Categories
Greinar

Samráð um verri þjónustu og lakari laun

Deila grein

21/05/2018

Samráð um verri þjónustu og lakari laun

Sveit­ar­fé­lög lands­ins hafa með sér sam­ráð um marga mála­flokka. Sam­ráð sveit­ar­fé­laga er yfir­leitt gert undir yfir­skini „jafn­ræð­is“. Að það skuli vera jafn­ræði á milli fólks og að hvar sem það búi á land­inu skuli það eiga kost á sam­bæri­legri þjón­ustu og/eða laun­um.

Þetta er fal­leg hugsun en er þetta svona í raun?

Í fyrsta lagi má velta fyrir sér að ef sveit­ar­fé­lögin taka við verk­efnum en ætli svo að sam­ræma aðgerðir sínar þannig að þau komi fram sem einn aðili, væri þá ekki alveg eins gott að einn aðili, Rík­ið, myndi bara sjá um þessa þjón­ustu?

Nú er ég ekki að mæla með því að þjón­usta sveit­ar­fé­lag­anna sé færð til rík­is­ins heldur ein­vörð­ungu að benda á þver­sögn­ina sem í þessu flest.

Jafn­ræðið er lægsti sam­nefn­ar­inn

Sveit­ar­fé­lögin eru mis vel í stakk búin til að takast á við verk­efnin og í þessu svo­kall­aða sam­ráði hefur það því miður gerst að yfir­leitt er miðað við það sem verst stöddu sveit­ar­fé­lögin ráða við.

Jafn­ræðið felst þá ekki lengur í því að allir hafi það jafn gott, heldur því að allir hafi það jafn slæmt. Á þessu tvennu er grund­vall­ar­mun­ur.

Þetta veldur því að Reykja­vík gerir ekki eins vel við öryrkja og eldri borg­ara því í nafni jafn­ræðis mega þeir ekki „hafa það betra“ en í öðrum sveit­ar­fé­lög­um.

Við hjá Fram­sókn Reykja­vík bendum á að staða öryrkja eða eldri borg­ara utan Reykja­víkur versnar ekki við það að Reykja­vík geri eins vel og hún get­ur. Reyndar má leiða líkum að því að staða þeirra sem þjón­ust­una þurfa í öðrum sveit­ar­fé­lögum myndi batna við það að við­miðin hækki.

Sam­ráð þetta heldur líka stórum (kvenna)­stéttum niðri í laun­um. Þetta sést einna skýr­ast í samn­ingum við kenn­ara­stéttir sveit­ar­fé­lag­anna, en laun þeirra og kjör eru allt önnur og verri en þeirra kenn­ara sem starfa hjá rík­inu.

Við hjá Fram­sókn Reykja­vík viljum að Reykja­vík segi sig úr þessu heft­andi sam­ráði sveit­ar­fé­laga. Við viljum að Reykja­vík taki for­ystu í því að gera eins vel og hægt er á öllum svið­um. Reykja­vík á að hækka við­miðin þannig að hið svo­kall­aða jafn­ræði snú­ist um að allir hafi það jafn gott í stað þess að allir hafi það jafn slæmt.

Reykja­vík til for­ystu – XB fyrir betri Reykja­vík.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Höf­undur er kenn­ari og skipar 3. sæti á lista Fram­sóknar í Reykja­vík.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 19. maí 2018.