Categories
Greinar

Hvað er að frétta, hæstvirtur landbúnaðarráðherra?

Deila grein

20/09/2019

Hvað er að frétta, hæstvirtur landbúnaðarráðherra?

Síðastliðið vor var samþykkt breyt­ing á lög­um og þings­álykt­un er varðar inn­flutn­ing á hráu kjöti og mat­væl­um. Í henni var samþykkt­ur rammi sem á að sjá til þess að ekki verði flutt inn kjöt og land­búnaðar­af­urðir til lands­ins sem ekki stand­ast sömu kröf­ur og hér á landi. Sam­hliða hélt rík­is­stjórn­in blaðamanna­fund þar sem til­kynnt var að Ísland yrði fyrsta landið í heim­in­um til þess að banna dreif­ingu á vör­um á markaði sem inni­halda ákveðnar teg­und­ir sýkla­lyfja­ónæmra bakt­ería.

Samþykkt þessi er mik­il­væg, ekki bara bænd­um og fram­leiðend­um hér á landi vegna sér­stöðu búfjár­stofna og sjúk­dóma­stöðu held­ur ekki síður fyr­ir neyt­end­ur.

Neyt­end­ur hafa kallað eft­ir því að vör­ur á markaði séu fram­leidd­ar við skil­yrði sem inni­fela góða meðferð búfjár, hrein­leika afurða og var­an inni­haldi ekki bakt­erí­ur eða veir­ur sem geta valdið sjúk­dóm­um í fólki og dýr­um.

Neyt­end­ur eiga rétt á því að ís­lensk­ur markaður verði verndaður fyr­ir sér­hags­mun­um heild­sala og versl­un­ar­inn­ar þegar kem­ur að þess­um þátt­um.

Bann og bakt­erí­ur

Ljóst var að vinna við full­gild­ingu laga­breyt­ing­anna og aðgerða í þings­álykt­un myndi taka tíma enda taka lög­in ekki gildi fyrr en um ára­mót. Þeirri vinnu stýr­ir ráðherra land­búnaðar­mála. Hef­ur und­ir­ritaður fulla trú á því að hann klári málið með stæl. Hins veg­ar hef­ur lítið heyrst af mál­inu síðan í vor. Því spyr und­ir­ritaður hér: Hvað er að frétta af þessu máli, hæst­virt­ur land­búnaðarráðherra? Hvernig miðar vinnu við und­ir­bún­ing banns við inn­flutn­ingi á vör­um sem inni­halda ákveðnar teg­und­ir sýkla­lyfja­ónæmra bakt­ería? Þess­ir hlut­ir þurfa að vera á hreinu á rétt­um tíma til að vernda ís­lenska hags­muni.

Sam­starf um sátt

Þær breyt­ing­ar sem gerðar voru á mál­inu í meðför­um þings­ins frá því að málið kom frá ráðherra voru til þess falln­ar að mynda sátt milli bænda, neyt­enda og rík­is­valds­ins í þessu erfiða máli.

Mik­il­vægt er að vinna málið áfram í sátt við bænd­ur og neyt­end­ur til þess að fulln­usta samþykkt þings­ins.

Sátt­in þarf að ná alla leið á eld­hús­borð neyt­enda og standa þarf við allt það sem samþykkt var í téðri þings­álykt­un og laga­breyt­ingu.

Mun und­ir­ritaður ekki liggja á liði sínu í þeirri bar­áttu landi og þjóð til heilla.

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. september 2019.