Categories
Greinar

Barnvænt Ísland

Deila grein

06/03/2020

Barnvænt Ísland

Barna­sátt­mál­inn er lof­orð sem við gáf­um öll­um heims­ins börn­um fyr­ir 30 árum, lof­orð sem var lög­fest á Íslandi 2013. Sam­kvæmt því lof­orði skulu öll börn njóta jafn­ræðis, það sem barni er fyr­ir bestu skal vera leiðandi for­senda við all­ar ákv­arðanir stjórn­valda og börn og ung­menni skulu höfð með í ráðum þegar ákv­arðanir eru tekn­ar fyr­ir þeirra hönd um mál­efni sem þau varðar.Á alþjóðleg­um mæli­kv­arða hafa börn á Íslandi það afar gott og sýna rann­sókn­ir okk­ur að landið okk­ar er eitt besta land í heimi fyr­ir börn til að búa á. Slík­ur sam­an­b­urður gef­ur okk­ur vissu­lega hug­mynd um hvar við stönd­um í stóra sam­heng­inu en við meg­um ekki dvelja við það of lengi. Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hvet­ur ríki til að bera sig sam­an við sig sjálf, rýna og skoða stöðu barna á hverj­um tíma og fylgj­ast sér­stak­lega með þróun og vel­ferð hópa barna sem standa höll­um fæti eða mál­efn­um sem reynsl­an og gögn­in segja okk­ur að huga þurfi bet­ur að. Þegar kem­ur að upp­fylla þess­ar for­send­ur skipt­ir gríðarlega miklu máli að ríki og sveit­ar­fé­lög vinni mark­visst sam­an að því að inn­leiða for­send­ur Barna­sátt­mál­ans. Sátt­mál­inn á að vera veg­vís­ir okk­ar og átta­viti þegar kem­ur að öll­um mál­um er varða börn með ein­um eða öðrum hætti.

Sveit­ar­fé­lög­um boðin þátt­taka

Hinn 25. fe­brú­ar síðastliðinn fengu bæj­ar­ráð allra sveit­ar­fé­laga á Íslandi er­indi frá mér og UNICEF á Íslandi með til­boði um þátt­töku í verk­efn­inu Barn­vænt Ísland og taka skref til þess að fá vott­un sem barn­væn sveit­ar­fé­lög. Um er að ræða verk­efni sem aðstoðar sveit­ar­fé­lög með mark­viss­um hætti að inn­leiða barna­sátt­mál­ann inn í starf­semi þeirra. Hug­mynda­fræði barn­vænna sveit­ar­fé­laga er byggð á alþjóðlegu verk­efni, Child Friend­ly Cities Initiati­ve (CFCI), sem hef­ur verið inn­leitt í þúsund­um sveit­ar­fé­laga út um all­an heim frá ár­inu 1996. Sveit­ar­fé­lög sem taka þátt og inn­leiða Barna­sátt­mál­ann geta hlotið viður­kenn­ingu sem Barn­væn sveit­ar­fé­lög. Inn­leiðing­ar­ferlið tek­ur tvö ár og skipt­ist í átta skref sem sveit­ar­fé­lag stíg­ur, með það að mark­miði að virða og upp­fylla rétt­indi barna.Ak­ur­eyri, Kópa­vog­ur og Hafn­ar­fjörður hafa þegar hafið inn­leiðingu verk­efn­is­ins við góðan orðstír og eru þau fyrstu sveit­ar­fé­lög­in á Íslandi til að taka þátt í verk­efn­inu, en skrifað var und­ir sam­starfs­samn­ing við Borg­ar­byggð um þátt­töku í verk­efn­inu fyrr í þess­ari viku. Á þessu ári er stefnt að því að fimm sveit­ar­fé­lög bæt­ist í hóp­inn og tólf sveit­ar­fé­lög til viðbót­ar árið 2021. Viðtök­ur við til­boði fé­lags­málaráðuneyt­is­ins og UNICEF um þátt­töku í verk­efn­inu hafa verið von­um fram­ar og er ég þess full­viss að á næstu árum muni öll sveit­ar­fé­lög á land­inu vera kom­in vel á veg við mark­vissa inn­leiðingu Barna­sátt­mál­ans. Mark­miðið er að gera Ísland allt barn­vænt sam­fé­lag.

Áhersla á börn og fjöl­skyld­ur

Verk­efni þetta rím­ar vel við þær áhersl­ur sem ég hef lagt í embætti mínu frá upp­hafi núlíðandi kjör­tíma­bils. Rétt­indi barna og fjöl­skyldna þeirra hafa verið þar í for­grunni og mikl­ar breyt­ing­ar í far­vatn­inu til þess að tryggja full­nægj­andi og sam­ræmda þjón­ustu fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur hér­lend­is. Mark­miðið er að fjöl­skyld­ur barna sem þurfa stuðning verði gripn­ar snemma á þeirri veg­ferð, um­vafðar stuðningi og veitt viðeig­andi þjón­usta eft­ir eðli hvers til­viks fyr­ir sig.Sú vinna hófst með því að fá fjöld­ann all­an af hags­munaaðilum að borðinu til þess að rýna í þá um­gjörð sem þegar er til staðar þegar kem­ur að börn­um og fjöl­skyld­um þeirra. Hvað væri að ganga vel og hvað þyrfti að laga að ein­hverju leyti, í takt við breytt­an tíðaranda, breytt­ar kröf­ur og breytt sam­fé­lag frá þeim tíma sem kerfið var sett upp. Marg­ir hóp­ar fólks, bæði not­enda þjón­ustu, fjöl­skyld­um sem hafa hags­muna að gæta eða hafa haft hags­muna að gæta, fag­fólk og fræðimenn komu að vinn­unni á upp­hafs­stig­um. Hlustað var á all­ar radd­ir.

Vinn­unni var ætlað að samþætta alla þjón­ustu fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur þeirra á Íslandi, tryggja aukið þverfag­legt sam­starf inn­an viðeig­andi þjón­ustu­kerfa og tryggja að hags­mun­ir barna verði ávallt í fyr­ir­rúmi svo og alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar. Í vinn­unni hef­ur heild­ar­sýn, sem tek­ur mið af aðkomu allra þeirra aðila sem veita börn­um og fjöl­skyld­um þeirra þjón­ustu, verið höfð að leiðarljósi.

Nýtt frum­varp

Ég mun á næstu vik­um leggja inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda frum­varp sem unnið hef­ur verið þvert á alla þing­flokka, þvert á mörg ráðuneyti og í miklu sam­ráði við alla helstu hags­munaaðila. Vil ég færa þeim aðilum sem að vinn­unni hafa komið mín­ar allra bestu þakk­ir fyr­ir afar gott sam­starf og mjög gagn­leg­ar til­lög­ur. Án þeirra hefði ekki verið mögu­legt að ná utan um öll þau atriði sem við höf­um unnið með.Of­an­greint frum­varp hef­ur það að meg­in­mark­miði að búa til um­gjörð í lög­um sem stuðlar að því að börn og for­eldr­ar sem á þurfa að halda hafi aðgang að vel­ferðarþjón­ustu við hæfi án hindr­ana. Efni frum­varps­ins miðar að því að form­festa sam­starf um veit­ingu þjón­ustu við börn og barna­fjöl­skyld­ur og skapa þannig skil­yrði til að unnt sé að bregðast fyrr við til­tekn­um aðstæðum eða erfiðleik­um í lífi barns með viðeig­andi stuðningi þegar þörf þykir. Lögð er áhersla á að stjórn­sýsla og eft­ir­fylgni mála sé skil­virk og eins ein­föld í fram­kvæmd og mögu­legt er út frá sjón­ar­horni barna og for­eldra.

Ásmundur Einar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. mars 2020.