Categories
Greinar

Tækifæri Íslands utan ESB

Deila grein

15/12/2024

Tækifæri Íslands utan ESB

Ísland hef­ur farið þá leið að standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) en eiga í góðu og upp­byggi­legu sam­starfi við banda­lagið á grund­velli EES-samn­ings. Það hef­ur veitt okk­ur tæki­færi fyr­ir sjálf­stæða stefnu­mót­un á sviðum eins og fisk­veiði- og auðlinda­mál­um, og efna­hags- og pen­inga­mál­um, ásamt því sem Ísland get­ur eflt tengsl við önn­ur svæði fyr­ir utan Evr­ópu á grund­velli fríversl­un­ar­samn­inga.

Stóri kost­ur­inn við að vera utan ESB er frelsið til að móta eig­in fisk­veiðistefnu. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er burðarás í ís­lensku hag­kerfi, og sjálf­stæði frá sam­eig­in­legri fisk­veiðistefnu ESB ger­ir Íslandi kleift að stýra þess­ari auðlind sjálft, stjórna veiðum á sjálf­bær­an hátt og tryggja að sjáv­ar­af­urðir skili þjóðarbú­inu meiri tekj­um en ella. Í dag er staðan sú að Ísland er leiðandi þjóð í sjálf­bær­um og arðbær­um sjáv­ar­út­vegi á alþjóðavísu.

Það sama á við um land­búnað, þar sem við get­um mótað eig­in stefnu án þess að þurfa að aðlaga okk­ur sam­eig­in­legri land­búnaðar­stefnu ESB. Þetta leyf­ir land­inu að þróa sér­tæka nálg­un sem hent­ar ís­lensk­um aðstæðum best, þar sem veður­skil­yrði og land­fræðileg­ar aðstæður eru tölu­vert frá­brugðnar meg­in­landi Evr­ópu. Það ligg­ur í aug­um uppi að inn­ganga í tolla­banda­lag ESB-ríkja að þessu leyti myndi veikja ís­lensk­an land­búnað til muna, á tím­um þar sem fæðuör­yggi þjóða verður sí­fellt mik­il­væg­ara. Orðið fæðuör­yggi kann að hljóma óspenn­andi en þýðing þess er hins veg­ar gríðarlega mik­il­væg. Flokk­ar sem tala fyr­ir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hafa aldrei svarað þeirri spurn­ingu hvernig þeir sjái fyr­ir sér að tryggja mat­væla­ör­yggi hér á landi með öfl­ugri inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu, en það þarf að huga að henni.

Ísland get­ur einnig ein­beitt sér að því að nýta nátt­úru­lega eig­in­leika til að fram­leiða ein­stak­ar land­búnaðar­vör­ur. Dæmi um þetta eru ís­lenskt lamba­kjöt, mjólk­ur­vör­ur og græn­meti ræktað við sér­stak­ar aðstæður, eins og í gróður­hús­um sem nýta jarðhita. Þess­ar vör­ur hafa mögu­leika á að öðlast sér­stöðu á alþjóðleg­um mörkuðum þar sem upp­runi og gæði eru met­in hátt.

Þá fylg­ir því aukið viðskiptafrelsi fyr­ir Ísland að standa utan ESB. En landið býr við auk­inn sveigj­an­leika með gerð tví­hliða viðskipta­samn­inga sem geta hentað ís­lensk­um aðstæðum bet­ur en stór­ir alþjóðasamn­ing­ar. Nýta má þessa sér­stöðu til að byggja upp betri út­flutn­ings­mögu­leika og auka fjöl­breytni í markaðssetn­ingu ís­lenskra afurða á er­lend­um mörkuðum.

Staðan er sú að Íslandi hef­ur vegnað vel á grund­velli EES-samn­ings­ins, utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Hér hef­ur hag­vöxt­ur verið meiri, at­vinnu­leysi minna og laun og kaup­mátt­ur hærri. Það verður áhuga­vert að sjá hvort Sam­fylk­ing­in og Flokk­ur fólks­ins láti Viðreisn teyma sig í aðild­ar­viðræður að Evr­ópu­sam­band­inu á þess­um tíma­punkti í yf­ir­stand­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum en slík veg­ferð yrði ekki góð nýt­ing á tíma og fjár­mun­um næstu rík­is­stjórn­ar verði hún að veru­leika.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. desember 2024.