Categories
Greinar

Íslenskan er okkar öflugasta vopn

Deila grein

07/06/2022

Íslenskan er okkar öflugasta vopn

Í mín­um huga er tungu­mál hverr­ar þjóðar henn­ar helsta ger­semi, þar sem öll mann­leg sam­skipti byggj­ast á því. Tungu­málið hafði mik­il­vægt hlut­verk í sjálf­stæðis­bar­áttu ís­lensku þjóðar­inn­ar á sín­um tíma. Segja má að það hafi verið vopn Íslend­inga. Í raun var það helsta rök­semd leiðtoga þjóðar­inn­ar þegar þeir kröfðust sér­stöðu inn­an danska kon­ungs­rík­is­ins. Vegna þeirra öru sam­fé­lags- og tækni­breyt­inga sem orðið hafa síðustu árin, er nauðsyn­legt að huga vel að framþróun tungu­máls­ins. Tækn­in hef­ur þurrkað út fjölda landa­mæra. Við kom­umst nú í fjöl­breytt­ari og nán­ari snert­ingu við aðra menn­ingu og menn­ing­ar­heima en eins og Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or em­er­ít­us, skrif­ar: „… er ein stærsta áskor­un­in sem við stönd­um nú frammi fyr­ir á sviði ís­lenskr­ar menn­ing­ar … að tryggja að leiðir milli ís­lensks menn­ing­ar­heims og annarra menn­ing­ar­heima hald­ist greiðar – í báðar átt­ir – án þess að það verði á kostnað ís­lensk­unn­ar.“

Fram­ar von­um

Á dög­un­um tók ég þátt í fundaröð sendi­nefnd­ar for­seta Íslands með tæknifyr­ir­tækj­um í Banda­ríkj­un­um, þar á meðal Apple, Meta, Amazon, Open AI og Microsoft. Mark­mið fund­anna var að sýna for­svars­fólki fyr­ir­tækj­anna fram á mik­il­vægi þess að ís­lensk tunga eigi sinn sess í þróun á nýj­ustu tækni­lausn­um og að kynna þær afurðir sem þegar eru til staðar fyr­ir til­stilli mál­tækni­áætl­un­ar ís­lenskra stjórn­valda. Alls staðar var málstað ís­lensk­unn­ar tekið vel og frek­ara sam­starf rætt. Raun­ar fóru viðtök­urn­ar fram úr mín­um björt­ustu von­um.

Mark­mið mál­tækni

Mál­tækni snýst um að þróa kerfi sem geta unnið með og skilið tungu­mál og stuðlað að notk­un þeirra í sam­skipt­um manns, tölvu og annarra tækja sem byggj­ast á sta­f­rænni tækni.

Mark­mið mál­tækni­áætl­un­ar stjórn­valda (2018-2022) er að tryggja að hægt verði að nota ís­lensku í sam­skipt­um við tæki og í allri upp­lýs­inga­vinnslu. For­gangs­verk­efni áætl­un­ar­inn­ar eru þau verk­efni sem mynda nauðsyn­leg­an grunn fyr­ir áfram­hald­andi þróun á mis­mun­andi sviðum mál­tækni fyr­ir ís­lensku. Gerður var samn­ing­ur við sjálf­seign­ar­stofn­un­ina Al­mannaróm um rekst­ur miðstöðvar mál­tækni­áætl­un­ar. Al­mannaróm­ur hef­ur gengið frá sam­starfs­samn­ing­um við hóp rann­sak­enda með sérþekk­ingu á sviði mál­vís­inda og mál­tækni og ber sá hóp­ur nafnið Sam­starf um ís­lenska mál­tækni (SÍM).

Með sam­starfs­samn­ing­um er rann­sak­end­un­um falið að ann­ast fram­kvæmd þeirra verk­efna sem eru til­greind í mál­tækni­áætl­un­inni.

Frá Emblu til yf­ir­lestr­ar

Verk­efni mál­tækni­áætl­un­ar eru flokkuð í tal­grein­ingu, tal­gerv­ingu, vélþýðing­ar, mál­rýni og mál­föng. Með smíði þeirra og inn­leiðingu verður fólki og fyr­ir­tækj­um auðveldað dag­legt líf með ýmsu móti í sam­skipt­um hér inn­an­lands sem og í sam­skipt­um við út­lönd. Yfir 60 sér­fræðing­ar hafa unnið af mikl­um metnaði und­an­far­in ár að eft­ir­töld­um lausn­um sem eru hjartað og sál­in í mál­tækni­verk­efni stjórn­valda. Þess­ar lausn­ir nýt­ast öll­um sem vilja smíða hug­búnaðarlausn­ir sem inni­halda hágæðaís­lensku fyr­ir al­menn­ing og fyr­ir­tæki. Áhersla er lögð á aðgengi að þess­um lausn­um svo að þær nýt­ist öll­um.

Tal­grein­ir: Hug­búnaður sem breyt­ir töluðu máli í rit­mál. Tækniþróun fær­ist í þá átt að við stýr­um tækj­um með tal­skip­un­um, þ.e. með rödd­inni, í stað þess að nota fing­urna.

Tal­gervill: Hug­búnaður sem breyt­ir rituðum texta í talað mál, svo tæk­in geti bæði svarað okk­ur og lesið upp texta á sem eðli­leg­ast­an hátt.

Vélþýðing: Sjálf­virk­ar þýðing­ar milli ís­lensku og annarra tungu­mála sem gerðar eru af tölvu. Vélþýðing­ar flýta fyr­ir þýðing­ar­starfi og gera fjöl­breytt­ari texta aðgengi­lega á ís­lensku.

Mál­rýn­ir: Hug­búnaður sem aðstoðar alla við að vinna með texta á ís­lensku, t.d. leiðrétta vill­ur í staf­setn­ingu, mál­fræði eða orðanotk­un.

Mál­föng: Gagna­söfn og tól sem tengj­ast og nýt­ast í vinnu með mál­tækni fyr­ir ís­lensku. Þau eru meðal ann­ars nauðsyn­leg til þess að greina tungu­málið, safna orðaforða, finna regl­ur og mynstur. Nægi­legt magn viðeig­andi gagna og áreiðan­leg stoðtól eru grunn­ur og for­senda allr­ar þró­un­ar í mál­tækni.

Af hverju skipt­ir þetta máli?

Lífs­gæðin sem við sköp­um okk­ur í framtíðinni byggj­ast á mennt­un, rann­sókn­um og ný­sköp­un – og þeirri lyk­il­for­sendu að við höld­um í við þær öru tækni­breyt­ing­ar sem heim­ur­inn fær­ir okk­ur. Þess vegna verður að vera aðgengi­legt að nota ís­lensku í hug­búnaðarþróun tæknifyr­ir­tækja, hvort held­ur þeirra stóru út í heimi eða þeirra smærri hér á Íslandi. Þá er raun­in sú að tækn­inni í kring­um okk­ur er í aukn­um mæli stýrt af tungu­mál­inu. Þró­un­in er í þá átt að við mun­um í aukn­um mæli ein­fald­lega tala við tæk­in okk­ar. Radd­stýr­ing tækn­inn­ar fær­ir okk­ur ótal tæki­færi til að ein­falda og bæta lífið og get­ur gert dag­leg­ar at­hafn­ir ein­fald­ari og fljót­legri. Við þurf­um að halda áfram að smíða, aðlaga, þróa og rækta sam­starf um mál­tækni og gervi­greind. Það er ljóst að sú vinna skil­ar ár­angri og ís­lenska á fullt er­indi í sta­f­ræna tækni.

Gervi­greind­in

Árið 2017 átt sér stað hljóðlát bylt­ing þegar Alp­haZero, gervi­greind­ar­for­ritið sigraði Stockfish, öfl­ug­asta skák­for­rit í heimi. Sig­ur Alp­haZero var af­ger­andi: það vann tutt­ugu og átta leiki, gerði sjö­tíu og tvö jafn­tefli og tapaði engu. Þessi sig­ur markaði tíma­mót í þróun á gervi­greind og ljóst varð að hún yrði part­ur af okk­ar dag­lega lífi. Eitt af því sem liðsinnt get­ur framþróun tungu­mála eins og ís­lensku er ör þróun gervi­greind­ar. Þar fel­ast mörg tæki­færi, sem flest eru ókönnuð enn. Þróun gervi­greind­ar­tækni hef­ur verið ótrú­lega hröð síðustu ár og nú eru kom­in fram kraft­mik­il kerfi sem fær eru um bylt­ing­ar­kennda hluti sem geta haft gríðarleg áhrif á líf fólks og sam­fé­lög. Framtíð tungu­mála í sta­f­ræn­um heimi er samof­in þróun gervi­greind­ar. Íslenska og gervi­greind þurfa hvort á öðru að halda og gervi­greind­arþróun á Íslandi tek­ur stór stökk nú þegar inn­an mál­tækni­verk­efna sem hér eru unn­in. Enn stærri stökk verða svo tek­in í sam­starfi við alþjóðleg tæknifyr­ir­tæki.

Áfram veg­inn

Það er mark­mið okk­ar að ís­lensk­an eigi sér sess í þróun hug­búnaðar- og tækni­lausna hjá helstu tæknifyr­ir­tækj­um heims, og að því vinn­um við í góðri sam­vinnu. Fund­irn­ir með full­trú­um tækn­iris­anna vest­an­hafs gengu von­um fram­ar og voru full­trú­ar þeirra marg­ir þegar bún­ir að kynna sér mál­in vel og komu vel und­ir­bún­ir. Það kom fram á fund­un­um að ár­ang­ur sem við höf­um náð í smíði kjarna­lausna get­ur skilað okk­ur víðtæku sam­starfi á sviðum mál­tækni. Eft­ir­fylgni með fund­un­um er haf­in af hálfu SÍM (Sam­starfs um ís­lenska mál­tækni) og sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar Al­mannaróms við að koma á frek­ari tengsl­um milli tækni­fólks hér heima og hjá fyr­ir­tækj­un­um til að stuðla að nýt­ingu ís­lensku gagn­anna og sam­vinnu um næstu skref.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 4. júní 2022