Categories
Greinar

Íslenskt, já takk

Deila grein

10/03/2021

Íslenskt, já takk

Umræða um fæðuör­yggi hef­ur verið tölu­verð síðastliðin ár og sitt sýnst hverj­um. Þannig finnst mörg­um að stjórn­völd þurfi að gera meira til að tryggja það, m.a. með betri regl­um um eign­ar­hald á jörðum, tolla­vernd og fjár­magn til ný­sköp­un­ar. Öðrum finnst merki­legra að efla alþjóðlegt sam­starf í þess­um efn­um, hvernig svo sem það trygg­ir fæðuör­yggi.

Ný­lega kom út skýrsla um fæðuör­yggi sem unn­in var fyr­ir at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið. Þar eru Íslend­ing­ar tald­ir vel rúm­lega sjálf­bær­ir með fisk, af kjötþörf lands­manna eru 90% fram­leidd inn­an­lands og 43% af græn­meti. Fyr­ir­sögn með frétt á Rík­is­út­varp­inu var: „Íslensk fram­leiðsla full­næg­ir eft­ir­spurn að mestu“.

Sum­um finnst kannski allt í lagi að þetta sleppi að „mestu“ en ég held að það sé full þörf á að bæta veru­lega í, og þá ein­vörðungu varðandi ís­lenska fram­leiðslu. Græn­met­is­fram­leiðsla ann­ar sam­kvæmt þess­ari skýrslu aðeins tæp­lega helm­ingi neyslu. Það er al­gjört lyk­il­atriði að ná þess­ari pró­sentu­tölu upp og setja full­an kraft í það. Það má gera með auknu fjár­magni til ný­sköp­un­ar eða það sem betra er – með ódýr­ara raf­magni sem fram­leitt er í heima­byggð. Ég geri mér grein fyr­ir að þessi markaður er harður sam­an­borið við inn­flutt græn­meti sem er ræktað án hús­næðis og raf­magns er­lend­is. Markaðshlut­deild sýn­ir þó að ís­lensk fram­leiðsla á góða mögu­leika á að stækka enn frek­ar og þá veg­ferð þarf að hefja – eigi síðar en núna.

Fram­leiðsla á kjöti er síðan sér­kapítuli! Sú fram­leiðsla styðst við kerfi sem fáir skilja að fullu. Kerfið virðist hannað til að all­ir tapi eða hangi átta­villt­ir í lausu lofti. Afurðastöðvar eru alltaf á tæp­asta vaði og nú sein­ast greindi SS frá því að ta­prekst­ur væri vegna skorts á ferðamönn­um í land­inu. Bænd­ur geta því ekki átt von á hækk­un afurðaverðs þegar afurðastöð er rek­in með halla, það þarf eng­an sér­fræðing að sunn­an til að skilja það. Kannski fel­ast í þessu öllu ein­föld skila­boð til bænda. Ef góðu ferðamanna­ár­in skiluðu ekki betra verði til bænda, hvernig er þessi rekst­ur eig­in­lega upp­byggður?

Hvorki afurðastöðvar né hrá­efn­is­fram­leiðend­ur (bænd­ur) fá viðun­andi hluta af kök­unni. Hvað er að þessu kerfi? Fyr­ir löngu varð það aug­ljóst að þetta geng­ur ekki leng­ur upp og það er ekki enda­laust hægt að skoða, vinna að, stefna að eða setja ein­hver mark­mið í þess­um mál­um. Það þarf að fram­kvæma og gera. Það er ein aug­ljós skekkja í þessu ferli sem þarf að taka strax á. Það er sú staðreynd að afurðastöðvar flytja marg­ar hverj­ar inn kjöt til að selja meðfram ís­lenskri fram­leiðslu sinni. Það eru jafn­vel sett­ar tak­mark­an­ir á slátrun naut­gripa á sama tíma og afurðastöðvar eru að flytja inn naut­gripa­kjöt. Þetta er gert á sama tíma og afurðastöðvar eru að vinna fyr­ir bænd­ur og marg­ar í eigu bænda. Ef þetta er ekki hags­muna­árekst­ur, þá eru hags­muna­árekstr­ar ekki til.

Marg­ar afurðastöðvar vinna nefni­lega ekki að hags­mun­um bænda, það er al­veg ljóst. En það skal tekið fram að þetta á ekki við um all­ar kjötaf­urðastöðvar. Jafn­framt er óskilj­an­legt af hverju Lands­sam­tök slát­ur­leyf­is­hafa eru ekki sterk­ari tals­menn á móti inn­flutn­ingi á kjöti, sem ætti að vera eitt af þeirra aðaláherslu­atriðum. Kannski er það af því að sum­ar afurðar­stöðvar eru bæði að éta kök­una og halda henni. Bænd­ur sem eiga afurðastöðvar þurfa að ganga fram með for­dæmi, í breiðri sam­vinnu, og láta afurðastöðvar sín­ar hætta að vera þátt­tak­end­ur í inn­flutn­ingi á kjöti. Með því væru þær að setja hags­muni bænda og at­vinnu­sköp­un­ar í fyrsta sætið. Í fram­haldi er hægt að gera þá kröfu á full­trúa afurðastöðva í Lands­sam­tök­um slát­ur­leyf­is­hafa að vinna gegn inn­flutn­ingi á kjöti og leggj­ast á árar ís­lenskr­ar fram­leiðslu.

Íslensk fram­leiðsla er at­vinnu­lífi og lands­byggðinni mjög mik­il­væg. Stór hluti mat­vöru­fram­leiðslu fer fram á lands­byggðinni og oft eru þessi fyr­ir­tæki mátt­ar­stólp­ar at­vinnu­lífs smærri sam­fé­laga. Þetta má heim­færa yfir á alla fram­leiðslu á Íslandi, hvort sem það er iðnaður, þjón­usta, orkuiðnaður eða annað. Við vilj­um skapa at­vinnu og öfl­ug ís­lensk fyr­ir­tæki sem geta sinnt inn­an­lands­markaði sem og selt úr landi fram­leiðslu sína. Með því tryggj­um við fæðuör­yggi á sama tíma og við sköp­um gjald­eyri fyr­ir þjóðarbúið.

Gunnar Tryggvi Halldórsson, fram­bjóðandi í próf­kjöri Fram­sókn­ar­flokks í Norðvest­ur­kjör­dæmi. gth@blondu­os.is

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. mars 2021.