Categories
Greinar

Iðkun rafíþrótta og velferð barna

Deila grein

09/04/2025

Iðkun rafíþrótta og velferð barna

Rafíþrótt­ir og fram­gang­ur þeirra hér á landi hef­ur mér hjart­ans mál um langt skeið og í dag mun ég mæla fyr­ir til­lögu okk­ar í Fram­sókn um stofn­un stýri­hóps sem mun hafa það mark­mið að marka stefnu borg­ar­inn­ar varðandi rafíþrótt­ir og iðkun þeirra.

Rafíþrótta­hreyf­ing­in hef­ur það að mark­miði líkt og aðrar íþrótta­hreyf­ing­ar að stuðla að betri heilsu og bættri and­legri líðan barna, sem ég veit fyr­ir víst að skipt­ir alla Íslend­inga máli. Með þetta að leiðarljósi hafa rafíþrótta­fé­lög hér á landi náð að laða til sín um 3.500 iðkend­ur á grunn­skóla­aldri.

Fé­lög sem starf­rækja rafíþrótta­deild­ir núna í Reykja­vík eru Fylk­ir og Ármann. KR starf­rækti hér deild í stutt­an tíma en hún varð frá að hverfa vegna fjár­magns­leys­is og er mik­il eft­ir­sjá að henni.

Um­hverfi rafíþrótta er að mörgu leyti erfitt hér á landi. Starf­semi rafíþrótta­fé­laga hef­ur mætt skiln­ings­leysi hjá for­svars­mönn­um ÍSÍ og hef­ur Reykja­vík­ur­borg ekki enn markað sér stefnu um rafíþrótt­ir og iðkun þeirra meðal barna og ung­linga, þrátt fyr­ir að ÍBR hafi samþykkt að rafíþrótt­ir til­heyri sínu sviði og komið því þannig fyr­ir að keppt er í rafíþrótt­um á Reykja­vík­ur­leik­un­um.

Þessu þarf að breyta og því vill Fram­sókn að Reykja­vík­ur­borg taki þetta mál föst­um tök­um og marki sér stefnu í rafíþrótt­um og iðkun þeirra.

Rök­in fyr­ir því að borg­in taki upp sér­staka stefnu í þess­um mála­flokki eru ein­föld. Með skýrri stefnu um rafíþrótt­ir fyr­ir börn væri stuðlað að því að virkja fjölda af krökk­um sem eru ekki í neinu skipu­lögðu íþrótt­a­starfi eða hafa sýnt lít­inn áhuga á slíku.

Frá stofn­un Rafíþrótta­sam­bands Íslands (RÍSI) hef­ur Fram­sókn stutt dyggi­lega við upp­bygg­ingu skipu­lagðrar starfs­semi rafíþrótta. Ég tel nauðsyn­legt að halda þeirri veg­ferð áfram og tryggja að við náum til stærri hóps krakka með fjöl­breytt­ari nálg­un í íþrótta- og tóm­stunda­mál­um.

Frá­bær und­ir­bún­ing­ur fyr­ir framtíðina

Í ung­dómi Íslands er framtíð lands­ins fal­in og því er það mik­il­vægt mál­efni stjórn­mál­anna að styðja við þroska og hæfi­leika­rækt­un ung­menna. Fjórða iðnbylt­ing­in er haf­in og meiri­hluti þeirra starfa sem nú eru til verður horf­inn eft­ir nokkra ára­tugi. Störf framtíðar­inn­ar munu snú­ast um tölvu­tækni og því er afar mik­il­vægt að börn og ung­ling­ar séu hag­vön að nýta sér hana. Ein vin­sæl­asta dægra­dvöl ís­lenskra krakka og ung­linga er að spila tölvu­spil og geta slík spil bæði gefið þeim tæki­færi til að kynn­ast tölvu­tækni þannig að það nýt­ist þeim á hinum ýms­um sviðum. Iðkun rafíþrótta get­ur kennt börn­um okk­ar að spila tölvu­leiki með ábyrg­um hætti, en eins og ég kom inn á hér að ofan að er mark­mið rafíþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar eins og skil­greint er af Rafíþrótta­sam­bandi Íslands (RÍSÍ) að stuðla að lík­am­legri hreyf­ingu af ýmsu tagi og þjálf­un í taktískri hugs­un og áherslu á and­leg­an und­ir­bún­ing og hollt matræði.

Það hljóm­ar fyr­ir mér eins og frá­bær und­ir­bún­ing­ur fyr­ir framtíðina.

Við stönd­um frammi fyr­ir því verk­efni að mennta okk­ar unga fólk þannig að það og Ísland verði sam­keppn­is­hæft inn í næstu 100 árin og geta rafíþrótt­ir gegnt mik­il­vægu hlut­verki í því sam­bandi.

Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. apríl 2025.