Categories
Greinar

Kjálki alheimsins

Deila grein

12/11/2022

Kjálki alheimsins

Vest­fjarðakjálk­inn er stór­brot­inn í alla staði. Í vik­unni heim­sótti ég Vest­f­irði til þess að eiga sam­tal við heima­menn um tæki­færi svæðis­ins, sér í lagi á sviði ferðaþjón­ustu og menn­ing­ar­mála. Með til­komu nýs menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is fyrr á ár­inu urðu tíma­bær­ar breyt­ing­ar að veru­leika. Í fyrsta sinn heyra þannig menn­ing, ferðaþjón­usta og viðskipti und­ir einn og sama fagráðherr­ann. Mála­flokk­arn­ir flétt­ast sam­an með ýmsu móti hring­inn í kring­um landið.

Sem at­vinnu­veg­ir skapa þess­ir mála­flokk­ar gríðarleg verðmæti fyr­ir þjóðarbúið. Þannig verða rúm­lega 40% af gjald­eyris­tekj­um þjóðar­inn­ar til í gegn­um ferðaþjón­ustu svo dæmi sé tekið. Með réttu hef­ur ferðaþjón­ust­an stund­um verið kölluð stærsta sjálfsprottna byggðaaðgerð Íslands­sög­un­ar en störf­um í grein­inni hef­ur fjölgað gríðarlega á fáum árum, en tugþúsund­ir starfa í grein­inni.

Einn af lær­dóm­um heims­far­ald­urs­ins var hversu mik­il­vægt það var að taka vel utan um ferðaþjón­ust­una og styðja fólk og fyr­ir­tæki í grein­inni í gegn­um far­ald­ur­inn. Stjórn­völd gripu strax til um­fangs­mik­illa aðgerða með það að mark­miði að verja þá þekk­ingu, reynslu og innviði sem eru ferðaþjón­ust­unni nauðsyn­leg­ir í viðspyrnu henn­ar eft­ir far­ald­ur­inn. Kröft­ug viðspyrna grein­ar­inn­ar í ár á meðal ann­ars stærst­an þátt í því að af­koma rík­is­sjóðs verður rúm­um 60 millj­örðum betri í ár en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir.

Það er því mik­il­vægt að hlúa að ferðaþjón­ustu og menn­ingu með mark­viss­um hætti um allt land í sam­starfi við heima­menn á hverju svæði fyr­ir sig. Það er uppörv­andi að finna fyr­ir þeirri bjart­sýni sem rík­ir hjá aðilum í þess­um grein­um á Vest­fjörðum. Vest­f­irðir voru til að mynda efst­ir á lista yfir svæði, borg­ir eða lönd til að heim­sækja árið 2022 í ár­legu vali hin virta ferðabóka­út­gef­anda Lonely Pla­net. Mý­mörg tæki­færi fel­ast í viðkenn­ingu sem þess­ari, sem get­ur reynst mik­il lyfti­stöng fyr­ir ferðaþjón­ustu og menn­ingu á svæðinu sem og fyr­ir Ísland sem áfangastað.

Má segja að val Lonely Pla­net hafi strax haft áhrif en ferðaþjón­ustuaðilar láta vel af aðsókn ferðamanna til Vest­fjarða í sum­ar. Dreif­ing ferðamanna um landið er mik­il­væg og það er sam­eig­in­legt verk­efni rík­is, sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu að nýta tæki­færi líkt og þetta til að stuðla að fleiri heim­sókn­um ferðamanna til Vest­fjarða og annarra kald­ari ferðamanna­svæða utan há­anna­tíma. Til að svo megi verða þarf meðal ann­ars að treysta innviði og tryggja greiðar vega­sam­göng­ur að helstu nátt­úruperl­um yfir vetr­ar­tím­ann, hvetja til fjár­fest­inga í hót­el­um og afþrey­ingu ásamt því að vinna mark­visst með sér­stöðu hvers svæðis fyr­ir sig.

Það er til mik­ils að vinna ef rétt er haldið á spil­um. Ég mun leggja mig alla fram við að vinna náið með hagaðilum til að stuðla að vexti ferðaþjón­ustu um allt land og að fleiri geti starfað við grein­ina á árs­grund­velli.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 12. nóvember 2022.