Categories
Greinar

Þakklæti á fullveldisafmæli og áskoranir framtíðar

Deila grein

18/07/2018

Þakklæti á fullveldisafmæli og áskoranir framtíðar

Haldið er upp á það í dag að 100 ár eru frá því að samn­ingn­um um full­veldi Íslands var lokið með und­ir­rit­un sam­bands­lag­anna sem tóku gildi 1. des­em­ber 1918. Sjálf­stæðis­bar­átt­an ein­kenndi 19. öld­ina og markaði end­ur­reisn Alþing­is Íslend­inga. Frels­isþráin var mik­il og sner­ist stjórn­má­laum­ræðan einkum um það hvernig Íslend­ing­ar myndu ráða sín­um mál­um sjálf­ir.

Sjálf­stæðis­bar­átt­an færði okk­ur betri lífs­kjör
Full­veld­is­árið 1918 var krefj­andi og stóð ís­lenska þjóðin frammi fyr­ir áskor­un­um af nátt­úr­unn­ar hendi sem settu svip á þjóðlífið. Þá var frosta­vet­ur­inn mikli og haf­ís tor­veldaði sigl­ing­ar víða um landið. Spánska veik­in tók sinn toll af þjóðinni og Katla hóf upp raust sína. Full­veld­inu var fagnað hóf­lega í ljósi þess sem á und­an hafði gengið en árið 1918 færði ís­lensku þjóðinni auk­inn rétt og varðaði mik­il­væg­an áfanga á leið okk­ar til sjálf­stæðis. Á þeim hundrað árum sem liðin eru höf­um við sem frjálst og full­valda ríki náð að bylta lífs­kjör­um í land­inu. Við höf­um borið gæfu til að nýta auðlind­ir lands­ins á sjálf­bær­an hátt og styðja við öfl­ugt vel­ferðarsam­fé­lag, þar sem all­ir eiga að fá tæki­færi til að lifa gæfu­ríku lífi óháð efna­hag. Hins veg­ar er það svo að þrátt fyr­ir að ís­lensku sam­fé­lagi hafi vegnað vel á full­veld­is­tím­an­um er ekki sjálf­gefið að svo verði næstu 100 árin. Því verðum við að vera meðvituð um þær áskor­an­ir sem við stönd­um frammi fyr­ir og tak­ast á við þær af festu. Mig lang­ar til að fjalla um þrjú grund­vall­ar­atriði sem oft eru nefnd sem for­send­ur full­veld­is, en þau eru fólk, land og lög­bundið skipu­lag. Öll þessi atriði skipta máli í fortíð, nútíð og framtíð.

Fólkið og tungu­málið
Ein af þeim áskor­un­um sem ég vil sér­stak­lega nefna er staða ís­lensk­unn­ar. Tung­an hef­ur átt und­ir högg að sækja í kjöl­far örra sam­fé­lags- og tækni­breyt­inga sem hafa breytt dag­legu lífi okk­ar. Til að mynda hef­ur snjall­tækja­bylt­ing­in aukið aðgang að er­lendu afþrey­ing­ar­efni. Þá get­ur fólk talað við tæk­in sín á ensku. Við vilj­um bregðast við þessu og liður í því er fram­kvæmd á mál­tækni­áætl­un fyr­ir ís­lensku 2018-2022. Mark­mið henn­ar er að tryggja að hægt sé að nota ís­lensku í sam­skipt­um við tæki og í allri upp­lýs­inga­vinnslu og gera tungu­málið okk­ar gild­andi í sta­f­ræn­um heimi til framtíðar. Það er hins veg­ar ekki nóg að snara öll­um snjall­tækj­um yfir á ís­lenska tungu. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mik­il­vægi þess að leggja rækt við málið okk­ar og nota það. Það eru for­rétt­indi fyr­ir litla þjóð að tala eigið tungu­mál. Því vil ég brýna alla til þess að leggja sitt af mörk­um við að rækta það.

Landið okk­ar og eign­ar­hald
Önnur áskor­un sem ég vil nefna snýr að landi og eign­ar­haldi á því. Lög um eign­ar­rétt og af­nota­rétt fast­eigna kveða á um að eng­inn megi öðlast eign­ar­rétt eða af­nota­rétt yfir fast­eign­um á Íslandi nema viðkom­andi aðili sé ís­lensk­ur rík­is­borg­ari eða með lög­heim­ili á Íslandi. Hins veg­ar get­ur ráðherra vikið frá þessu skil­yrði sam­kvæmt um­sókn frá áhuga­söm­um aðilum, sem ger­ir nú­ver­andi lög­gjöf frem­ur ógagn­sæja. Heim­ild­ir og tak­mark­an­ir er­lendra aðila utan EES-svæðis­ins er lúta að fast­eign­um hér á landi eru einnig óskýr­ar. Það verður að koma í veg fyr­ir að landið hverfi smám sam­an úr eigu þjóðar­inn­ar og að nátt­úru­auðlind­ir glat­ist. Staðreynd­in er sú að land­fræðileg lega Íslands er afar dýr­mæt og mik­il­vægi henn­ar mun aukast í framtíðinni. Í rík­is­stjórn­arsátt­mál­an­um er kveðið á um að skoðaðar verði leiðir til að setja skil­yrði við kaup á landi sem taka mið af stefnu stjórn­valda um þróun byggða, land­nýt­ingu og um­gengni um auðlind­ir. Það er nauðsyn­legt að marka skýr­ari stefnu í þessu máli.

Mik­il­væg þrískipt­ing valds­ins
Í þriðja lagi lang­ar mig að nefna lög­bundið skipu­lag. Það sem felst í því að verða frjálst og full­valda ríki er einka­rétt­ur þjóðar­inn­ar til þess að fara með æðstu stjórn dómsvalds, lög­gjaf­ar- og fram­kvæmd­ar­valds. Það stjórn­ar­far sem reynst hef­ur far­sæl­ast er lýðræðið. Þess vegna er brýnt að efla Alþingi til að styðja við stjórn­skip­an lands­ins. Umboðið sem kjörn­ir full­trú­ar hljóta í kosn­ing­um er afar þýðing­ar­mikið og mik­il­vægt að styðja við það. Alþing­is­mönn­um ber að varðveita þetta umboð af mik­illi kost­gæfni og það er okk­ar hlut­verk að tryggja að op­in­ber stefnu­mót­un taki ávallt mið af því. Alþing­is­menn eru kjörn­ir til að fram­fylgja mál­um sem þeir fá umboð til í kosn­ing­um. Póli­tískt eign­ar­hald á stefnu­mót­un er lyk­il­atriði í því að hún sé far­sæl og sjálf­bær. Ef kjörn­ir full­trú­ar fram­kvæmda­valds­ins missa sjón­ar á umboði sínu og hlut­verki gagn­vart kjós­end­um er lýðræðið sjálft í hættu.

Full­veldið og sá rétt­ur sem því fylg­ir hef­ur gert okk­ur kleift að stýra mál­um okk­ar ásamt því að vera virk­ir þátt­tak­end­ur í alþjóðasam­fé­lag­inu. Á dög­um sem þess­um, þegar við horf­um 100 ár aft­ur í tím­ann, fyll­umst við flest þakk­læti fyr­ir þær ákv­arðanir sem tryggðu okk­ur þessi rétt­indi. Hug­ur­inn leit­ar síðan óneit­an­lega til framtíðar og þeirra verk­efna sem bíða okk­ar, það er okk­ar að tryggja þá far­sæld.

Lilja Dögg Alfreðsdóttirmennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. júlí 2018.