Categories
Greinar

Ostur í dulargervi

Íslenskir bændur eiga skilið að staðið sé við gerða samn­inga og að þeir sitji við sama borð og sam­keppn­is­að­ilar þeirra. Flest ríki í heim­inum nota tolla til að vernda sinn land­bún­að. Það gera sér allir grein fyrir mik­il­vægi þess að hlúa að land­bún­aði og þar með að tryggja fæðu­ör­yggi þjóð­ar. Í ljós hefur komið að umfangs­mik­ill mis­brestur hefur orðið á toll­skrán­ingu land­bún­að­ar­af­urða frá Evópu til Íslands. Það er ekki nóg að hafa tolla­samn­ing ef inn­flutn­ings­að­ilar fara ekki eftir honum og opin­bert eft­ir­lit er ekki full­nægj­and­i.

Deila grein

26/10/2020

Ostur í dulargervi

Íslenskir bændur eiga skilið að staðið sé við gerða samn­inga og að þeir sitji við sama borð og sam­keppn­is­að­ilar þeirra. Flest ríki í heim­inum nota tolla til að vernda sinn land­bún­að. Það gera sér allir grein fyrir mik­il­vægi þess að hlúa að land­bún­aði og þar með að tryggja fæðu­ör­yggi þjóð­ar. Í ljós hefur komið að umfangs­mik­ill mis­brestur hefur orðið á toll­skrán­ingu land­bún­að­ar­af­urða frá Evópu til Íslands. Það er ekki nóg að hafa tolla­samn­ing ef inn­flutn­ings­að­ilar fara ekki eftir honum og opin­bert eft­ir­lit er ekki full­nægj­and­i. 

Ostur fluttur inn sem osta­líki í tonna­vís

Í minn­is­blaði sem barst Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd frá Bænda­sam­tökum Íslands kemur fram að árið 2019 hafi verið flutt inn 299 tonn af mozzarella­osti með við­bættri pálma­ol­íu. Við nán­ari athugun kom svo í ljós að um var að ræða ann­ars­vegar mozzarella­blöndu þar sem uppi­staðan er um 83% ostur og í hinu til­vik­inu er um að ræða 100% ost. 

Til fram­leiðslu á þessu magni af ost þarf um 3.000.000 lítra af mjólk en það svarar til árs­fram­leiðslu 8-10 íslenskra kúa­búa. Eftir að grun­semdir vökn­uðu um að þarna kynni að vera á ferð­inni vara, þar sem uppi­staða væri jurta­ostur óskaði MS eftir bind­andi áliti Skatts­ins um toll­flokkun á tveimur til­teknum vör­u­m. AUGLÝSING

Við­brögð yfir­valda

Fjár­mála­ráð­neytið hefur stað­fest að þessi mozzarella­ost­ur, eigi  að bera toll enda sé hann ostur en ekki osta­líki. Þrátt fyrir það hefur hafa tolla­yf­ir­völd ekki enn lagt toll á vör­una, en 48 tonn voru flutt inn í ágúst. Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins áttu frum­kvæði að því að málið var tekið upp á í Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is. Nefndin hefur ekki lokið sinni umfjöllun en vinna nefnd­ar­innar og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hefur nú þegar stað­fest að það er fullt til­efni til að skoða þessi mál nánar og bregð­ast við með við­eig­andi hætti.

Tap rík­is­sjóðs og töpuð störf

Ein­hverjir halda því fram að hér sé um að ræða mis­brest á fram­kvæmd samn­inga. En hvernig er hægt sé að nota slíkt orða­lag þegar kerf­is­bundið er verið að flytja inn afurðir úr mjólk, kjöti, eggjum og græn­meti fram hjá kerf­inu til þess að losna við að borga skatta í rík­is­sjóð? Rík­is­sjóður verður af gíf­ur­legum fjár­hæð­um, verið að setja störf inn­an­lands í hættu, bændur og neyt­endur hljóta skaða af. 

Íslenskir bændur hafa ekki burði til þess að standa undir sam­keppni á inn­fluttum land­bún­að­ar­vörum þegar þær eru fluttar inn á und­ir­verði og án tolla. Við þurfum verðum að standa vörð um íslenskan land­bún­að, tryggja fæðu­ör­yggi og störf í land­in­u. 

Áfram veg­inn!

Höf­undur er þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.