Categories
Greinar

Glötum ekki norræna gullinu

Deila grein

05/03/2020

Glötum ekki norræna gullinu

Traust er ein af mik­il­væg­ustu und­ir­stöðum lýð­ræð­is­legra sam­fé­laga. Traust mælist hátt til opin­berra stofn­ana á Norð­ur­löndum í sam­an­burði við mörg önnur ríki. Norð­ur­löndin tala stundum um traustið sem „nor­ræna gullið“. Falskar fréttir og upp­lýs­inga­óreiða eru raun­veru­leg ógn við lýð­ræð­ið. Þegar fólk getur ekki treyst þeim upp­lýs­ingum sem það fær þá er ómögu­legt að taka upp­lýsta ákvörðun og upp­fylla lýð­ræð­is­lega skyldu sína. Við höfum ekki efni á að glata gull­inu okk­ar.

Stöndum vörð
Ísland fer með for­mennsku í Norð­ur­landa­ráði 2020. Yfir­skrift for­mennsku­á­ætl­unar okkar er „Stöndum vörð“ og þar undir eru gildi sem Norð­ur­löndin leggja alla jafna áherslu á; þ.e. lýð­ræði, líf­fræði­leg fjöl­breytni og nor­rænu tungu­mál­in. Nýlega bár­ust þær fréttir frá frétta­miðl­inum NRK í Nor­egi að Aften­posten, Dag­bla­det, NRK, TV 2 og VG not­uðu efni frá Inter­net Res­e­arch Agency, sem er rúss­neskur fals­frétta­mið­ill.

Saman erum við sterk­ari
Dreif­ing vill­andi og falskra upp­lýs­inga er aðferð sem hefur oft verið skipu­lega beitt í deilum og átök­um. Með þeirri bylt­ingu sem orðið hefur í net- og upp­lýs­inga­tækni, ekki síst með til­komu og hröðum vexti sam­fé­lags­miðla, hefur þessi ógn tekið á sig ugg­væn­legri mynd.

Hægt er að safna marg­vís­legum upp­lýs­ingum um not­endur miðl­anna og beina í kjöl­farið að þeim sér­sniðnum fals­fréttum og áróðri sem ætla má að þeir séu mót­tæki­legir fyr­ir. Ljóst er að stjórn­völd geta ekki ein ráðið fram úr þessum vanda. Við þörfum öll að taka höndum saman og verj­ast þess­ari nýju ógn.

Eldra fólk deilir frekar fölskum fréttum
Það kom m.a. fram á mál­þingi Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og Alþjóða­mála­stofn­unar Háskóla Íslands, sem haldið var fyrir skömmu að fólk 60 ára og eldra er lík­leg­ast til að deila fölskum fréttum á sam­fé­lags­miðl­um. Börn og ung­menni eru almennt tæknilæs­ari en eldra fólk og alast upp við að birtar upp­lýs­ingar séu ekki endi­lega sann­ar. Við erum því að fást við breytta heims­mynd og nýjar ógn­ir. Alltaf þarf að velta fyrir sér með gagn­rýnum hætti hvaðan upp­lýs­ing­arnar koma, hvort heim­ildin sé áreið­an­leg.

Með því að setja lýð­ræði og falskar fréttir á dag­skrá í for­mennsku­á­ætlun okkar árið 2020 von­umst við til að skapa meiri umræðu um mál­efnið og auka með­vit­und og þekk­ingu almenn­ings.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Fram­sókn­ar og for­seti Norð­ur­landa­ráðs.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 4. mars 2020.