Categories
Greinar

Kvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú

Deila grein

15/06/2019

Kvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú

Mark­mið Kvenna­hlaups­ins er að hvetja kon­ur á öll­um aldri til auk­inn­ar heilsu­efl­ing­ar og til frek­ari þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Það hef­ur sann­ar­lega mælst vel fyr­ir og því til stuðnings seg­ir það sitt að Kvenna­hlaupið hef­ur lengi verið stærsti ein­staki íþróttaviðburður­inn á Íslandi. Þátt­taka í hlaup­inu hef­ur auk­ist jafnt og þétt og ár hvert hlaupa þúsund­ir kvenna um allt land og njóta þess að hreyfa sig sam­an. Dæt­ur, mæður, frænk­ur, syst­ur og vin­kon­ur taka þátt og þar eru börn, ung­menni og karl­ar einnig vel­kom­in.

Kvenna­hlaupið sam­ein­ar tvo mik­il­væga þætti í lífi okk­ar allra – sam­veru og hreyf­ingu. Þar er hvatt til sam­stöðu kvenna og að hver njóti þess að hreyfa sig á sín­um for­send­um og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vin­um. Ljóst er að kon­ur eru meira áber­andi á vett­vangi íþrótt­anna nú en fyr­ir 30 árum, hróður ís­lenskra íþrótta­kvenna eykst og þær hafa náð frá­bær­um ár­angri á heimsvísu, og marg­ar kon­ur eru nú í for­svari fyr­ir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lend­is. Áfram­hald­andi hvatn­ing og vit­und­ar­vakn­ing um heilsu­efl­ingu er okk­ur öll­um mik­il­væg. Við ætt­um að nýta öll slík tæki­færi, ekki síst þegar þau stuðla að slík­um sam­ein­ing­ar­krafti og henta þátt­tak­end­um á öll­um aldri.

Ég vil þakka þeim fjöl­mörgu sem komið hafa að Kvenna­hlaup­un­um þessa þrjá ára­tugi og tekið þátt í skipu­lagn­ingu þeirra víða um land og er­lend­is. Fjölda­marg­ir sjálf­boðaliðar hafa lagt verk­efn­inu lið og tekið þátt í að skapa skemmti­lega stemn­ingu fyr­ir þátt­tak­end­ur. Án þeirra hefði hlaupið ekki blómstrað eins og raun ber vitni. Ég óska þátt­tak­end­um og aðstand­end­um hjart­an­lega til ham­ingju með þessi merku tíma­mót og hlakka til að taka þátt í Kvenna­hlaup­um framtíðar­inn­ar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. júní 2019.