Categories
Greinar

Þjóðin mætir til leiks

Deila grein

19/01/2020

Þjóðin mætir til leiks

Mál­efni þjóðarleik­vanga hafa verið til umræðu hjá ríki, Reykja­vík­ur­borg og íþrótta­hreyf­ing­unni í nokk­urn tíma. Mann­virki sem eiga að hýsa alþjóðleg­ar keppn­ir eru mörg hver kom­in til ára sinna. Al­mennt bera sveit­ar­fé­lög ábyrgð á upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja sam­kvæmt íþrótta­lög­um. Ný reglu­gerð um þjóðarleik­vanga opn­ar á aðkomu rík­is­ins sér­stak­lega að slíkri mann­virkja­gerð.

Sam­kvæmt reglu­gerðinni er þjóðarleik­vang­ur skil­greind­ur sem íþróttaaðstaða sem teng­ist ákveðinni íþrótt. Hér er um að ræða mann­virki sem þegar er til staðar eða á eft­ir að reisa. Þjóðarleik­vang­ur upp­fyll­ir tækni­leg­ar staðal­kröf­ur fyr­ir viðkom­andi íþrótta­grein ásamt því að upp­fylla skil­greind­ar lág­marks­kröf­ur um íþrótta­mann­virki sam­kvæmt alþjóðleg­um regl­um alþjóðasam­banda og ís­lensk­um reglu­gerðum um mann­virki fyr­ir al­menn­ing og fjöl­miðla.

En hvers vegna eru þjóðarleik­vang­ar mik­il­væg­ir? Við höf­um lengi átt framúrsk­ar­andi íþrótta­fólk. Við get­um sann­ar­lega verið stolt af af­reksíþrótta­fólk­inu okk­ar en við eig­um líka að geta verið stolt af aðstöðunni sem við höf­um til að halda alþjóðlega íþróttaviðburði og íþrótta­keppn­ir. Ljóst er að sú aðstaða sem þarf til að geta tekið á móti alþjóðleg­um viðburðum í þeim íþrótta­grein­um sem við stönd­um framar­lega í þarfn­ast end­ur­nýj­un­ar.

Á dög­un­um skipaði ég starfs­hóp sem mun gera til­lög­ur um framtíð þjóðarleik­vangs fyr­ir inn­iíþrótt­ir á Íslandi. Starfs­hóp­ur­inn mun m.a. vinna að öfl­un upp­lýs­inga um hvernig vinna eigi eft­ir nýrri reglu­gerð um þjóðarleik­vanga og afla nauðsyn­legra upp­lýs­inga um hvaða alþjóðakröf­um þarf að fara eft­ir svo hægt sé að greina þarf­ir fyr­ir mann­virki til lengri tíma og mögu­lega nýt­ingu mann­virkja sem fyr­ir eru. Starfs­hóp­ur­inn er skipaður öfl­ugu fólki og ég hef mikl­ar vænt­ing­ar til afrakst­urs vinnu hans.

Fram und­an eru viðamikl­ar innviðafjár­fest­ing­ar í hag­kerf­inu. Fjár­fest­ing­ar rík­is­sjóðs eru rétt yfir lang­tímameðaltali, eða rúm 2% af lands­fram­leiðslu. Vegna sterkr­ar stöðu rík­is­sjóðs verður hægt að fara í frek­ari innviðaupp­bygg­ingu á næst­unni. Það sýn­ir sig að fjár­fest­ing í íþrótt­um hef­ur veru­leg­an sam­fé­lags­leg­an ábata til framtíðar. Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt áherslu á mik­il­vægi upp­bygg­ingu sam­fé­lags­legra innviða og eru íþrótta­mann­virki liður í því.

Mark­mið mitt er að þessi und­ir­bún­ings­vinna sem nú fer fram geti skilað sam­eig­in­legri sýn á hvert ber að stefna og hvað þarf til þess að aðstaða af­reks­fólks í íþrótt­um sé á heims­mæli­kv­arða. Til að ná sett­um mark­miðum þurfa all­ir að leggj­ast á eitt, ná hraðaupp­hlaup­inu og skora!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. janúar 2020.