Categories
Greinar

Spennandi upphaf

Við eig­um áfram að sækja fram til að tryggja framúrsk­ar­andi mennt­un á öll­um skóla­stig­um og í haust mun ég kynna til­lögu til þings­álykt­un­ar um mennta­stefnu til árs­ins 2030, þar sem mennt­un lands­manna er í önd­vegi.

Deila grein

01/10/2020

Spennandi upphaf

Þing­setn­ing­ar­dag­ur­inn 1. októ­ber er gleðidag­ur. Hann mark­ar upp­haf sam­starfs á þingi, þar sem öll mál eru sett fram af heil­um hug þing­manna og full­vissu um að málið bæti sam­fé­lagið.

Þings­álykt­un um mennta­stefnu til 2030

Und­an­farið hef­ur mennta­kerfið staðist mikið álag. Við eig­um áfram að sækja fram til að tryggja framúrsk­ar­andi mennt­un á öll­um skóla­stig­um og í haust mun ég kynna til­lögu til þings­álykt­un­ar um mennta­stefnu til árs­ins 2030, þar sem mennt­un lands­manna er í önd­vegi. Stefn­an er afrakst­ur mik­ill­ar sam­vinnu allra helstu hagaðila og þar verður áhersla lögð á fjög­ur mark­mið: jöfn tæki­færi til náms, kennslu í fremstu röð, gæði skóla­starfs­ins og hæfni mennta­kerf­is­ins til framtíðar. Ég hlakka til að tala fyr­ir henni á þingi, enda er mennta­kerfi lyk­ilþátt­ur í sam­keppn­is­hæfni þjóðar­inn­ar.

Auk­in rétt­indi eft­ir iðnnám

Í ljósi breyt­inga í fram­halds­skól­um á liðnum árum er nauðsyn­legt að bæta stöðu þeirra sem hafa lokið öðru prófi en stúd­ents­prófi. Ég vil að gildi loka­prófa taki mið af hæfni og þekk­ingu nem­enda, en ekki að eitt sé sjálf­krafa æðra öðru, og mun mæla fyr­ir laga­breyt­ingu í þá veru. Með henni vil ég ýta und­ir að nem­end­ur fái notið þeirr­ar hæfni, þekk­ing­ar og færni sem þeir hafa öðlast með ólík­um loka­próf­um frá mis­mun­andi fram­halds­skól­um. Mik­il­vægt er að vægi ein­inga verði gegn­sætt og end­ur­spegli til­tek­inn mæli­kv­arða, svo náms­lok frá fram­halds­skóla verði met­in með sam­bæri­leg­um hætti við inn­rit­un í há­skóla.

Álykt­un um menn­ing­ar­stefnu til 2030

Und­ir­bún­ing­ur að gerð menn­ing­ar­stefnu til árs­ins 2030 er í full­um gangi. Ég vona að hún verði hvatn­ing og inn­blást­ur til þeirra fjöl­mörgu sem vinna á sviði ís­lenskr­ar menn­ing­ar til að halda áfram sínu góða starfi. Menn­ing skap­ar sam­fé­lag, ger­ir okk­ur mennsk, og er því ómet­an­leg. Okk­ur ber að rækta menn­ing­una, setja markið hátt og ná ár­angri. Stefn­an á að nýt­ast stjórn­völd­um í allri umræðu um menn­ing­ar­mál, stefnu­mót­un á af­mörkuðum sviðum og ákv­arðana­töku.

Sterk­ir fjöl­miðlar

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru fyr­ir­heit um bætt rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla. Því verki er ekki lokið og því mun ég leggja fram fjöl­miðlafrum­varpið svo­kallaða í þriðja sinn. Ég vænti þess að samstaða ná­ist um frum­varpið, enda hef­ur málið lengi verið á döf­inni og þörf­in brýn. Reynsl­an af Covid-19-stuðningi við fjöl­miðla á þessu ári sýn­ir líka að hægt er að út­færa stuðning af þessu tagi á sann­gjarn­an hátt. Fjöl­miðlar gegna mik­il­vægu hlut­verki við að efla sam­fé­lags­lega umræðu. Stuðning­ur ger­ir fjöl­miðlum kleift að efla rit­stjórn­ir sín­ar, vera vett­vang­ur skoðana­skipta og tján­ing­ar­frels­is og rækja hlut­verk sitt sem einn af horn­stein­um lýðræðis­ins.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. október 2020.