Categories
Greinar

Lífi blásið í spítalann – staðreyndir um fjárveitingar til Landspítalans

Deila grein

08/01/2015

Lífi blásið í spítalann – staðreyndir um fjárveitingar til Landspítalans

Silja-Dogg-mynd01-vefFjárveitingar til heilbrigðiskerfisins hafa aukist verulega eftir mikinn niðurskurð á árunum eftir hrun. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á þessu ári og munu enn hækka á því næsta.

Á síðasta kjörtímabili nam niðurskurður á framlögum til Landspítalans tæplega 30 milljörðum króna. Uppsafnaður vandi er því mikill og verður ekki leystur í einni svipan. Uppbyggingin er hins vegar hafin líkt og eftirtaldar staðreyndir bera með sér:

  • Ríkisframlög til Landspítalans munu aukast enn frekar á árinu 2015 og nema 46 milljörðum króna. Um 50 milljarða með sértekjum.
  • Árlegt fé til tækjakaupa á Landspítalanum hefur fimmfaldast frá árinu 2012. 5,5 milljarðar hafa verið eyrnamerktir til tækjakaupa á Landspítalanum á tímabilinu 2014 til 2018.
  • Fjárveiting vegna hönnunar á nýjum Landspítala nemur tæpum 900 milljónum króna á árinu 2015.
  • Ríkisframlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á árinu 2014.
  • Um einum milljarði króna var veitt til jafnlaunaátaks á Landspítalanum á árinu 2014.

Landspítalinn er stærsta heilbrigðisstofnun landsins. Hann stóð af sér mikinn niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins en nú er uppbygging hafin að nýju.

landsspitali-fjarveitingar

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í DV 19. desember 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]