Categories
Greinar

Jákvæð teikn á lofti í menntamálum

Deila grein

03/07/2018

Jákvæð teikn á lofti í menntamálum

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er lögð sér­stök áhersla á mennta­mál og upp­bygg­ingu á því sviði. Þar hef­ur margt áunn­ist og við erum þegar far­in að sjá vís­bend­ing­ar um ár­ang­ur ým­issa verk­efna sem hrundið var af stað í vet­ur.

Iðn- og verk­nám
Fyrst má nefna það mark­mið okk­ar að efla iðn-, starfs- og verk­nám. Þar er stefna okk­ar að styrkja ut­an­um­hald með verk- og starfsþjálf­un nem­enda og ein­falda aðgengi þeirra að nám­inu. Niður­fell­ing efn­is­gjalda var skref í þá átt. Mik­il­vægt er einnig að kynna bet­ur þá náms- og starfs­kosti sem eru í boði. Sú vinna fer einkar vel af stað og sem dæmi hef­ur inn­rituðum nem­end­um á verk- og starfs­náms­braut­um fram­halds­skóla fjölgað um 33% frá fyrra ári. Kost­ir verk- og starfs­mennt­un­ar eru ótví­ræðir og mik­il eft­ir­spurn er eft­ir fólki með slíka mennt­un á ýms­um sviðum at­vinnu­lífs­ins. Þessi þróun er því mjög ánægju­leg.

Kenn­ara­starfið
Annað brýnt verk­efni okk­ar er styrkja alla um­gjörð í kring­um kenn­ara og auka nýliðun í stétt­inni. Við tók­um í vor við til­lög­um um aðgerðir þar að lút­andi. Verið er að kostnaðarmeta þær þessa dag­ana og ráðgert að í haust muni liggja fyr­ir tíma­sett aðgerðaáætl­un um nýliðun kenn­ara á öll­um skóla­stig­um. Í því sam­hengi er gleðilegt að fá frétt­ir um aukna aðsókn í kenn­ara­nám, bæði í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri, þar sem aukn­ing­in er 53% í grunn­nám í kenn­ara­deild, og við Há­skóla Íslands, þar sem um­sókn­um um grunn­skóla­kenn­ara­nám fjölgaði um 6% og leik­skóla­kenn­ara­nám um 60%. Við höf­um unnið öt­ul­lega í góðu sam­starfi við hagaðila að því að kynna kenn­ara­námið og það er að skila ár­angri.

Brott­hvarf
Aðgerðir gegn brott­hvarfi nem­enda úr fram­halds­skól­um er þriðja stóra verk­efnið sem ég vil tæpa á hér. Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið vinn­ur að stöðuskýrslu í sér­stöku brott­hvarfs­verk­efni þar sem verið er að greina gögn og koma með til­lög­ur að áhersl­um sem nýta má til frek­ari stefnu­mót­un­ar. Reiknað er með að hún verði til­bú­in um miðjan júlí. Niður­stöður út­reikn­inga á ár­legu ný­nem­a­brott­hvarfi sýna að það hef­ur minnkað miðað við gögn síðustu þriggja ára og er það vel. Fjöl­marg­ar aðgerðir hafa þegar verið sett­ar af stað til að sporna við brott­hvarfi, m.a. auk­in fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins, betri kort­lagn­ing á brott­hvarfs­vand­an­um og verk­efni er teng­ist efl­ingu geðheil­brigðisþjón­ustu.

Það eru því ýmis já­kvæð teikn á lofti þegar við skoðum stöðuna í ís­lensk­um mennta­mál­um. Eitt það mik­il­væg­asta tel ég þann áhuga og sam­vinnu­vilja sem ég skynja á ferðum mín­um og fund­um – ég hef eng­an hitt enn sem ekki hef­ur skoðun á skóla- og mennta­mál­um. Enda snerta mennta­mál okk­ur öll og ekki síst þegar horft er til þess sam­fé­lags sem við vilj­um skapa okk­ur til framtíðar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Höf­und­ur er mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. júlí 2018.