Categories
Greinar

Stærsti sigurinn að vera með

Deila grein

23/05/2019

Stærsti sigurinn að vera með

„Stærsti sig­ur­inn er að vera með.“ Þannig hljóðaði fyrsta kjör­orð Íþrótta­sam­bands fatlaðra (ÍF) sem fagnaði 40 ára af­mæli um nýliðna helgi. Það er óhætt að segja að ÍF hafi sann­ar­lega lagt sitt af mörk­um til þess að efla íþrótt­astarf fatlaðs fólks í sam­fé­lag­inu og skapa því þann virðing­arsess sem það hef­ur í dag. Við stofn­un fé­lags­ins voru það ekki viðtek­in viðhorf að fatlað fólk ætti er­indi í íþrótt­ir. Áhugi al­menn­ings var tak­markaður og fátt fatlað fólk stundaði íþrótt­ir. Með til­komu ÍF átti þetta eft­ir að breyt­ast og þegar litið er til baka þá hafa af­rek fatlaðs fólks á íþrótta­vell­in­um vakið ein­læga aðdáun og virðingu.

Íslensk­ir kepp­end­ur tóku fyrst þátt í Ólymp­íu­móti fatlaðra árið 1980 og síðan hef­ur Ísland átt kepp­end­ur á slík­um mót­um og sent þátt­tak­end­ur til keppni í Evr­ópu og á heims­meist­ara­mót. For­svars­menn ÍF sýndu einnig mikla fram­sýni og skiln­ing á mik­il­vægi íþrótta fyr­ir alla.

Ekki geta þó all­ir orðið af­reks­menn og sum­ir vilja ein­ung­is vera með því að þeir finna það á lík­ama og sál að iðkun íþrótta hef­ur góð áhrif. Þá eru áhersl­ur ÍF á hreyfi- og fé­lags­færni barna á tím­um snjall­væðing­ar aðdá­un­ar­verðar og til eft­ir­breytni. Það er vitað að ein­angr­un og skort­ur á fé­lags­færni get­ur dregið úr mögu­leik­um ein­stak­linga til þess að eiga inni­halds­ríkt og sjálf­stætt líf. ÍF hef­ur brugðist við þess­um áskor­un­um sam­tím­ans af virðingu og skiln­ingi og lagt sig sér­stak­lega fram við að bjóða upp á góða leiðsögn og leiðbein­ing­ar varðandi iðkun íþrótta. Um leið hef­ur verið hlúð að fé­lags­leg­um tengsl­um sem styrkt hafa sjálfs­virðingu og sjálfs­mynd þátt­tak­enda. For­eldr­ar, systkini, afar og ömm­ur hafa einnig fengið hvatn­ingu til þess að taka þátt og hef­ur það haft upp­byggj­andi og já­kvæð áhrif á alla í fjöl­skyld­um viðkom­andi.

ÍF hef­ur alltaf verið vak­andi fyr­ir straum­um sam­fé­lags­ins á hverj­um tíma. Auk­in sam­vinna milli al­mennra íþrótta­fé­laga og ÍF hef­ur leitt af sér áhuga­verða og skemmti­lega þróun þar sem fatlaðir og ófatlaðir eiga sam­leið í íþrótt­um. Allt ger­ir þetta sam­fé­lagið betra.

Ég vil þakka ÍF hjart­an­lega fyr­ir sam­vinn­una og fram­lag þess til að styrkja ís­lenskt sam­fé­lag á liðnum árum. Ég hlakka til að fylgj­ast með iðkend­um ganga á vit nýrra æv­in­týra, minni á kjör­orðið og hvet sem flesta til að vera með.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. maí 2019.