Categories
Greinar

Íslensk matvæli, gjörið svo vel

Deila grein

23/04/2020

Íslensk matvæli, gjörið svo vel

Í öðrum aðgerðapakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar Viðspyrna fyr­ir Ísland er lögð mik­il áhersla á inn­lenda fram­leiðslu og verðmæta­sköp­un. Ný­sköp­un er þar í önd­vegi enda lengi verið ljóst að skjóta verður fleiri stoðum und­ir ís­lensk­an efna­hag. Síðustu vik­urn­ar hef­ur helsta umræðuefni fólks um heim all­an verið heilsa og heil­brigði. Fólk ótt­ast þenn­an vá­gest sem kór­ónu­veir­an er og legg­ur mikið á sig til að kom­ast hjá smiti. Veik­ind­in leggj­ast misþungt á fólk og hef­ur ekki verið út­skýrt að fullu hvað veld­ur þeim mun. Hins veg­ar er ljóst að sum­ir hóp­ar eru veik­ari fyr­ir en aðrir og hef­ur til dæm­is í Banda­ríkj­un­um verið bent á að þeir sem stríða við lífs­stíls­sjúk­dóma geta orðið sér­stak­lega illa fyr­ir barðinu á Covid-19. Þegar heils­an er okk­ur svo of­ar­lega í huga er ekki laust við að maður þakki fyr­ir þá öf­undsverðu stöðu sem við Íslend­ing­ar erum í varðandi mat­væla­fram­leiðslu, hvort held­ur það er land­búnaður eða sjáv­ar­út­veg­ur. Rúmt ár er nú frá því við í Fram­sókn héld­um fjöl­menn­an fund þar sem Lance Price, pró­fess­or við Washingt­on-há­skóla, hélt fyr­ir­lest­ur um þá ógn sem mann­kyn­inu staf­ar af sýkla­lyfja­ónæm­um bakt­erí­um. Á sama fundi hélt er­indi Karl G. Krist­ins­son, helsti sér­fræðing­ur okk­ar í sýkla­fræði, og sjá­um við hon­um bregða fyr­ir á skján­um um þess­ar mund­ir í tengsl­um við heims­far­ald­ur­inn sem nú herj­ar á okk­ur. Fund­inn héld­um við til að vekja fólk til vit­und­ar um að sér­fræðing­ar telja að árið 2050 muni tíu millj­ón­ir manna deyja í heim­in­um af völd­um sýkla­lyfja­ónæm­is og ekki vild­um við síður benda á þau verðmæti sem fel­ast í ís­lensk­um land­búnaði sem er ásamt Nor­egi með minnsta notk­un sýkla­lyfja í land­búnaði í heim­in­um. Mat­væla­fram­leiðsla er gríðarlega mik­il­væg­ur þátt­ur í ís­lenska hag­kerf­inu og sann­kallaður lýðheilsu­fjár­sjóður. Rík­is­stjórn­in ákvað í fyrra að Ísland yrði fyrsta landið í heim­in­um til að banna sölu og dreif­ingu á mat­vöru, kjöti, fiski og græn­meti, sem inni­held­ur sýkla­lyfja­ónæm­ar bakt­erí­ur. Þannig vernd­um við heilsu Íslend­inga og und­ir­strik­um þau miklu gæði sem ein­kenna ís­lenska mat­væla­fram­leiðslu. Hluti af öðrum aðgerðapakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar er auk­inn stuðning­ur við græn­met­is­bænd­ur, bæði beinn og einnig með end­ur­greiðslu kostnaðar vegna dreif­ing­ar og flutn­ings raf­orku bænda. Þar er stigið gríðarlega mik­il­vægt skref til að efla grein­ina og munu ís­lensk­ir neyt­end­ur njóta þess þegar fram­leiðsla á ís­lensku græn­meti eykst. Von­andi stend­ur versl­un­in með þjóðinni og ís­lensk­um mat­væla­fram­leiðend­um og gef­ur ís­lensku græn­meti heiðurssess. Það er bjarg­föst trú mín að það séu gríðarleg tæki­færi fram und­an fyr­ir ís­lensk­an land­búnað og ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg. Því ef fólk er al­mennt orðið meðvitaðra um heils­una hugs­ar það meira um hvað það læt­ur ofan í sig. Ég segi því að lok­um: Íslenskt, gjörið svo vel.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. apríl 2020.