Categories
Greinar

Stórsókn í menntamálum í verki

Deila grein

22/06/2020

Stórsókn í menntamálum í verki

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar var lögð rík áhersla á að efla mennt­un í land­inu með hags­muni nem­enda og þjóðar­inn­ar allr­ar að leiðarljósi. Efla bæri ný­sköp­un og þróun enda er mennt­un kjarn­inn í ný­sköp­un til framtíðar.

Mik­il­vægt væri að stuðla að viður­kenn­ingu á störf­um kenn­ara, efla fag­legt sjálf­stæði þeirra og leggja áherslu á skólaþróun á öll­um skóla­stig­um. Bregðast þurfti við kenn­ara­skorti og tryggja þurfti fram­halds­skól­um meira frelsi og fjár­magn.

Sér­stök áhersla var lögð á list­nám og aukna tækniþekk­ingu sem gerði ís­lenskt sam­fé­lag sam­keppn­is­hæf­ara á alþjóðavísu. Iðnnám og verk- og starfs­nám yrði einnig eflt í þágu fjöl­breytni og öfl­ugra sam­fé­lags.

Meg­in­mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar voru jafnt aðgengi að námi óháð bú­setu og öðrum aðstæðum. Lögð var áhersla á fram­halds­fræðslu, að Ísland nái meðaltali OECD-ríkj­anna og Norður­landa varðandi fjár­mögn­un há­skóla­stigs­ins, efl­ing Vís­inda- og tækni­ráðs og ráðist í upp­bygg­ing­ar skóla­bygg­inga. Auk þess yrði ráðist í heild­ar­end­ur­skoðun náms­lána­kerf­is­ins.

Það má með sanni segja að þau fyr­ir­heit hafi raun­gerst á und­an­för­um árum.

Sum­ar tæki­fær­anna

Skrán­ing í sum­ar­nám fram­halds­skól­anna og há­skól­anna hef­ur slegið öll met. Rúm­lega 5.100 nem­end­ur hafa skráð sig í slíkt nám og 330 í sum­ar­nám fram­halds­skól­anna. Mark­hóp­ur sum­ar­náms á há­skóla­stigi er mjög fjöl­breytt­ur, í þeim hópi eru m.a. nem­end­ur sem ljúka námi úr fram­halds­skóla á vorönn og vilja und­ir­búa sig fyr­ir há­skóla­nám, aðrir framtíðar­há­skóla­nem­ar, nú­ver­andi há­skóla­nem­ar og ein­stak­ling­ar sem vilja styrkja stöðu sína á vinnu­markaði, brúa færni­bil eða skipta um starfs­vett­vang. Há­skól­arn­ir bjóða upp á yfir 200 náms­leiðir sem mæta þess­um mark­hóp­um með fjöl­breytt­um hætti. Alls var 800 millj­ón­um kr. varið til að efla sum­ar­námið.

Aðsókn­in er von­um fram­ar enda marg­ir spenn­andi náms­kost­ir í boði hjá fram­halds- og há­skól­um. Það gleður mig sér­stak­lega hversu mik­il aðsókn er í ís­lensku­nám­skeið hjá Há­skóla Íslands. Íslenska sem annað mál er orðið vin­sæl­asta ein­staka fagið þar, nú þegar eru yfir 400 nem­end­ur skráðir. Bú­ist er við allt að 70% aukn­ingu frá fyrri árum. Þetta er afar ánægju­leg þróun!

Nám á næstu mánuðum

Aðsókn­in í sum­ar­nám gaf okk­ur vís­bend­ing­ar um hvernig haust­námið myndi líta út. Há­skóla Íslands barst til að mynda met­fjöldi um­sókna í grunn­nám, eða um 6.720 um­sókn­ir sem er tæp­lega 21% aukn­ing frá síðasta ári. Um­sókn­ir í fram­halds­nám eru tæp­lega 5.000 og heild­ar­fjöldi um­sókna því vel á tólfta þúsund. Á sama tíma hafa aldrei fleiri sótt um nám við Há­skól­ann í Reykja­vík. Skól­an­um bár­ust 3.900 um­sókn­ir um skóla­vist fyr­ir næsta skóla­ár. Það er um 13% fjölg­un frá síðasta ári. Um­sókn­um um meist­ara­nám fjölg­ar í öll­um deild­um há­skól­ans, um þriðjung að jafnaði. Mest er fjölg­un í um­sókn­um um grunn­nám, annað árið í röð, í iðn- og tækni­fræðideild og sál­fræðideild, eða um 34%.

Nýir tím­ar í starfs- og tækni­námi: Mik­il aðsókn í iðnnám

Okk­ur hef­ur jafn­framt tek­ist að efla iðnnám ásamt verk- og starfs­námi. Aðsókn í iðn- og starfs­nám í Tækni­skól­an­um hef­ur auk­ist jafnt og þétt und­an­far­in ár, bæði úr grunn­skóla og frá eldri nem­end­um. Sér­stök aukn­ing er í bygg­ing­ar­grein­um og skera pípu­lagn­ir sig þar úr með 84% aukn­ingu á um­sókna­fjölda í dag­skóla milli ára. Aðgerðaáætl­un mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins, Sam­taka iðnaðar­ins og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga var hrundið af stað með það að mark­miði að auka áhuga ung­menna á starfs- og tækni­mennt­un og þar með fjölga ein­stak­ling­um með slíka mennt­un á vinnu­markaði. Aðgerðaáætl­un­in legg­ur meðal ann­ars áherslu á að efla kennslu grunn­skóla­nema í verk-, tækni og list­grein­um; jafna stöðu iðnmenntaðra í fram­halds­námi; ein­falda skipu­lag starfs- og tækni­náms; bæta aðgengi á lands­byggðinni og styrkja náms- og starfs­ráðgjöf.

Það er mik­il­vægt að hver og einn nem­andi geti fundið nám við sitt hæfi. Slíkt eyk­ur ekki aðeins ánægju nem­enda held­ur styrk­ir sam­fé­lagið okk­ar til langs tíma.

Kenn­ar­ar í sókn

Til að mæta áskor­un­um framtíðar þurf­um við fjöl­hæfa og dríf­andi kenn­ara. Aðgerðir voru kynnt­ar til að fjölga kenn­ur­um, í þeim fólust meðal ann­ars launað starfs­nám leik- og grunn­skóla­kenn­ara­nema á loka­ári. Þess­ar aðgerðir skiluðu strax ár­angri en um­sókn­um fjölgaði um 30% milli ára.

Við sjá­um enn meiri fjölg­un í haust. Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands fékk 980 um­sókn­ir í grunn­nám eða hátt í 200 fleiri en í fyrra, eða um 26% fleiri. Um­sókn­ir um grunn­nám í leik­skóla­kenn­ara­fræði og diplóma­nám í leik­skóla­fræði nærri tvö­fald­ast á milli ára, fara úr tæp­lega 100 í rúm­lega 190. Um­sókn­um í grunn­skóla­kenn­ara­nám og kennslu­fræði eru um 340 í ár eða um fimmt­ungi fleiri en í fyrra. Íþrótta- og heilsu­fræði nýt­ur einnig mik­illa vin­sælda og þar hafa um 150 sóst eft­ir því að hefja nám eða um fimmt­ungi fleiri en í fyrra. Sömu­leiðis hef­ur Há­skól­inn á Ak­ur­eyri aldrei fengið eins marg­ar um­sókn­ir í leik- og grunn­skóla­kenn­ara­nám.

Þetta eru afar góðar frétt­ir, enda er öfl­ugt mennta­kerfi borið upp af öfl­ug­um kenn­ur­um.

Mennta­sjóður og ný­sköp­un

Það er frá­bært að sjá hve vel hef­ur tek­ist að styrkja rann­sókn­ar­innviði og efla allt vís­indastarf. Aukið fjár­magn í sam­keppn­is­sjóði í rann­sókn­um nær til mannauðs, með aukn­um styrkj­um og at­vinnu­tæki­fær­um. Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna styrk­ir verk­efni þar sem ung­ir vís­inda­menn fá sín fyrstu kynni af þátt­töku í vís­inda­starfi sem kveikt hef­ur áhuga til framtíðar. Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna hef­ur vaxið úr 55 millj­ón­um í 455 millj­ón­ir í ár. Þetta er gert til að búa til ný tæki­færi og virkja þekk­ing­ar­sköp­un. Mesta fram­fara­skref í þágu náms­manna sem hef­ur verið kallað eft­ir í mörg ár er Mennta­sjóður náms­manna! Sjóður­inn er bylt­ing fyr­ir fjöl­breytt­an hóp fólks sem stund­ar há­skóla­nám hér á landi og fjöl­skyld­ur þessa lands. Með nýju kerfi verður fjár­hags­staða náms­manna betri og skuld­astaða þeirra að námi loknu ræðst síður af fjöl­skylduaðstæðum. Auk þessa nýja kerf­is höf­um við unnið að því síðustu ár að bæta hag náms­manna með því að auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra með hækk­un fram­færslu og tekju­viðmiða.

Það er því eng­um of­sögn­um sagt að stór­sókn sé haf­in í mennta­mál­um!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. júní 2020.