Categories
Greinar

Hinar gjöfulu greinar

Deila grein

05/12/2021

Hinar gjöfulu greinar

Það var hátíðleg stund á Alþingi í vik­unni þegar fyrsta stefnuræða kjör­tíma­bils­ins var flutt á full­veld­is­degi okk­ar Íslend­inga hinn 1. des­em­ber. Stefnuræðan mark­ar ávallt ákveðin tíma­mót sem gefa okk­ur kjörn­um full­trú­um tæki­færi til þess að líta yfir far­inn veg og horfa til framtíðar. Und­an­far­in fjög­ur ár hef­ur margt áunn­ist á fjöl­mörg­um sviðum sam­fé­lags­ins og boðar nýr stjórn­arsátt­máli áfram­hald­andi fram­far­ir.

Gert hærra und­ir höfði

Liður í þeim breyt­ing­um sem kynnt­ar hafa verið er hið nýja ráðuneyti ferða-, menn­ing­ar- og viðskipta­mála sem und­ir­rituð mun fara fyr­ir. Breyt­ing­arn­ar eru tíma­bær­ar enda eru tugþúsund­ir sem starfa við menn­ingu, skap­andi grein­ar og ferðaþjón­ustu sem flétt­ast sam­an með ýmsu móti, auka aðdrátt­ar­afl Íslands og skapa gríðarleg verðmæti fyr­ir þjóðarbúið. Grein­arn­ar eru ekki síður mik­il­væg­ar til þess að skapa Íslandi ákveðinn sess í sam­fé­lagi þjóðanna með hinu mjúka valdi og já­kvæðum hug­hrif­um sem þeim fylgja. Öflug menn­ing og ferðaþjón­usta eru einnig mik­il­væg­ur hluti sam­fé­lag­anna hring­inn í kring­um landið og hafa á und­an­förn­um árum gætt ýmis svæði nýju lífi.

Áfram­hald­andi menn­ing­ar­sókn

Á síðasta kjör­tíma­bili var grunn­ur menn­ing­ar styrkt­ur veru­lega. Þannig hef­ur nýtt stuðnings­kerfi við bóka­út­gáfu skilað 36% aukn­ingu í út­gefn­um bók­um, starfs­laun­um var fjölgað, fyrstu sviðslist­a­lög­in sett, hóp­um lista­manna tryggðir kjara­samn­ing­ar, list­mennt­un efld, ný menn­ing­ar­hús fjár­mögnuð, nýj­ar kvik­mynda- og bóka­mennta­stefn­ur sett­ar fram ásamt aðgerðaáætl­un í menn­ing­ar­mál­um svo að fá dæmi séu tek­in. Byggt verður á þess­um góða grunni næstu fjög­ur ár og strax á næsta ári verður rúm­um millj­arði varið í nýja kvik­mynda­stefnu og til auk­inna end­ur­greiðslna í kvik­mynda­gerð, nýj­ar mynd­list­ar- og tón­lista­stefn­ur kláraðar og ný Sviðslistamiðstöð hefja starf­semi svo stiklað sé á stóru.

Ferðaþjón­usta á heims­mæli­kv­arða

Ferðaþjón­ust­an verður áfram stór þátt­ur í ís­lensku efna­hags­lífi og er mik­il­vægt að hún fái tæki­færi til upp­bygg­ing­ar eft­ir áföll heims­far­ald­urs­ins. Lögð verður áhersla á að ferðaþjón­usta á Íslandi sé arðsöm og sam­keppn­is­hæf at­vinnu­grein í sátt við nátt­úru og ís­lenska menn­ingu. Við vilj­um að Ísland sé í far­ar­broddi í sjálf­bærri þróun og ný­sköp­un í ferðaþjón­ustu. Á kjör­tíma­bil­inu verður áfram unnið að upp­bygg­ingu innviða í takt við fjölg­un ferðamanna, stefnu í ferðaþjón­ustu til 2030 sem mótuð var á síðasta kjör­tíma­bili í góðri sam­vinnu hagaðila verður fylgt eft­ir ásamt heild­stæðri aðgerðaáætl­un.

Framtíðin er björt

Fullt til­efni er til þess að líta björt­um aug­um til framtíðar og er ég full til­hlökk­un­ar að tak­ast á við ný verk­efni. Ég heiti því að leggja mig alla fram í þágu minna mála­flokka – hinna gjöf­ulu greina.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. desember 2021.