Categories
Greinar

Menntun fyrir alla

Deila grein

25/08/2020

Menntun fyrir alla

Fyrsti skóla­dag­ur vetr­ar­ins mark­ar nýtt upp­haf. Vet­ur­inn sem leið ein­kennd­ist af viljaþreki og sam­hug þeirra sem bera ábyrgð á skóla­starfi. Mennta­kerfið bar ár­ang­ur sem erfiði, og það tókst að út­skrifa alla ár­ganga í vor. Ég er full­viss um að það sem meðal ann­ars tryggði góðan ár­ang­ur síðasta vet­ur var sam­ráð og gott upp­lýs­ingaflæði. Á ann­an tug sam­ráðsfunda voru haldn­ir með lyk­ilaðilum mennta­kerf­is­ins, all­ir sýndu mikla ábyrgð og lögðu hart að sér við að tak­ast á við áskor­an­ir með fag­leg­um hætti.

Það er mik­il­vægt að halda áfram góðu sam­ráði til að tryggja ár­ang­ur. Fyr­ir helgi skrifuðu full­trú­ar lyk­ilaðila í starf­semi grunn­skól­anna und­ir sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um leiðarljós skól­anna. Þar lof­um við að gera allt hvað við get­um til að tryggja áfram skólastarf með um­hyggju, sveigj­an­leika og þraut­seigju að leiðarljósi.

Mark­miðið er að tryggja mennt­un en ekki síður ör­yggi. Því voru gefn­ar út leiðbein­ing­ar til skóla og fræðsluaðila, með það að mark­miði að auðvelda skipu­lagn­ingu skóla­starfs og sam­eig­in­leg­an skiln­ing á regl­um sem gilda. Með þeim er ít­rekuð sú ábyrgð sem hvíl­ir nú á skól­um og fræðsluaðilum; eft­ir­fylgni við sótt­varn­a­regl­ur með ör­yggi og vel­ferð nem­enda, kenn­ara og starfs­fólks að leiðarljósi. Ábyrgð sem hvíl­ir á fram­halds- og há­skóla­nem­end­um er ekki síður mik­il. Ein­stak­lings­bundn­ar sótt­varn­ir vega þungt í bar­átt­unni og jafn­framt þurf­um við að sýna hvert öðru til­lits­semi og virðingu.

Vissu­lega urðu trufl­an­ir á skóla­starfi í vet­ur. Áskor­an­ir mæta okk­ur á nýju skóla­ári en munu þó ekki slá tón­inn fyr­ir kom­andi vet­ur. Reynsl­unni rík­ari ætl­um við að láta skóla­starfið ganga eins vel og hægt er. Vellíðan nem­enda, fé­lags­leg virkni og vel­ferð þeirra til lengri tíma er efst á for­gangslista sam­fé­lags­ins. Víða um heim hafa börn ekki kom­ist í skóla í hálft ár og marg­ir ótt­ast var­an­leg áhrif á sam­fé­lög. Því er það sett í for­gang á Íslandi að hlúa að vel­ferð nem­enda. Sam­kvæmt samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi barns­ins eiga öll börn rétt á mennt­un.

Ljóst er að ís­lenska mennta­kerfið vann af­rek síðastliðinn vet­ur; skól­ar héld­ust opn­ir og nem­end­ur náðu flest­ir sín­um mark­miðum. Nú höf­um við öll eitt sam­eig­in­legt mark­mið; að standa vörð um skóla­kerfið okk­ar og sækja fram til að tryggja framúrsk­ar­andi mennt­un á öll­um skóla­stig­um. Kynnt verður til­laga til þings­álykt­un­ar um mennta­stefnu til árs­ins 2030 á haustþingi, þar sem mennt­un lands­manna er í önd­vegi. Mennta­stefn­an er afrakst­ur mik­ill­ar sam­vinnu allra helstu hagaðila. Það er til­hlökk­un að kynna hana og ég full­yrði að öfl­ugt mennta­kerfi mun vera lyk­ilþátt­ur í því að efla sam­keppn­is­hæfni þjóðar­inn­ar. Til að mennta­kerfið sé öfl­ugt, þarf það að vera fjöl­breytt og hafa í boði nám við hæfi hvers og eins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. ágúst 2020.