Categories
Greinar

Stígamót á tímamótum

Deila grein

10/03/2020

Stígamót á tímamótum

Nú eru 30 ár liðin frá stofn­un Stíga­móta. Stíga­mót voru stofnuð sem Sam­tök kvenna gegn kyn­ferðisof­beldi. Aðdrag­andi þess var að það voru nokkr­ir sjálf­boðaliðahóp­ar kvenna sem höfðu komið að álíka mál­um og ákváðu að taka hönd­um sam­an og stofna sam­tök­in. Stíga­mót, staður­inn þar sem stíg­ar mæt­ast, voru svo stofnuð á bar­áttu­degi kvenna árið 1989. Þarna var stigið stórt og mik­il­vægt skref í rétt­inda­bar­áttu kvenna. Núna starfa Stíga­mót sem ráðgjaf­ar- og stuðnings­miðstöð fyr­ir bæði kon­ur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kyn­ferðisof­beldi.

Takk, takk

Mig lang­ar til að nota þenn­an vett­vang til að segja: Takk, þið kon­ur sem stiguð þetta skref, takk fyr­ir hönd þeirra kvenna sem fengu þarna tæki­færi til að stíga fram og létta af sér þungri byrði og fengu áheyrn og þar með bata. Takk, þið kon­ur sem stiguð þetta skref og stöðvuðuð þá þögg­un sem viðhöfð var á þess­um tíma í sam­fé­lag­inu okk­ar. Fyr­ir 30 árum hafði þessu mál­efni ekki verið sinnt af heil­brigðis­kerf­inu og lítt af dóms­kerf­inu þrátt fyr­ir að sann­ar­lega mætti finna viður­lög vegna kyn­ferðis­legs of­beld­is í lög­um. Þá þurftu þeir sem lentu í kyn­ferðis­legu of­beldi að klífa sex­tug­an ham­ar­inn í leit að rétt­læti. Enn er við ham­ar­inn að eiga en umræðan hef­ur skilað okk­ur fram á veg­inn.

Umræðan bæt­ir sam­fé­lagið

Fyrsta ára­tug Stíga­móta unnu þau að mik­il­væg­asta verk­efn­inu en það var að standa upp og opna þessa umræðu og berj­ast þar með fyr­ir bættu sam­fé­lagi og að umræðan um kyn­ferðisof­beldi væri opin og viður­kennd. Þegar sú umræða fór af stað tók sam­fé­lagið við sér og sem bet­ur fer í dag hafa fé­lags­mála- og heil­brigðis­yf­ir­völd styrkt sitt um­hverfi í átt að heil­brigðari umræðu í þess­um mál­um. Umræðan hef­ur líka opnað á af­leiðing­ar of­beld­is­ins og þar með opnað á fjöl­breytta meðferð til að styrkja þolend­ur til að lifa með því.

Þrátt fyr­ir að mark­mið Stíga­móta hafi náðst með því að opna þessa umræðu í þjóðfé­lag­inu og viður­kenna skelfi­leg­ar af­leiðing­ar þessa of­beld­is þá verður sam­fé­lagið stöðugt að halda þess­um bolt­um á lofti. Við náum því senni­lega seint að upp­ræta kyn­ferðis­legt of­beldi úr sam­fé­lag­inu en stöðug umræða held­ur því niðri og forðar okk­ur frá þögg­un og meðvirkni með of­beld­inu.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. mars 2020.