Categories
Greinar

Skylda okkar að standa með fólki og fjölskyldum

Deila grein

20/04/2020

Skylda okkar að standa með fólki og fjölskyldum

Þær sótt­varn­araðgerðir sem nauðsyn­legt hef­ur verið að ráðast í vegna COVID-19 hafa haft mjög mik­il áhrif á vinnu­markaðinn. Heilu at­vinnu­grein­arn­ar eru lamaðar og ljóst er að fjöldi fyr­ir­tækja hef­ur eða mun lenda í mikl­um og jafn­vel óyf­ir­stíg­an­leg­um vanda.Við höf­um síðustu vik­ur unnið út frá því að um tíma­bundið ástand væri að ræða, eng­ar tekj­ur yrðu af ferðaþjón­ustu í skamm­an tíma en síðan færi að rofa til. Sem ráðherra vinnu­markaðsmá­la lagði ég höfuðáherslu á að bregðast hratt við og koma strax fram með frum­varp um hluta­at­vinnu­leys­is­bæt­ur þar sem hægt væri að minnka starfs­hlut­fall niður í allt að 25% og At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður greiddi at­vinnu­leys­is­bæt­ur á móti. Með þessu mynd­um við tryggja að ráðning­ar­sam­bandi fólks og fyr­ir­tækja yrði viðhaldið gegn­um þetta tíma­bundna óveður. Mark­miðið var að verja störf og fram­færslu fólks.

Nú eru um 33.000 ein­stak­ling­ar skráðir á um­rædd­ar hluta­at­vinnu­leys­is­bæt­ur og jafn­framt eru 15.000 ein­stak­ling­ar að fullu skráðir án at­vinnu. Staðan er því sú að um 25% af öll­um sem eru á vinnu­markaði eru skráð að fullu eða að hluta á at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Þetta hef­ur í för með sér að út­greidd­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur munu lík­lega nálg­ast allt að 100 millj­arða á þessu ári og er það um 70 millj­örðum hærra en ráðgert var.

Hluta­at­vinnu­leys­is­bæt­ur höfðu skýrt mark­mið

Framund­an er að taka ákvörðun um hvaða úrræði taka við fyr­ir starfs­menn sem hafa verið á hluta­at­vinnu­leys­is­bót­um. Við þurf­um m.a. að leggja mat á hvort telja megi að það tíma­bundna ástand sem við vor­um að brúa með hluta­at­vinnu­leys­is­bót­un­um sé í raun að verða var­an­legt og ef svo er með hvaða hætti sé hægt að hlúa sem best að fólki og búa til ný störf.Í öll­um skref­um sem stig­in eru þá er það fyrst og síðast skylda okk­ar að aðgerðir í þess­um mál­um tryggi stöðu fólks­ins í land­inu, fram­færslu fjöl­skyldna og heim­ila þeirra. Við verðum að hafa hug­fast, þótt óvin­sælt kunni að reyn­ast, að stjórn­völd geta ekki bjargað öll­um fyr­ir­tækj­um gegn­um skafl­inn með fjár­fram­lög­um úr sam­eig­in­leg­um sjóðum lands­manna. Með þessu er ekki verið að tala gegn aðgerðum til að aðstoða fyr­ir­tæki held­ur verið að minna á þá staðreynd að ekki sé hægt að vænta stuðnings af hendi hins op­in­bera um­fram það sem tal­ist get­ur mik­il­vægt út frá al­manna­hags­mun­um.

Við eig­um sókn­ar­færi sem nú þarf að nýta

Stór­aukið at­vinnu­leysi kall­ar jafn­framt á að við stíg­um stærri skref í að nýta vannýtt sókn­ar­færi til efl­ing­ar á inn­lendri fram­leiðslu og auk­inni verðmæta­sköp­un í ís­lensku hag­kerfi. Þarna má t.d. nefna aðgerðir sem þarf að ráðast í til að efla land­búnað, einkum græn­met­is­rækt, auka mögu­leika ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar, styrkja sókn­ar­færi í hug­vitsiðnaði o.fl. Oft og tíðum þarf ein­fald­ar kerf­is­breyt­ing­ar og/​eða fjár­veit­ing­ar til að hægt sé að sækja fram á þess­um sviðum og þær eig­um við að fram­kvæma núna.Við ætl­um ekki og mun­um ekki sem sam­fé­lag sætta okk­ur við at­vinnu­leysi líkt og það sem er nú um stund­ir. Und­ir ligg­ur öll sam­fé­lags­upp­bygg­ing okk­ar og vel­ferð þjóðar­inn­ar.

Ásmundur Einar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. apríl 2020.