Categories
Greinar

Jöfn tækifæri til tónlistarnáms

Deila grein

10/12/2018

Jöfn tækifæri til tónlistarnáms

Tón­list­ar­líf á Íslandi hef­ur átt mik­illi vel­gengni að fagna og vor­um við minnt á það ný­lega á degi ís­lenskr­ar tón­list­ar sem hald­inn var hátíðleg­ur 6. des­em­ber síðastliðinn. Öflugt tón­list­ar­nám legg­ur grunn­inn að og styður við skap­andi tón­list­ar- og menn­ing­ar­líf í land­inu en ný­verið var und­ir­ritað sam­komu­lag rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna um stuðning við tón­list­ar­nám til árs­loka 2021. Mark­miðið er að jafna aðstöðumun nem­enda til tón­list­ar­náms á fram­halds­stigi og söngnám á mið- og fram­halds­stigi og festa fjár­mögn­un náms­ins bet­ur í sessi. Ljóst er að um veiga­mikið skref er að ræða en grunn­fjár­hæð fram­lags rík­is­ins er 545 millj­ón­ir kr. á árs­grund­velli sem greiðist til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­lag­anna sem ann­ast út­hlut­an­ir fram­lag­anna. Á móti skuld­binda sveit­ar­fé­lög­in sig til að taka tíma­bundið yfir verk­efni frá ríki sem nema 230 millj­ón­um kr. á ári og sjá til þess að fram­lag renni til kennslu þeirra nem­enda sem inn­ritaðir eru í viður­kennda tón­list­ar­skóla án til­lits til bú­setu. Sam­komu­lagið er um­fangs­mikið en það snert­ir 33 viður­kennda tón­list­ar­skóla víða um land en þar stunda nú um 600 nem­end­ur nám á fram­halds­stigi.Það skipt­ir máli fyr­ir tón­list­ar­lífið í land­inu að um­gjörðin sé sterk og innviðir góðir. Á síðasta ári var gerð út­tekt á veltu ís­lenskr­ar tón­list­ar fyr­ir Sam­tón, ÚTÓN og at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið. Úttekt­in var unn­in af dr. Mar­gréti Sigrúnu Sig­urðardótt­ur og Erlu Rún Guðmunds­dótt­ur. Helstu niður­stöður eru þær að heild­ar­tekj­ur ís­lenska tón­list­ariðnaðar­ins á ár­un­um 2015-2016 voru um það bil 3,5 millj­arðar kr., auk 2,8 millj­arða kr. í af­leidd­um gjald­eyris­tekj­um til sam­fé­lags­ins vegna komu tón­list­ar­ferðamanna til lands­ins. Þá stend­ur lif­andi flutn­ing­ur á tónlist und­ir tæp­lega 60% af heild­ar­tekj­um ís­lenskr­ar tón­list­ar á meðan hljóðrituð tónlist og höf­und­ar­rétt­ur nema hvort um sig 20%. Að auki sýn­ir út­tekt­in að lif­andi flutn­ing­ur er mik­il­væg­asta tekju­lind sjálfra tón­list­ar­mann­anna á meðan plötu­sala hef­ur dreg­ist sam­an.

Það er mik­il­vægt að halda áfram að styrkja um­gjörð skap­andi greina í land­inu. Ný­und­ir­ritað sam­komu­lag um tón­list­ar­nám skipt­ir sköp­um á þeirri veg­ferð og mun gera fleir­um kleift að stíga sín fyrstu skref í tónlist um land allt. Að auki hafa verið stig­in mik­il­væg skref í upp­bygg­ingu menn­ing­ar­húsa á lands­byggðinni en þau hafa haft ótví­ræð já­kvæð marg­feld­isáhrif á tón­list­ar- og menn­ing­ar­líf bæja og nærsam­fé­laga. Við vilj­um að all­ir lands­menn geti notið lista og menn­ing­ar og tekið virk­an þátt í slíku starfi.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. desember 2018.