóla­námi í kvik­mynda­gerð við Lista­há­skóla Íslands og á fjár­lög­um þessa árs má finna rúm­lega 500 m.kr hækk­un til kvik­mynda­mála – sem að stærst­um hluta renn­ur til fram­leiðslu á kvik­mynda- og sjón­varps­efni. Þá er vinna þegar haf­in í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti sem miðar að því auka alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­gerðar hér á landi með hærri end­ur­greiðslum til að laða að stór kvik­mynda­verk­efni til Íslands.

Ljóst er að ár­ang­ur líkt og birt­ist okk­ur í Berlín hvet­ur okk­ur enn frek­ar til dáða við að stuðla að enn öfl­ugra um­hverfi kvik­mynda­gerðar hér á landi. Tæki­fær­in eru mý­mörg og þau ætl­um við að grípa.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 21. febrúar 2022.