Categories
Greinar

Menntun er lausnin

Deila grein

12/05/2020

Menntun er lausnin

Viðbrögð þjóða heims munu ráða mestu um það hverj­ar var­an­leg­ar af­leiðing­ar Covid-19 far­ald­urs­ins verða. Ástandið hef­ur sann­ar­lega þjappað þjóðum sam­an en það er afar brýnt að stjórn­völd haldi vöku sinni gagn­vart sam­fé­lags­hætt­unni sem blas­ir við. Þjóðfé­lags­hóp­ar eru mis­vel bún­ir und­ir höggið sem hlýst af ástand­inu. At­vinnu­leysi er mis­skipt eft­ir at­vinnu­grein­um og landsvæðum. Þeir sem búa við þröng­an kost eru lík­legri til að upp­lifa mikið álag á heim­il­um en þeir sem búa rúmt. Það blas­ir því við að fé­lags- og efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar far­ald­urs­ins geta aukið mis­réttið í sam­fé­lag­inu til fram­búðar. Það má ekki ger­ast!

Þetta hef­ur verið leiðarljósið í vinnu stjórn­valda fyr­ir náms­menn. Ráðist hef­ur verið í marg­vís­leg­ar aðgerðir sem miða að því að létta náms­mönn­um róður­inn í efna­hags­leg­um ólgu­sjó, en marg­ir þeirra upp­lifa nú mikið álag og áhyggj­ur af fram­færslu. Ýmsar til­slak­an­ir hafa verið gerðar hjá Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna. Fram­halds- og há­skól­arn­ir hafa lagað náms­mat að aðstæðunum og aukið ráðgjöf og þjón­ustu við nem­end­ur. Stjórn­völd hafa boðað þúsund­ir sum­arstarfa fyr­ir náms­menn og skól­arn­ir bjóða upp á sum­ar­nám til að koma til móts við nem­end­ur sem vilja nýta þann mögu­leika.

Þá hef­ur auknu fjár­magni verið veitt í Ný­sköp­un­ar­sjóð náms­manna, sem út­hlutaði ný­verið styrkj­um til 74 fjöl­breyttra verk­efna. Þessi verk­efni eru skemmti­leg og spenn­andi – allt frá snerti­hlust­un og sjó­veik­i­hermi til framtíðar­skóga – og breidd­in til marks um fjöl­breyti­leika ís­lenska mennta­kerf­is­ins og ný­sköp­un­ar­kraft stúd­enta. Ný­sköp­un­ar­verk­efni sem kom­ast á lagg­irn­ar fyr­ir til­stuðlan sjóðsins geta borið rík­an ávöxt og breyst í stærri og viðameiri tæki­færi fyr­ir náms­menn, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Þannig er sjóður­inn mik­il­væg brú fyr­ir at­vinnu­lífið og vís­inda­sam­fé­lagið.

Íslensk­ir náms­menn eru van­ir því að tak­ast á við krefj­andi verk­efni og leysa úr þeim. Þeir skila verk­efn­um, skrifa rit­gerðir, rann­saka sam­fé­lagið og skapa eitt­hvað nýtt. Þeir standa sam­an þegar á reyn­ir en fagna líka sam­an við kær­kom­in til­efni, svo sem út­skrift­ir. Þeir eru framtíð þessa lands og er fjöl­breyti­leiki og færni þeirra öðrum inn­blást­ur. Ein­mitt þess vegna er öfl­ugt mennta­kerfi svo mik­il­vægt. Mennta­kerfi sem rækt­ar sköp­un­ar­gáfu náms­manna, skap­ar jöfn tæki­færi fyr­ir ungt fólk og gegn­ir þannig jöfn­un­ar­hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Nauðsyn þess að fólk geti sótt sér mennt­un óháð bak­grunni eða efna­hag hef­ur á síðari tím­um sjald­an verið brýnni en nú. Kostnaður­inn af slík­um mark­miðum er um­tals­verður en þó marg­falt minni en kostnaður­inn sem hlýst af ójafn­rétti og mis­skipt­ingu. Fá­fræði sem hlýst af kerfi mis­skipt­ing­ar er skaðleg, bæði fyr­ir efna­hag sam­fé­laga, lífs­gæði og lýðræði.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. maí 2020.