Categories
Greinar

Það þarf að afla grænu orkunnar

Deila grein

21/09/2021

Það þarf að afla grænu orkunnar

Breytingum í átt til grænna at­vinnu­lífs og um­hverfis­vænna sam­gangna fylgir marg­vís­legur á­vinningur fyrir land og þjóð. Þótt mest sé horft á lofts­lags­málin þarf vart að tíunda hver gjald­eyris­sparnaðurinn verður af því að keyra allar inn­lendar sam­göngur á grænni inn­lendri orku í stað inn­fluttra og mengandi orku­gjafa. Fyrir­séð er að á næstu árum þurfum við að taka enn stærri skref en áður í átt til grænnar at­vinnu­starf­semi og grænna sam­fé­lags.

En ef allt þetta á að verða að veru­leika þarf að fram­leiða alla þessa grænu orku. Það er því for­gangs­mál að skoða hvaða mögu­leikar eru fýsi­legir til að út­vega aukna græna orku og mikil­vægt að greina og velja hag­kvæmustu kostina. Við megum ekki vera feimin við að ræða málin, spyrja erfiðra spurninga og taka fum­lausar á­kvarðanir til hags­bóta fyrir um­hverfið og komandi kyn­slóðir. Hér á Ís­landi eru vatns-, jarð­varma- og vindorka þeir mögu­leikar sem væn­legastir eru.

Orkan er ein stærsta auð­lind Ís­lendinga og hana þarf að nýta. En ef við ætlum að vera for­ystu­þjóð á sviði grænnar orku – þá þurfum við að afla hennar. Það liggur í augum uppi. Ís­lendingar hafa sýnt það í gegnum árin að við höfum þekkingu og reynslu í að virkja náttúruna og á sama tíma um­gangast landið okkar og jörðina af virðingu og var­færni. Nú þarf að ræða hvar, hvernig og hversu hratt.

Traustir orku­inn­viðir um land allt eru lykillinn að árangri í lofts­lags­málum og þeirri grænu um­breytingu í at­vinnu og sam­göngu­málum sem er í burðar­liðnum. Það er mikil­vægt að hugsa og nálgast málin af skyn­semi, vega og meta þá kosti sem eru í boði og taka á­kvarðanir sem koma sér vel fyrir fram­tíðar­kyn­slóðir í landinu til lengri tíma.

Ingibjörg Isaksen.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2021.