Categories
Greinar

Orkuskortur – sorgleg staða sem varðar okkur öll

Deila grein

31/01/2022

Orkuskortur – sorgleg staða sem varðar okkur öll

Und­an­farn­ar vik­ur höf­um við fengið frétt­ir af yf­ir­vof­andi orku­skorti hér á landi. Í des­em­ber fengu fiski­mjöls­verk­smiðjur þá til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un að ekki væri hægt að veita þeim hreina raf­orku í upp­hafi loðnu­vertíðar. Þær neyðast til að skipta yfir í óákjós­an­lega orku­gjafa, eins og olíu, með til­heyr­andi kostnaði og um­hverf­isáhrif­um. Áætlað er að um 20 millj­ón­um lítra af olíu verði brennt á yf­ir­stand­andi vertíð.

Neyðarkall

Á þriðju­dag­inn í síðustu viku sendu um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið og Orku­stofn­un neyðarkall til ís­lenskra raf­orku­fram­leiðenda. Óskað var eft­ir auk­inni orku­fram­leiðslu um­fram þær skuld­bind­ing­ar sem áður höfðu verið gerðar. Of­an­greint neyðarkall varðar hús­hit­un á köld­um svæðum því vegna raf­orku­skorts búa t.d Orku­bú Vest­fjarða og RARIK sig und­ir að brenna millj­ón­um lítra af olíu á næstu mánuðum til þess að tryggja hús­hit­un á Vest­fjörðum og á Seyðis­firði. Þessu fylg­ir tölu­verður kostnaður fyr­ir íbúa og fyr­ir­tæki þess­ara svæða. Og nú ber­ast fregn­ir af því að til standi að skerða raf­orku til ferj­unn­ar Herjólfs og mun ol­íu­notk­un skips­ins þá marg­fald­ast.

Þetta er sorg­leg og ótrú­leg staða sem við eig­um ekki að þurfa að búa við sem ís­lensk þjóð með all­ar okk­ar end­ur­nýj­an­legu orku­auðlind­ir. Þetta get­ur ekki verið svona til fram­búðar. Þetta er ástand sem við vilj­um ekki búa við, svo ein­falt er það.

Ástandið er al­var­legt

Staðan í orku­mál­um er al­var­leg og kom meg­inþorra lands­manna lík­leg­ast veru­lega á óvart. Þessi staða hef­ur hins veg­ar haft sinn aðdrag­anda. Landsnet varaði í skýrslu um afl- og orku­jöfn­um 2019-2023 við mögu­leg­um aflskorti árið 2022. Þar var bent á að á tíma­bil­inu myndi ekki nægi­lega mikið af nýj­um orku­kost­um bæt­ast inn á kerfið til að duga fyr­ir sí­vax­andi eft­ir­spurn eft­ir raf­magni sam­kvæmt raf­orku­spá.

Skilj­an­lega spyrja lands­menn sig; hvað kem­ur til? Hvernig end­ar þjóð, sem er þekkt fyr­ir sjálf­bæra hreina orku, í ástandi sem þessu? Staðreynd­in er sú að mörg ljón eru á veg­in­um. Nauðsyn­legt er að kljást við þau til að leysa orku­mál, tryggja orku­ör­yggi og hag­sæld þjóðar­inn­ar. Tryggja þarf nægt fram­boð af grænni orku fyr­ir heim­il­in í land­inu, at­vinnu­lífið og orku­skipt­in. Upp á síðkastið hef­ur í umræðunni verið rætt um hvort þörf sé á meiri raf­orku fyr­ir orku­skipt­in. Ég spyr, hvernig get­ur verið að ekki þurfi meiri orku fyr­ir orku­skipt­in þegar svo lítið má út af bera til að ekki sé næg raf­orka fyr­ir nú­ver­andi not­end­ur?

Glöt­um bæði orku og tæki­fær­um

Styrk­ing flutn­ings­kerf­is raf­orku þolir enga bið. Í viðtali við fjöl­miðla áætlaði for­stjóri Landsnets að ork­an sem tap­ast í flutn­ings­kerf­inu á hverju ári sam­svari af­kasta­getu Kröflu­virkj­un­ar sök­um ann­marka flutn­ings­kerf­is­ins. Á hverju ári tap­ast millj­arðar króna vegna þess og enn meira vegna glataðra at­vinnu og upp­bygg­ing­ar­tæki­færa um allt land.

Í dag er verið að leggja nýj­ar raflín­ur á hinum ýmsu stöðum. Þó eru sum­ir hlut­ar kerf­is­ins hátt í 50 ára gaml­ir og því er aug­ljóst að þörf er á bráðnauðsyn­legri upp­færslu. Sí­fellt fleiri gíga­vatt­stund­ir tap­ast á þenn­an hátt og í fyrra var talið að um 500 gíga­vatt­stund­ir hefðu glat­ast sök­um ann­marka flutn­ings­kerf­is­ins. Það sam­svar­ar meðal­orku­notk­un 100.000 heim­ila, sem eru tveir þriðju allra heim­ila á Íslandi. Sér­fræðing­ar telja þá tölu ein­ung­is fara vax­andi í óbreyttu ástandi. Af þessu er ljóst að bregðast þarf hratt við. Viðfangs­efnið er stórt en ekki óyf­ir­stíg­an­legt.

Tími aðgerða er núna

Mik­il­vægt er að ráðast í efl­ingu fyr­ir­liggj­andi virkj­ana þar sem það er hægt, hefja und­ir­bún­ing að þeim orku­kost­um sem auðveld­ast er að hrinda í fram­kvæmd fljót­lega og ein­falda svo ferlið frá hug­mynd að fram­kvæmd þannig að nýt­ing orku­kosta sem sam­fé­lagið þarfn­ast gangi bet­ur og hraðar fyr­ir sig í framtíðinni. Á Íslandi hef­ur það sýnt sig að tím­inn sem það tek­ur frá hug­mynd um hefðbundna orku­kosti þar til fram­kvæmd­ir verða að veru­leika er um 10-20 ár. Sag­an sýn­ir að það er of lang­ur tími ef tryggja á orku­ör­yggi þjóðar­inn­ar. Vissu­lega eru til aðstæður þar sem það er vel skilj­an­legt og alltaf þarf að vanda til verka. En oft og tíðum eru óþarfa taf­ir sem sóa dýr­mæt­um tíma án þess að það skili sér í betri fram­kvæmd með til­liti til um­hverf­is­ins. Við okk­ur blas­ir að úr­bóta er þörf og tími aðgerða er núna.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. janúar 2022.