Categories
Greinar

Kvikmyndir framtíðarinnar

Deila grein

11/05/2020

Kvikmyndir framtíðarinnar

Kvik­mynda­gerð á Íslandi hef­ur ávallt ein­kennst af ástríðu. Dríf­andi frum­kvöðlar ruddu braut­ina og á þeirra vinnu er nú ris­in glæsi­leg at­vinnu­grein, sem ekki aðeins styrk­ir menn­ingu í land­inu og gleður hjartað held­ur býr til gott orðspor og skap­ar þúsund­ir starfa. Þótt langt sé liðið frá brautryðjand­a­starfi Óskars Gísla­son­ar, Lofts Guðmunds­son­ar, Vig­fús­ar Sig­ur­geirs­son­ar og fleiri hef­ur heild­stæð kvik­mynda­stefna fyr­ir Ísland ekki verið mótuð hér­lend­is fyrr en nú. Vinna við gerð slíkr­ar stefnu til árs­ins 2030 hófst á síðasta ári og er nú á loka­metr­un­um. Þar birt­ist metnaðarfull og raun­sæ framtíðar­sýn.

Af litl­um neista

Kvik­mynda­menn­ing á Íslandi hef­ur þró­ast hratt á síðustu ára­tug­um. Neyt­end­ur hafa orðið kröfu­h­arðari, gæðin hafa auk­ist og kvik­myndað efni sem bygg­ist á ís­lensk­um sög­um fær sí­fellt meiri dreif­ingu hjá alþjóðleg­um streym­isveit­um og miðlum.Fyr­ir ligg­ur að COVID-19-heims­far­ald­ur­inn hef­ur haft ómæld efna­hags­leg áhrif um all­an heim. Þar hafa menn­ing og list­ir tekið á sig stórt högg, ekki síst vegna aðgerða sem hamla miðlun list­ar og menn­ing­ar. Stjórn­völd hafa brugðist við með marg­vís­leg­um hætti, svo list- og verðmæta­skap­andi fólk geti sinnt sinni köll­un og starfi. Einn liður í því er 120 millj­óna viðbótar­fram­lag í Kvik­mynda­sjóð, sem skap­ar grund­völl til að setja ný og spenn­andi verk­efni af stað og þannig sporna við sam­drætti í at­vinnu­grein­inni. Slík­ur neisti get­ur haft gríðarleg áhrif, skapað fjár­fest­ingu til framtíðar, menn­ing­ar­auð og fjölda starfa.

Fram­leiðsla á vönduðu ís­lensku efni skil­ar sér í aukn­um út­flutn­ings­tekj­um, auk­inni sam­keppn­is­hæfni Íslands og fleiri alþjóðleg­um sam­starf­stæki­fær­um. Marg­ir ferðamenn hafa ein­mitt heim­sótt Ísland ein­göngu vegna ein­stakr­ar nátt­úru­feg­urðar og menn­ing­ar sem birt­ist í kvik­mynd­um og sjón­varpsþátt­um víða um ver­öld. Ávinn­ing­ur­inn af slík­um heim­sókn­um er mik­ill og sam­kvæmt hag­töl­um eru skatt­tekj­ur af þeim mæld­ar í tug­um millj­arða. Þegar ferðalög milli landa verða aft­ur heim­il munu kvik­mynda­ferðalang­ar aft­ur mæta til leiks.

Upp­tökustaður nú og til framtíðar

Yfir 15 þúsund manns starfa við menn­ingu, list­ir og skap­andi grein­ar á Íslandi eða tæp­lega 8% vinnu­afls. Þar af starfa á fjórða þúsund manns við kvik­mynda­gerð með ein­um eða öðrum hætti, og hef­ur at­vinnu­grein­in þre­faldað ár­sveltu sína á ein­um ára­tug. Stjórn­völd fjár­festu í grein­inni fyr­ir tæpa 2 millj­arða í fyrra, auk þess sem gott end­ur­greiðslu­kerfi laðar er­lenda fram­leiðend­ur til lands­ins. End­ur­greiðslur vegna fram­leiðslu­kostnaðar sveifl­ast nokkuð milli ára og nam í fyrra um 1,1 millj­arði króna. Ólíkt öðrum út­gjöld­um fel­ast góð tíðindi í auk­inni end­ur­greiðslu, því hún eykst sam­hliða auk­inni veltu grein­ar­inn­ar – rétt eins og hrá­efn­is­kostnaður í fram­leiðslu hækk­ar með auk­inni vöru­sölu. Það eru góðar frétt­ir, en ekki slæm­ar.Árang­ur Íslands í bar­átt­unni gegn COVID-19 hef­ur vakið at­hygli víða og meðal ann­ars náð aug­um stærstu kvik­mynda­fram­leiðenda heims. Er­lend­ir fjöl­miðlar hafa m.a. greint frá því, að sjálft Hollywood líti nú sér­stak­lega til þeirra landa sem hafa haldið far­aldr­in­um í skefj­um. Raun­ar er staðan sú, að nán­ast öll sjón­varps- og kvik­mynda­fram­leiðsla hef­ur verið sett á ís nema í Suður-Kór­eu og á Íslandi. Fram­leiðend­ur hafa þegar haf­ist handa og nú standa yfir tök­ur á nýrri þáttaröð fyr­ir Net­flix hér á landi, und­ir stjórn Baltas­ars Kor­máks. Þetta eru gleðitíðindi!

Fjög­ur mark­mið, tíu aðgerðir

Með fyrstu heild­stæðu kvik­mynda­stefn­unni er vörðuð raun­sæ en metnaðarfull braut sem mun styðja við vöxt og alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­gerðar á Íslandi. Mark­miðin eru fjög­ur. Í fyrsta lagi að hlúa að kvik­mynda­menn­ingu, styrkja ís­lenska tungu og efla miðlun menn­ing­ar­arfs. Í öðru lagi vilj­um við styrkja fram­leiðslu og innviði kvik­mynda­gerðar. Í þriðja lagi á að efla alþjóðleg tengsl og alþjóðlega fjár­mögn­un ásamt kynn­ingu á Íslandi sem tökustað. Og síðast en ekki síst er stefnt að efl­ingu kvik­mynda­læsis og kvik­mynda­mennt­un­ar sem nái upp á há­skóla­stig. Hverju mark­miði kvik­mynda­stefn­unn­ar fylgja til­lög­ur að aðgerðum, kostnaðaráætl­un og ábyrgðaraðili sem á að tryggja fram­kvæmd og eft­ir­fylgni.Rík sagna­hefð Íslend­inga hef­ur skilað okk­ur hundruðum kvik­mynda, heim­ilda- og stutt­mynda, sjón­varpsþátta og öðru fjöl­breyttu efni á síðustu ára­tug­um. Ísland er orðið eft­ir­sótt­ur tökustaður og sí­fellt fleiri alþjóðleg­ar stór­mynd­ir eru fram­leidd­ar á Íslandi. Fjár­fest­ing í kvik­mynda­gerð er ekki bara gott viðskipta­tæki­færi held­ur einnig nauðsyn­legt afl í mót­un sam­fé­lags­ins. Íslensk kvik­mynda­gerð viðheld­ur og efl­ir ís­lenska tungu, leik­ur veiga­mikið hlut­verk í varðveislu menn­ing­ar­arfs­ins og efl­ir sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar. Fjár­fest­ing í þess­ari at­vinnu­grein mun því ávallt skila okk­ur ríku­lega til baka, á fleiri en einn veg.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. maí 2020.