Categories
Greinar

Skilningur og skólastarf

Deila grein

20/11/2019

Skilningur og skólastarf

Sig­ur­sæll er góður vilji. Þessi máls­hátt­ur er í mikl­um met­um hjá manni sem á dög­un­um hlaut verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar á degi ís­lenskr­ar tungu. Raun­ar má segja að þetta séu hin bestu ein­kunn­ar­orð Jóns G. Friðjóns­son­ar, pró­fess­ors, mál­vís­inda­manns og kenn­ara, sem sann­ar­lega er vel að þeim verðlaun­um kom­inn. Jón hef­ur með ástríðu og hug­sjón unnið ís­lensk­unni ómælt gagn og með miðlun sinni tendrað áhuga annarra á tungu­mál­inu, ekki síst í gegn­um stór­fróðleg­ar bæk­ur sín­ar og kennslu­efni, og fyr­ir það erum við hon­um afar þakk­lát.

Í viðtali við Jón á dög­un­um talaði hann fyr­ir mik­il­vægi þess að efla lesskiln­ing og sagði að móður­mál­inu stæði meiri ógn af því hversu stór hluti nem­enda gæti ekki lesið sér til gagns við lok grunn­skóla­náms, en af er­lend­um tungu­mál­um. Við erum meðvituð um þann vanda og þau miklu áhrif sem hann hef­ur á framtíðarmögu­leika í námi og starfi. Læsi snýst ekki ein­vörðungu um bæk­ur og nám, held­ur aðgengi að upp­lýs­ing­um sinni víðustu mynd, úr­vinnslu á þeim upp­lýs­ing­um og gagn­rýnni hugs­un. Lesskiln­ing­ur legg­ur þannig grunn­inn að öðru námi og er mark­mið okk­ar að leggja meiri áherslu á hann og þjálf­un hans. Það er enda ekki nóg að geta lesið hratt og skýrt, ef skiln­ing­ur­inn á efn­inu er tak­markaður. Þeir sem lesa þurfa að skilja inni­hald efn­is­ins og máta það við hug­ar­heim sinn, um­hverfi og fyrri reynslu til þess að öðlast þekk­ingu á inn­taki þess.

Við les­um ekki lest­urs­ins vegna held­ur vegna áhuga okk­ar á efn­inu. Því eru skemmti­leg­ar bæk­ur og hæfi­lega flókn­ir text­ar ein besta hvatn­ing­in fyr­ir unga les­end­ur. Fyr­ir þau er hver texti tæki­færi; hvort sem hann er í bók, á blaði eða á skjá. Það er fagnaðarefni að vís­bend­ing­ar eru um aukna út­gáfu bóka á Íslandi og herma töl­ur að aukn­ing­in sé 47% milli ára í flokki skáld­verka fyr­ir börn sam­kv. töl­fræði Bókatíðinda. Þá benda nýj­ustu kann­an­ir til þess að lands­menn lesi nú að meðaltali meira en fyr­ir tveim­ur árum.

Merk­ing máls­hátt­ar­ins hér í upp­hafi er að góður vilji skili sigri. Við vinn­um að því nú í góðu sam­starfi að efla móður­málið og tryggja með fjöl­breytt­um leiðum að ís­lensk­an okk­ar þró­ist áfram og sé notuð á öll­um sviðum þjóðlífs­ins. Marg­ar þeirra leiða tengj­ast mennta­kerf­inu með bein­um hætti, s.s. aðgerðir sem miða að því að bæta læsi og lesskiln­ing en einnig því að styðja bet­ur við ís­lensku­kennslu nýrra mál­not­enda og stuðla að já­kvæðri umræðu og fræðslu í sam­fé­lag­inu um fjöl­breyti­leika tungu­máls­ins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. nóvember 2019.