Categories
Greinar

Glópagullið villir mörgum sýn

Deila grein

24/01/2025

Glópagullið villir mörgum sýn

Laug­ar­dag­inn 30. nóv­em­ber síðastliðinn rann út til­boðsfrest­ur í toll­kvóta vegna inn­flutn­ings á land­búnaðar­af­urðum frá Evr­ópu­sam­band­inu sam­kvæmt reglu­gerð nr. 1168/​2024 fyr­ir tíma­bilið 1. janú­ar til 30. júní 2025.

Og nú ný­verið lauk útboðsferli vegna toll­kvóta á land­búnaðar­vör­um, sem veit­ir heim­ild til inn­flutn­ings á kjöti, ost­um og plönt­um með eng­um eða lægri toll­um en al­mennt er kveðið á um. Toll­kvót­um er út­deilt með útboði, og hef­ur eft­ir­spurn oft reynst langt um­fram fram­boð.

Um þess­ar mund­ir sést gríðarleg aukn­ing á inn­flutn­ingi á lamba­kjöti sem kem­ur mest­megn­is frá Írlandi og er selt á mat­vörumarkaði og á veit­inga­stöðum hér­lend­is. Hins veg­ar hef­ur þessi inn­flutn­ing­ur, og þær aðferðir sem sum­ir aðilar nota til áfram­vinnslu og sölu, leitt til blekk­ing­ar gagn­vart ís­lensk­um neyt­end­um.

Al­gengt er að minni kjötvinnsl­ur sem ekki eru afurðastöðvar á Íslandi kaupi frosið lamba­kjöt sem flutt er inn að utan, þíði kjötið upp, kryddi það og selji afurðirn­ar á markaði und­ir eig­in merki. Pakkn­ing­ar geta oft verið vill­andi fyr­ir neyt­end­ur, þrátt fyr­ir er­lend­an upp­runa eru þær merkt­ar á þann veg að gefið er til kynna að um inn­lenda fram­leiðslu sé að ræða, jafn­vel með ís­lensk­um fánarönd­um eða und­ir ís­lensku vörumerki.

Slík­ar aðferðir grafa und­an trausti neyt­enda og skapa sam­keppn­isójöfnuð fyr­ir ís­lenska bænd­ur og fram­leiðend­ur. Mik­il­vægt er að tryggja skýr­ar og gagn­sæj­ar merk­ing­ar á mat­vöru til að neyt­end­ur geti tekið upp­lýst­ar ákv­arðanir um kaup sín. Reglu­verki þarf að fylgja fast eft­ir til að koma í veg fyr­ir rang­ar upp­lýs­ing­ar.

Sem neyt­andi get­ur þú ekki verið þess full­viss þegar þú borðar á veit­inga­húsi eða í mötu­neyti á þínum vinnustað, að lamba­kjötið sé frá Íslandi. Þetta er sá veru­leiki sem við búum við í dag.

Með því að setja skorður við inn­flutn­ingn­um og hækka vernd­artolla stuðlum við að því sem þjóð að byggja und­ir betri starfs­skil­yrði fyr­ir bænd­ur og vinn­um mark­visst að því að tryggja sjálf­bærni og um leið fæðuör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Sérstaða ís­lenskra mat­vara er ein­stök á heimsvísu þar sem lyfja- og varn­ar­efna­notk­un í land­búnaði á Íslandi er með því minnsta sem þekk­ist í heim­in­um auk þess sem notk­un vaxt­ar­horm­óna er bönnuð. Það er brýnt heil­brigðismál að komið sé í veg fyr­ir út­breiðslu sýkla­lyfja­ónæmra bakt­ería á Íslandi með ströng­um ráðstöf­un­um, en sýkla­lyfja­ónæmi er ört vax­andi ógn í heim­in­um.

Fram­sókn vill auka toll­vernd í þágu ís­lensks land­búnaðar og tryggja að verklag og eft­ir­lit með út­hlut­un toll­kvóta sé í sam­ræmi við ákvæði samn­inga um toll­vernd. Upp­færa þarf gjöld toll­skrár og tryggja að toll­kvót­ar séu verðlagðir í sam­ræmi við til­gang sinn. Tolla­samn­ing­ur við Evr­ópu­sam­bandið á að sæta end­ur­skoðun með það að mark­miði að tryggja jafn­vægi í skuld­bind­ing­um samn­ingsaðila út frá ávinn­ingi. Fram­sókn tel­ur brýnt að styrkja tolla­eft­ir­lit veru­lega og gera það sam­bæri­legt því sem þekk­ist í sam­an­b­urðarríkj­um.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. janúar 2025.