Categories
Greinar

Lói skapar gjaldeyristekjur

Deila grein

10/02/2019

Lói skapar gjaldeyristekjur

Íslensk tónlist hef­ur notið mik­ill­ar vel­gengni bæði hér­lend­is sem er­lend­is. Grunn­ur­inn að þeirri vel­gengni er metnaðarfullt tón­list­ar­nám um allt land í gegn­um tíðina, sem oft­ar en ekki er drifið áfram af fram­sýnu hug­sjóna­fólki. Þjóðin stend­ur í þakk­ar­skuld við ein­stak­linga sem hafa auðgað líf okk­ar með tón­list­inni og bæði gleður og sam­ein­ar.

Stjórn­völd hafa í gegn­um tíðina stutt við efl­ingu tón­list­ar­inn­ar bæði í gegn­um stuðning við mennt­un og svo sér­tæk­ar aðgerðir á borð við stofn­un Útflutn­ings­skrif­stofu ís­lenskr­ar tón­list­ar, Útflutn­ings­sjóðs, laga­setn­ingu um tíma­bundn­ar end­ur­greiðslur vegna hljóðrit­un­ar tón­list­ar og stofn­un Hljóðrita­sjóðs. Á síðasta ári var gerð hagrann­sókn á tekj­um tón­listar­fólks og hagrænu um­hverfi tón­list­ar­geir­ans á Íslandi. Helstu niður­stöður henn­ar voru að heild­ar­tekj­ur ís­lenska tón­list­ariðnaðar­ins á ár­un­um 2015-16 voru um það bil 3,5 millj­arðar kr., auk 2,8 millj­arða kr. í af­leidd­um gjald­eyris­tekj­um til sam­fé­lags­ins vegna komu tón­list­ar­ferðamanna til lands­ins. Ljóst er að þetta er um­fangs­mik­ill iðnaður á Íslandi sem drif­inn er áfram af sköp­un og hug­viti.

Sem gott dæmi um vöxt og metnað í tón­list­ar­starfi má nefna starf Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Norður­lands. Sam­hliða því að bjóða lands­mönn­um upp á glæsi­lega dag­skrá í hart­nær 25 ár hef­ur hljóm­sveit­in einnig tekið upp tónlist fyr­ir ýms­ar kvik­mynd­ir og sjón­varpsþætti í menn­ing­ar­hús­inu Hofi und­an­far­in ár. Í Hofi er búið að gera framúrsk­ar­andi aðstöðu til að vinna og fram­leiða slíka tónlist. Sem dæmi um verk sem tek­in hafa verið upp er tón­list­in fyr­ir kvik­mynd­ina Lói – þú flýg­ur aldrei einn, en það er eitt um­fangs­mesta tón­list­ar­verk­efni sem ráðist hef­ur verið í fyr­ir kvik­mynd hér á landi. Það er ótrú­lega verðmætt og mik­il viður­kenn­ing fyr­ir Ísland að okk­ar tón­listar­fólk hafi burði til að verða leiðandi í kvik­mynda­tónlist á heimsvísu ásamt því að laða til lands­ins hæfi­leika­ríkt fólk frá öll­um heims­ins horn­um.

Það er mik­il­vægt að halda áfram að styrkja um­gjörð skap­andi greina í land­inu. Stjórn­völd vilja að skap­andi grein­ar á Íslandi séu sam­keppn­is­hæf­ar og telja nauðsyn­legt að þær nái að dafna sem best. Mik­il­væg skref hafa verið stig­in í upp­bygg­ingu menn­ing­ar­húsa á lands­byggðinni en ljóst er að þau hafa sannað gildi sitt víða um land og haft ótví­ræð já­kvæð marg­feld­isáhrif á tón­list­ar- og menn­ing­ar­líf bæja og nærsam­fé­laga. Höld­um áfram veg­inn og styðjum við skap­andi grein­ar sem auðga líf okk­ar svo mjög.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­irmennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. febrúar 2019.