Categories
Greinar

Vísindakapphlaupið 2020

Deila grein

27/04/2020

Vísindakapphlaupið 2020

Tækni­fram­far­ir og vís­inda­upp­götv­an­ir eru stærsta hreyfiafl sam­fé­laga. End­ur­bætt gufu­vél hins skoska James Watts lagði grunn­inn að vél­væðingu iðnbylt­ing­ar­inn­ar, upp­götv­un raf­magns­ins breytti meiru en orð fá lýst, upp­götv­un bakt­ería og löngu síðar sýkla­lyfja bylti lík­ast til meiru í mann­kyns­sög­unni en all­ar hefðbundn­ar bylt­ing­ar sam­an­lagt!

Enn og aft­ur horf­ir all­ur heim­ur­inn til vís­ind­anna. Nú er þess beðið að vís­inda­menn heims­ins upp­götvi vopn í bar­átt­unni við óvin okk­ar allra – kór­ónu­veiruna sem veld­ur COVID-19. Vís­indakapp­hlaupið 2020 er þó ólíkt mörg­um öðrum í sög­unni því for­dæma­laus samstaða og sam­hug­ur er í vís­inda­sam­fé­lag­inu, sem stund­um hef­ur ein­kennst af inn­byrðis sam­keppni. Sann­ar­lega er sam­keppn­in enn til staðar en al­mennt eru vís­inda­menn að deila upp­lýs­ing­um með öðrum í þeirri von að manns­líf­um og hag­kerf­um heims­ins verði bjargað.

Við erum öll í sama liðinu

COVID-19 er stærsta áskor­un­in sem þjóðir heims hafa staðið frammi fyr­ir í lang­an tíma. Með áhrif­um á heilsu fólks hef­ur óvær­an gríðarleg­ar efna­hagsaf­leiðing­ar. Veir­an hef­ur veikt öll stærstu hag­kerfi heims og það mun taka lang­an tíma fyr­ir þau að ná heilsu á ný. Það leiðir til tekjutaps ein­stak­linga og rík­is­sjóða um all­an heim, sem get­ur haft mikl­ar af­leiðing­ar á vel­ferð þjóða. Það sést greini­lega á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum, sem þessa dag­ana sveifl­ast með vís­inda­frétt­um. Þeir taka við sér þegar góðar vís­inda­frétt­ir ber­ast, en falla þegar von­ir bresta. Hluta­bréf á alþjóðamörkuðum féllu til að mynda eft­ir að til­raun­ir með bólu­efni gegn COVID-19 báru ekki ár­ang­ur. Það bend­ir allt til þess, að líf manna muni ekki kom­ast í eðli­legt horf fyrr en bólu­efni hef­ur verið fundið.

Þessa stund­ina vinna yfir átta­tíu hóp­ar vís­inda­manna og fimmtán lyfja- og líf­tækn­iris­ar að þróun bólu­efn­is. Í þeirra hópi eru vafa­laust marg­ir sem vilja verða fyrst­ir – sjá for­dæma­laus viðskipta­tæki­færi og frama í slík­um ár­angri – en áður­nefnt vís­inda­sam­starf verður von­andi til þess að heil­brigði þjóða verður sett í fyrsta sæti þegar rann­sókn­ar­vinn­an skil­ar ár­angri. Það skipt­ir á end­an­um ekki máli hvaðan meðalið kem­ur, held­ur hvernig það verður notað. Í því sam­hengi er ástæða til bjart­sýni, því alþjóðleg sam­vinna hef­ur áður skilað heim­in­um bólu­efn­um gegn hræðileg­um sjúk­dóm­um; barna­veiki, stíf­krampa og milt­is­brandi svo dæmi séu nefnd.

Ísland legg­ur sitt af mörk­um

Í bar­átt­unni við hinn sam­eig­in­lega óvin hef­ur Ísland vakið nokkra at­hygli um­heims­ins. Aðferðafræðin hef­ur þótt til eft­ir­breytni og ár­ang­ur­inn með ágæt­um, en einnig það merka fram­tak Decode Genetics að bjóða Íslend­ing­um upp á skimun fyr­ir veirunni, fyrstri þjóða. Hátt í 50 þúsund sýni hafa verið tek­in hér á landi. Afrakst­ur­inn nýt­ist heim­in­um öll­um, þar sem ótal af­brigði veirunn­ar hafa fund­ist. Það fram­lag Kára Stef­áns­son­ar og sam­starfs­fólks hans allra er ómet­an­legt í þróun bólu­efn­is­ins sem ver­öld­in bíður eft­ir.

Á sama tíma hafa aðrir rann­sókn­ar- og vís­inda­menn hér­lend­is unnið þrek­virki. Svo dæmi séu nefnd kynntu vís­inda­menn fljótt spálík­an um lík­lega þróun sem gæti nýst við ákv­arðana­töku um viðbrögð og skipu­lag heil­brigðisþjón­ustu. Á ör­stutt­um tíma höfðu sér­fræðing­ar Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og sam­starfs­fólk hjá Land­læknisembætt­inu og Land­spít­ala sent vís­inda­grein í New Eng­land Journal of Medic­ine um út­breiðslu veirunn­ar á Íslandi. Nú síðast til­kynntu vís­inda­menn í Há­skóla Íslands að þeir hefðu hug á að rann­saka áhrif far­ald­urs­ins á líðan og lífs­gæði lands­manna til þess að geta brugðist bet­ur við sam­fé­lags­leg­um áhrif­um á borð við heims­far­ald­ur. Heil­brigðis­starfs­menn og al­manna­varn­ir hafa staðið vakt­ina með vilj­ann að vopni og smitrakn­ing­ar­t­eym­inu tek­ist að rekja flest smit sem hafa komið upp hér á landi. Þetta er sann­an­lega ár­ang­ur sem Íslend­ing­ar geta verið stolt­ir af.

Vís­ind­in efla alla dáð

Eins og oft áður komst ljóðskáldið og vís­indamaður­inn Jón­as Hall­gríms­son vel að orði þegar hann orti til heiðurs vís­inda­mann­in­um Pål Gaim­ard í Kaup­manna­höfn:

Vís­ind­in efla alla dáð, ork­una styrkja, vilj­ann hvessa,

von­ina glæða, hug­ann hressa,

far­sæld­um vefja lýð og láð;

tí­fald­ar þakk­ir því ber færa

þeim sem að guðdómseld­inn skæra

vakið og glætt og verndað fá

visk­unn­ar helga fjalli á.

Jón­as var brautryðjandi á sviði nátt­úru­vís­inda og helgaði líf sitt skrif­um um þau. Hann vissi það að rann­sókn­ir, vís­indi og hag­nýt­ing hug­vits væru for­send­ur fjöl­breytts at­vinnu­lífs, vel­ferðar og styrkr­ar sam­keppn­is­stöðu þjóða. Eitt af því sem hef­ur ein­kennt ís­lenskt vís­inda­sam­fé­lag í gegn­um tíðina er mik­il virkni í alþjóðasam­starfi enda er fjölþjóðlegt sam­starf ís­lensk­um rann­sókn­um nauðsyn­legt. Það er því hlut­verk okk­ar sem störf­um á þess­um vett­vangi, hvort sem það er við stefnu­mót­un um vís­inda­mál eða fram­kvæmd rann­sókna, að virkja og efla þekk­ingu al­menn­ings á vís­inda­starfi og hvetja til öfl­ugra alþjóðasam­starfs.

Á þess­um tíma­punkti tekst heim­ur­inn á við heims­far­ald­ur. Þjóðir heims­ins taka hönd­um sam­an og leiða sam­an þekk­ingu og rann­sókn­ir. Ísland gef­ur ekk­ert eft­ir og mun von­andi verða leiðandi afl í alþjóðasam­starfi framtíðar­inn­ar. Far­ald­ur­inn er í mik­illi rýrn­un hér á landi en þó er ekki hægt að hrósa sigri enda bar­átt­unni ekki lokið. Það hef­ur þó sýnt sig á síðustu mánuðum að alþjóðlegt vís­inda­sam­starf greiðir leiðina að bjart­ari framtíð. Það býður bæði upp á þá von að lausn finn­ist á nú­ver­andi krísu, ásamt því að byggja upp sam­starfs­vilja milli ríkja um að sam­ein­ast í átt að betri og ör­ugg­ari framtíð.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. apríl 2020.