Categories
Greinar

Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?

Deila grein

13/05/2019

Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?

Ég er stoltur og ánægður með árs­reikn­ing Hafn­ar­fjarðar árið 2018. Fjár­hags­staða sveit­ar­fé­lags­ins hélt áfram að styrkj­ast á árinu og skulda­við­mið sem var 135% í árs­lok 2017 er 112% í árs­lok 2018, eða undir skulda­við­miðum sam­kvæmt reglu­gerð um fjár­hags­leg við­mið og eft­ir­lit með fjár­málum sveit­ar­fé­laga.

Allar lyk­il­tölur sem skipta mestu máli eru jákvæð­ar. Rekstr­ar­nið­ur­staða fyrir afskriftir og vexti er 3,9 millj­arðar á móti 3,5 millj­örðum í áætlun og 3,6 millj­örðum frá fyrra ári. Þetta eru bæði A og B hluti, eða allt sveit­ar­fé­lag­ið. Með öðrum orð­um, við erum betur sett til að borga ennþá meira niður skuldir í fram­tíð­inni og láta fólkið í sveit­ar­fé­lag­inu njóta góðs af.

Fjár­fest­ingar í innviðum og þjón­ustu
Miklar fjár­fest­ingar voru í innviðum og þjón­ustu á liðnu ári og námu fjár­fest­ingar um 5,3 millj­örð­um. Þar ber helst að nefna bygg­ingu nýs skóla í Skarðs­hlíð fyrir um 2,1 millj­arð og hjúkr­un­ar­heim­ilis fyrir 850 millj­ón­ir. Kostn­aður við fram­kvæmdir vegna íþrótta­mann­virkja að Ásvöll­um, Kaplakrika og við Keili námu alls um 696 millj­ón­um. Keyptar voru íbúðir í félags­lega hús­næð­is­kerfið fyrir um 500 millj­ón­ir.

Hafa ber í huga þegar rætt er um kaup á félags­legu hús­næði að sveit­ar­fé­lagið situr uppi með for­tíð­ar­vanda í þeim mála­flokki sem nú er loks verið að taka á; vanda sem ekki var tekið á þegar þess þurfti. Þrátt fyrir að félags­legu hús­næði í Hafn­ar­firði hafi fjölgað mikið und­an­far­ið, blasir sú dap­ur­lega stað­reynd við okkur að á árunum 2009-2016 var ekki fjár­fest í félags­lega hús­næð­is­kerf­inu í Hafn­ar­firði. Sami fjöldi íbúða var árið 2008 og árið 2016. Vand­inn er því upp­safn­aður og á þeim vanda bera þeir einir ábyrgð sem á þeim tíma stjórn­uðu.

Ný lán
Í umræð­unni hefur því verið haldið á lofti að skuldir sveit­ar­fé­lags­ins séu að aukast og verið sé að taka ný lán sem eru umfram afborg­anir árs­ins. Það er vissu­lega rétt að tekin voru ný lán á árinu vegna upp­gjörs við Brú líf­eyr­is­sjóð, sem eru um 2 millj­arðar og um 1,4 millj­arður vegna bygg­ingar hjúkr­un­ar­heim­il­is. Auk þess var tekið lán fyrir 500 millj­ónir vegna fjár­fest­inga Hús­næð­is­skrif­stofu í félags­legu hús­næði. Greiðslur lang­tíma­skulda námu alls 1,6 millj­arði eða um 200 millj­ónum umfram afborg­anir sam­kvæmt lána­samn­ing­um.

Ég hef trú á því að hægt verði að gera enn betur á kjör­tíma­bil­inu, þegar kemur að nið­ur­greiðslu skulda. Það er sú leið sem er heilla­væn­leg­ust fyrir sveit­ar­fé­lagið og íbúa þess.

Ágúst Bjarni Garðarsson, for­maður bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarð­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 12. maí 2019.