Categories
Greinar

Rannsóknarsetur um allt land

Deila grein

18/05/2020

Rannsóknarsetur um allt land

Gott aðgengi að mennt­un og öfl­ugt vís­inda- og rann­sókn­astarf um allt land er mik­il­vægt. Við sem þjóð höf­um ekki efni á að láta tæki­fær­in fara fram hjá okk­ur, jafn­vel án þess að taka eft­ir þeim. Þetta á við bæði um tæki­færi til ný­sköp­un­ar inn­an hefðbund­inna at­vinnu­greina, land­búnaðar og sjáv­ar­út­vegs, en ekki síður inn­an menn­ing­ar­starfs, ferðaþjón­ustu og fleiri greina.

Mennt­un og rann­sókn­ar­starf

Það eru mik­il sókn­ar­tæki­færi í upp­bygg­ingu þekk­ing­ar­starf­semi, sem tek­ur mið af sér­stöðu hvers landsvæðis fyr­ir sig. Það skil­ar ár­angri að efla svæðis­bundna rann­sókna- og þekk­ing­ar­kjarna og stuðla að fag­leg­um tengsl­um bæði þeirra á milli og við há­skóla, rann­sókn­ar­stofn­an­ir og fyr­ir­tæki. Með auknu sam­starfi má nýta mannauð og aðstöðu bet­ur og auka aðgengi nem­enda og fræðimanna að auðlind­um menn­ing­ar og nátt­úru lands­ins. Slíkt stuðlar að fleiri starf­stæki­fær­um á lands­byggðinni og að fjöl­breytt­ari og sterk­ari sam­fé­lög­um.Það er eng­in til­vilj­un, að í stefnu­mót­andi byggðaáætl­un 2018 – 2024 eru megin­á­hersl­ur lagðar á að jafna aðgengi að þjón­ustu, jafna aðgengi til at­vinnu og stuðla að sjálf­bærri þróun byggðar. Til­lög­ur um efl­ingu rann­sókna og vís­inda­starf­semi og um hag­nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni til há­skóla­náms eru sér­lega mik­il­væg­ar í þessu sam­hengi. Þær eru sprottn­ar af skiln­ingi á mik­il­vægi mennt­un­ar og rann­sókna sem afl­gjafa til að tak­ast á við þær sam­fé­lags­legu áskor­an­ir sem lands­byggðin og sam­fé­lagið allt stend­ur frammi fyr­ir á kom­andi árum.

Mennt­un und­ir­staða ný­sköp­un­ar

Ný­sköp­un og hvers kon­ar hag­nýt­ing hug­vits er mik­il­væg­ur grunn­ur fjöl­breytts og sjálf­bærs at­vinnu­lífs, sterkr­ar sam­keppn­is­stöðu, hag­vaxt­ar og vel­ferðar. Ekki síst í ljósi þeirra miklu þjóðfé­lags­umbreyt­inga sem eru og munu eiga sér stað á kom­andi árum, m.a. vegna tækniþró­un­ar.Rann­sókna- og þekk­ing­ar­starf­semi er mik­il­væg­ur hluti af at­vinnu­líf­inu. Eðli­legt er að hluti rann­sókn­a­starf­semi fari fram vítt um landið, þar sem viðfangs­efn­in eru, aðstæður eru hag­stæðar og fólk býr að mik­il­vægri staðþekk­ingu. Samþætt­ing nýrr­ar þekk­ing­ar við rót­gróna svæðis­bundna þekk­ingu skap­ar hverju svæði sér­stöðu, sem styrk­ir stöðu þess. Aðgengi að innviðabúnaði vís­inda­rann­sókna, sam­starf við rann­sak­end­ur rann­sókna­stofn­ana og há­skóla er afar mik­il­vægt.

Starfs­fólk Stofn­un­ar rann­sókna­setra Há­skóla Íslands tekst á við mörg brýn viðfangs­efni sam­tím­ans með rann­sókn­um sín­um og þátt­töku í ým­iss kon­ar nefnd­um og ráðum. Má þar nefna fag­hópa Ramm­a­áætl­un­ar, gerð landsáætl­un­ar í skóg­rækt, stýri­hóp um end­ur­skoðun á stefnu Íslands í vernd líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni og fleira.

Vís­indastarf með yngri skóla­stig­um

Mörg rann­sókn­ar­set­ur vinna með yngri skóla­stig­um að ým­iss kon­ar fræðslu­verk­efn­um. Setrið á Suður­landi og grunn­skóli Blá­skóga­byggðar á Laug­ar­vatni taka t.d. þátt í sam­starfs­verk­efni um mat á áhrif­um lofts­lags­breyt­inga á fugla­stofna. Setrið í Bol­ung­ar­vík kem­ur að líf­fræðikennslu 9. og 10. bekk­inga í Grunn­skóla Bol­ung­ar­vík­ur með því að skipu­leggja vett­vangs- og rann­sókna­vinnu þeirra. Setrið á Hólma­vík er með þema­verk­efni um þjóðtrú og galdra meðal nem­enda í grunn­skól­un­um á Hólma­vík og Drangs­nesi svo fátt eitt sé nefnt. Ekki þarf að fjöl­yrða um mik­il­vægi þessa starfs með ungu fólki. Að vekja spurn­ing­ar og leita svara með beit­ingu vís­inda­legra aðferða er liður í að auka skiln­ing á mik­il­vægi gagn­rýnn­ar hugs­un­ar og rann­sókna.Setr­in hafa lagt ríka áherslu á miðlun rann­sókna með ýms­um hætti fyr­ir utan birt­ingu vís­inda­greina, t.a.m. með fyr­ir­lestra­haldi, viðburðum og út­gáfu fyr­ir al­menn­ing sem er hluti þeirr­ar sam­fé­lag­steng­ing­ar sem setr­in leggja svo ríka áherslu á. Starf­semi setr­anna er lyfti­stöng fyr­ir þau sam­fé­lög sem þau starfa í.

Und­an­far­in miss­eri hef­ur verið unnið að færslu Breiðdals­set­urs til Stofn­un­ar Rann­sókna­set­urs Há­skóla Íslands í sam­starfi við Fjarðabyggð og Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands. Sú aðgerð er mik­il­væg og trygg­ir áfram­hald­andi mik­il­væga stöðu þess og starf­semi á Breiðdals­vík.

Starf­semi rann­sókna­setr­anna hef­ur eflst á und­an­förn­um árum og ótví­rætt sannað gildi sitt við efl­ingu rann­sókna, há­skóla- og at­vinnu­starf­semi víða um land og aukið tengsl Há­skóla Íslands við sveit­ar­fé­lög, stofn­an­ir, fyr­ir­tæki, fé­laga­sam­tök og ein­stak­linga. Setr­in eru því mik­il­væg­ur hlekk­ur í þeirri keðju þekk­ing­ar- og verðmæta­sköp­un­ar sem Há­skóli Íslands vill styrkja, ekki síst nú á tím­um mik­illa breyt­inga í byggða- og at­vinnu­mál­um.

Mannauður er dýr­mæt­asta auðlind hverr­ar þjóðar og það er for­gangs­verk­efni að skapa þær aðstæður að ungt vel menntað fólk um allt land kjósi að hasla sér völl hér heima og treysta með því und­ir­stöðum sam­fé­lags­ins. For­senda þess er traust mennta­kerfi og sam­keppn­is­hæf­ur vinnu­markaður, sem get­ur tek­ist á við sí­breyti­leg­ar þarf­ir at­vinnu- og þjóðlífs.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. maí 2020.