Categories
Greinar

Menning og ferðaþjónusta um allt land

Deila grein

27/09/2022

Menning og ferðaþjónusta um allt land

Með upp­stokk­un á stjórn­ar­ráði Íslands og til­komu nýs menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is urðu tíma­bær­ar breyt­ing­ar að veru­leika. Í fyrsta sinn heyra þannig menn­ing, ferðaþjón­usta og viðskipti und­ir einn og sama fagráðherr­ann. Mála­flokk­arn­ir eru um­svifa­mikl­ir en tugþúsund­ir starfa við menn­ingu, skap­andi grein­ar og ferðaþjón­ustu sem flétt­ast sam­an með ýmsu móti, auka aðdrátt­ar­afl Íslands og skapa gríðarleg verðmæti fyr­ir þjóðarbúið. Þannig nem­ur heild­ar­um­fang mála­flokka ráðuneyt­is­ins rúm­um 40% af lands­fram­leiðslu.

Það er því nauðsyn­legt að hlúa að þeim með mark­viss­um hætti um allt land í sam­starfi við heima­menn á hverju svæði fyr­ir sig. Í liðinni viku heim­sótti ég Aust­ur­land þar sem ég fundaði með full­trú­um sveit­ar­fé­laga og lands­hluta­sam­tak­anna ásamt for­ystu­fólki í menn­ing­ar­lífi og ferðaþjón­ustu og at­vinnu­lífi á svæðinu.

Heim­sókn­in var frá­bær í alla staði og ómet­an­leg fyr­ir mig sem ráðherra til að fá beint í æð hvernig lands­lagið horf­ir við fólki sem starfar í þess­um grein­um hvað lengst frá Reykja­vík og hvaða tæki­færi eru til þess að styrkja um­gjörð þeirra. Ferðaþjón­ust­an er stærsta sjálfsprottna byggðaaðgerð Íslands­sög­unn­ar en með henni hef­ur skap­ast fjöldi starfa um­hverf­is landið. Grein­in hef­ur átt stór­an þátt í að auka lífs­gæði okk­ar með ríku­legra mann­lífi, ný­stár­legu fram­boði af afþrey­ingu og góðum mat. Til þess að tryggja vöxt henn­ar á lands­byggðunum utan há­ann­ar þurfa stjórn­völd að halda áfram að styrkja um­gjörð henn­ar og stuðla að betri dreif­ingu ferðamanna.

Ákveðinn ár­ang­ur náðist af aðgerðum stjórn­valda í þá veru fyrr á þessu ári þegar þýska flug­fé­lagið Condor til­kynnti beint áætl­un­ar­flug til Eg­ilsstaða og Ak­ur­eyr­ar á næsta ári. Það er eitt já­kvætt skref af nokkr­um sem þarf að taka. Tryggja þarf greiðar vega­sam­göng­ur að helstu nátt­úruperl­um lands­byggðar­inn­ar yfir vetr­ar­tím­ann með nægj­an­legri vetr­arþjón­ustu. Stjórn­völd í sam­starfi við Sam­tök fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu þurfa að leiða sam­tal við fjár­mála­fyr­ir­tæk­in um aðgengi að láns­fjár­magni í ferðaþjón­ustu utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Skort­ur á slíku aðgengi virðist land­læg­ur vandi, meðal ann­ars hjá rót­grón­um ferðaþjón­ustuaðilum, sem vert er að skoða bet­ur. Halda þarf áfram að byggja upp innviði og gera Ak­ur­eyr­ar- og Eg­ilsstaðaflug­völl bet­ur í stakk búna til að taka á móti alþjóðlegu flugi ásamt því að huga ávallt að því að landið allt sé und­ir í alþjóðlegu markaðsstarfi á Íslandi sem áfangastað. Öflug menn­ing á lands­byggðunum styður við ferðaþjón­ust­una og öf­ugt og þar eru fjöl­mörg tæki­færi sem hægt er að virkja, meðal ann­ars með aukn­um stuðningi í kynn­ingu á söfn­um og menn­ing­ar­stofn­un­um. Hef ég þegar óskað eft­ir að þeirri vinnu verði ýtt úr vör.

Ég er bjart­sýn fyr­ir hönd þess­ara greina og ég hlakka til að vinna með öll­um lands­hlut­um að vexti þeirra.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 27. september 2022.