Categories
Greinar

Nýr Mennta­sjóður náms­manna: Stærsta hags­muna­málið í ára­tugi

Deila grein

01/07/2020

Nýr Mennta­sjóður náms­manna: Stærsta hags­muna­málið í ára­tugi

Til­gangur stjórn­málanna er að breyta rétt og bæta sam­fé­lagið þar sem hið lýð­ræðis­lega um­boð verður til. Fram kemur í stjórnar­sátt­mála ríkis­stjórnarinnar að ráðist verði í endur­skoðun náms­lána­kerfisins, þar sem lögð er á­hersla á jafn­rétti til náms, skil­virkni og náms­styrkja­kerfi að nor­rænni fyrir­mynd. Öll þessi fyrir­heit hafa verið efnd í nýjum Mennta­sjóði náms­manna en ný lög, nr. 60/2020, taka gildi í dag.

Jafn­rétti til náms

Lögin fela í sér grund­vallar­breytingar á stuðningi við náms­menn. Fjár­hags­staða nem­enda verður betri og skulda­staða þeirra að loknu námi mun síður ráðast af fjöl­skyldu­að­stæðum. Ein leið til að ná þessu fram var að tryggja barna­styrkinn sem lögin kveða á um – for­eldrar í námi fá fjár­styrk en ekki lán til að fram­fleyta börnum sínum. Nýja kerfið miðar að því að jafna stuðning og dreifingu styrkja ríkisins til náms­manna sem taka náms­lán. Sér­stak­lega verður hugað að hópum sem reynst hefur erfiðara að sækja nám s.s. ein­stæðum for­eldrum, fjöl­skyldu­fólki og náms­mönnum utan höfuð­borgar­svæðisins. Með þessari kerfis­breytingu viljum við auka gagn­sæi, fyrir­sjáan­leika og skipta gæðum með jafnari og rétt­látari hætti milli náms­manna.

Af­nám á­byrgða­manna­kerfisins

Ný lög boða einnig af­nám á­byrgðar­manna­kerfisins. Á­byrgð á­byrgðar­manns á náms­lánum teknum í tíð eldri laga falla niður sé lán­þegi í skilum við Lána­sjóð ís­lenskra náms­manna, LÍN, og ekki á van­skila­skrá. Þetta er gríðar­lega mikið hags­muna­mál fyrir marga í ís­lensku sam­fé­lagi. Það er mikil­vægt að allir hafi jöfn tæki­færi til menntunar og geti fundið nám við sitt hæfi.

Aukin skil­virkni og bestu kjör

Þá er jafn­framt inn­byggður mikill hvati til bættrar náms­fram­vindu með 30% niður­færslu á höfuð­stól og verð­bótum ef námi er lokið innan til­tekins tíma. Enn fremur munu náms­menn njóta bestu láns­kjara ríkis­sjóðs Ís­lands og náms­að­stoðin, lán og styrkir, verða undan­þegin lögum um stað­greiðslu opin­berra gjalda. Heimilt verður að greiða út náms­lánin mánaðar­lega og lán­þegar geta valið hvort lánin séu verð­tryggð eða ó­verð­tryggð. Þessi mikil­vægu lög munu því stuðla mark­visst að betra nýtingu fjár­muna, aukinni skil­virkni og þjóð­hags­legum á­vinningi fyrir sam­fé­lagið.

Aukinn sveigjan­leiki á tímum CO­VID-19

Á vanda­sömum tímum er mikil­vægt að tryggja vel­líðan nem­enda og standa vörð um mennta­kerfið okkar. Á tímum CO­VID-19 sýndi LÍN skjót og sveigjan­leg við­brögð með hags­muni nem­enda að leiðar­ljósi. Þessi við­horf verða á­fram í há­vegum höfð í nýjum Mennta­sjóði. Búið er að hrinda í fram­kvæmd nýju náms­styrkja­kerfi sem er að nor­rænni fyrir­mynd. Með nýjum lögum er verið að sinna til­gangi stjórn­málanna, þ.e. að breyta rétt, bæta sam­fé­lagið og standa við fyrir­heit stjórnar­sátt­málans.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní 2020.