Categories
Greinar

Gott má gera betra

Deila grein

21/05/2018

Gott má gera betra

Með sameiningu sveitarfélaga aukum við getu þeirra til að bæta þjónustu við íbúa. Samstarf á milli skólanna verður til þess að við lærum hvert af öðru og getum tileinkað okkur það sem vel er gert hjá hinum.

B-listinn leggur áherslu á að bæta umgjörð grunnskóla- og leikskóla enda teljum við alltaf vera rými til þess, því það má alltaf gera gott betra. Við viljum að skólarnir standi jafnfætis á öllum sviðum og munum beita okkur fyrir því að bæta skólastarf og tryggja nemendum bestu mögulegu menntun.

Í dag eru bæði Garður og Sandgerði að kaupa sér þjónustu frá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og greiða fyrir það háar upphæðir. Við viljum opna okkar eigin skrifstofu til þess að þjónusta íbúa okkar betur en gert er í dag. Öllum ætti að vera ljóst að þennan málaflokk þarf að bæta.

Í dag getur tekið allt að tveimur árum að fá greiningu fyrir barn. Það er bið sem við teljum óásættanlega. Með eigin fræðsluskrifstofu getum við bætt þjónustuna og stytt biðina.

Við hjá B-listanum viljum veita nemendum okkar þjónustu við hæfi og góðan grunn í menntun. Þeir þurfa að vera í stakk búnir að halda áfram í framhaldsnám við útskrift hvort sem það er verklegt eða bóklegt og tryggja þannig velferð sína til framtíðar.

Erla Jóhannsdóttir

Höfundur situr í 4. sæti B-lista Framsóknar og óháðra í Sandgerði og Garði.