Categories
Greinar

Skapandi þjóð

Við nýt­um nú þegar þá miklu auðlind sem er að finna í kraft­miklu menn­ing­ar- og list­a­lífi. Sú auðlind skil­ar nú þegar mikl­um efna­hags­leg­um gæðum til sam­fé­lags­ins í formi at­vinnu, fram­leiðslu á vöru og þjón­ustu. Þessi öfl­uga at­vinnu­grein veit­ir ekki aðeins tæp­lega 8% vinnu­afls­ins beina at­vinnu, held­ur hef­ur rík áhrif á ferðaþjón­ustu og fleiri at­vinnu­grein­ar. Skap­andi grein­ar eru sveigj­an­legri og vaxa hraðar en aðrar at­vinnu­grein­ar, en til að stand­ast sam­keppni við aðrar þjóðir þurf­um við að greiða leið frum­kvöðla og skap­andi fyr­ir­tækja með hvetj­andi aðgerðum.

Deila grein

20/10/2020

Skapandi þjóð

Við þurf­um að skara fram úr. Vel­meg­un og ör­yggi okk­ar þjóðar ræðst af getu okk­ar til að keppa við aðrar þjóðir um lífs­gæði. Við þurf­um að setja markið hátt og vera reiðubú­in að keppa við þá sem lengst hafa náð. Slíkt ger­ist ekki sjálf­krafa, en með hug­rekki, hug­vit og þraut­seigju að vopni get­um við keppt við þróuðustu hag­kerfi heims­ins.

Við tök­umst nú á við eina al­var­leg­ustu efna­hagskreppu nú­tíma­sög­unn­ar. Í kjöl­far heims­far­ald­urs standa þjóðir heims frammi fyr­ir mikl­um þreng­ing­um og er Ísland þar eng­in und­an­tekn­ing. Ábyrgðar­hlut­verk stjórn­valda er stórt og okk­ur ber að grípa til marg­háttaðra varn­araðgerða til að vernda heim­ili og at­vinnu­líf fyr­ir verstu áhrif­um krepp­unn­ar. Við eig­um þó ekki að gleyma okk­ur í vörn­inni held­ur þora að sækja fram. Mark­viss efl­ing hug­vits, tækni og skap­andi greina get­ur leikið stórt hlut­verk í þeim efn­um. Rík­is­fjár­mála­áætl­un og fjár­laga­frum­varpið bera þess skýr merki.

Við þurf­um ekki að líta langt, því bestu tæki­fær­in búa í okk­ur sjálf­um! Við höf­um byggt upp at­vinnu­líf á auðlind­um ís­lenskr­ar nátt­úru; fiski­miðum, fall­vötn­um og feg­urð lands­ins. Við höf­um líka litið til okk­ar sjálfra, en þurf­um að gera meira því tæki­færi framtíðar­inn­ar liggja ekki síst í menn­ing­unni sem hér hef­ur þró­ast.

Þar geta runnið sam­an sterk­ir alþjóðleg­ir straum­ar og sérstaða Íslands og þegar er haf­in vinna við efl­ingu skap­andi greina; þar sem menn­ing, list­ir, hug­vit og iðnaður renna sam­an í eitt. Skap­andi grein­ar eru þannig svar við áskor­un­um og tæki­fær­um sem fylgja fjórðu iðnbylt­ing­unni, þar sem skil milli efn­is­legra, sta­f­rænna og líf­fræðilegra kerfa mást út. Sjálf­virkni­væðing og marg­vís­leg há­tækni sýna okk­ur eina hlið á nýj­um veru­leika. Þar verða tæki­fær­in best nýtt með sköp­un­ar­gáfu, gagn­rýnni hugs­un og getu til að horfa á hlut­ina með nýj­um hætti.

Við nýt­um nú þegar þá miklu auðlind sem er að finna í kraft­miklu menn­ing­ar- og list­a­lífi. Sú auðlind skil­ar nú þegar mikl­um efna­hags­leg­um gæðum til sam­fé­lags­ins í formi at­vinnu, fram­leiðslu á vöru og þjón­ustu. Þessi öfl­uga at­vinnu­grein veit­ir ekki aðeins tæp­lega 8% vinnu­afls­ins beina at­vinnu, held­ur hef­ur rík áhrif á ferðaþjón­ustu og fleiri at­vinnu­grein­ar. Skap­andi grein­ar eru sveigj­an­legri og vaxa hraðar en aðrar at­vinnu­grein­ar, en til að stand­ast sam­keppni við aðrar þjóðir þurf­um við að greiða leið frum­kvöðla og skap­andi fyr­ir­tækja með hvetj­andi aðgerðum.

Mik­il tæki­færi eru til vaxt­ar á öll­um sviðum hug­vits­drif­inna at­vinnu­greina á Íslandi. Ný kvik­mynda­stefna sem lögð var fram fyr­ir fáum dög­um er dæmi um þær aðgerðir sem op­in­ber­ir aðilar þurfa að grípa til ef við ætl­um að nýta okk­ur tæki­færi framtíðar­inn­ar. Aðrar grein­ar eins og leikja­fram­leiðsla, tón­list­ariðnaður, hönn­un og arki­tekt­úr, mynd­list, bók­mennt­ir og sviðslist­ir þarf að styðja með lík­um hætti með því að tryggja þeim bestu mögu­legu skil­yrði til að blómstra í þágu okk­ar allra.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. október 2020.