Categories
Greinar

Íslenskur landbúnaður á sjálfstætt landbúnaðarráðuneyti skilið

Deila grein

22/07/2021

Íslenskur landbúnaður á sjálfstætt landbúnaðarráðuneyti skilið

Land­búnaður er ein stærsta at­vinnu­grein Íslands. Sam­kvæmt vefsíðu at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins telj­ast eft­ir­far­andi grein­ar til land­búnaðar: garðyrkja, ali­fugla­rækt, eggja­f­ram­leiðsla, æðarrækt, svína­rækt, geit­fjár­rækt, hross­a­rækt, jarðrækt, loðdýra­rækt, naut­griparækt, sauðfjár­rækt og skóg­ar­fram­leiðsla.

Land­búnaður er jafn­framt ein stærsta at­vinnu­grein­in í Norðvest­ur­kjör­dæmi og því skipt­ir miklu máli fyr­ir okk­ur sem þar búa hvernig um­gjörð stjórn­valda um mála­flokk­inn er háttað. Í nú­ver­andi skipt­ingu ráðuneyta deila sjáv­ar­út­veg­ur og land­búnaður heim­ili. Það er að vissu leyti skilj­an­legt þar sem báðar at­vinnu­grein­arn­ar eiga margt sam­eig­in­legt eins og að stuðla að mat­væla­fram­leiðslu. Þó virðist þessi sam­búð þeirra hafa orðið til þess að land­búnaður­inn hafi því miður gleymst, a.m.k. að hann hafi ekki fengið þá at­hygli og þá þyngd inn­an ráðuneyt­is­ins sem hon­um ber. Sú ákvörðun um sam­eig­in­legt sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyti er, eins og öll önn­ur verk okk­ar, ekki meitluð í stein og henni er vel hægt að breyta sé fyr­ir því vilji. Sá sem tek­ur við mála­flokki land­búnaðar­ins á næsta kjör­tíma­bili mun mæta mörg­um áskor­un­um og krefj­andi verk­efn­um, og að okk­ar mati er gríðarlega mik­il­vægt að mála­flokk­ur­inn fái þá at­hygli sem hon­um svo sann­ar­lega ber. Því telj­um við að sú skipt­ing ráðuneyta sem nú er viðhöfð verði breytt og aft­ur verði komið á sér­stöku land­búnaðarráðuneyti með sér­stök­um ráðherra. Íslensk­ur land­búnaður á það skilið.

Land­búnaður og sjáv­ar­út­veg­ur skipta höfuðmáli fyr­ir fæðu- og mat­væla­ör­yggi Íslend­inga, en vegna þess hve harðbýlt er á Íslandi þurfa þess­ar at­vinnu­grein­ar tölu­vert meiri stuðning en á suðlæg­ari svæðum. Einnig eru ís­lensku búfjár­stofn­arn­ir viðkvæm­ir fyr­ir sjúk­dóm­um vegna marga alda ein­angr­un­ar, en það hef­ur einnig stuðlað að miklu heil­brigði ís­lenskra dýra sem og minni þörf á lyfja­notk­un í land­búnaði. Á Íslandi er lyfja­notk­un­in í land­búnaði sú minnsta í heim­in­um. Á síðasta ári kom ber­sýni­lega í ljós hversu viðkvæm staða okk­ar get­ur verið þegar flutn­ing­ur milli landa raskaðist veru­lega í kjöl­far Covid-19. Heims­far­ald­ur­inn varð til þess að inn­flutn­ing­ur og út­flutn­ing­ur vara var óstöðugur og þar kom mik­il­vægi þess að lönd tryggi eig­in mat­væla­fram­leiðslu vel í ljós.

Við vilj­um viðhalda sterk­um land­búnaði sem lands­menn geta treyst á. Íslensk­ur land­búnaður á að vera sterk­ur og unn­inn með sjálf­bærni að leiðarljósi. Það er mik­il­vægt fyr­ir um­hverfið, fyr­ir fæðuör­yggið, fyr­ir byggðirn­ar, fyr­ir neyt­end­ur og fyr­ir framtíðina.

Framtíðar­sýn land­búnaðar­ins verður að vera okk­ur öll­um skýr og við vilj­um tryggja það að hann fái aukna at­hygli hjá næstu rík­is­stjórn. Það ger­um við m.a. með nýju öfl­ugu ráðuneyti land­búnaðar­mála.

Stefán Vagn Stefánsson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, varaþing­menn Fram­sókn­ar og sitja í 1. og 2. sæti á lista flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. júní 2021.