Categories
Greinar

Tími kominn til að endurmeta þéttingarstefnuna

Deila grein

09/05/2025

Tími kominn til að endurmeta þéttingarstefnuna

Fyr­ir­sögn­in kann að valda óánægju hjá Sam­fylk­ing­ar­fólki en staðreynd­irn­ar tala sínu máli. Þétt­ing byggðar í Reykja­vík gagn­ast borg­ar­bú­um ekki. Síðastliðin 15 ár hef­ur stefna borg­ar­yf­ir­valda verið að þétta byggð til að nýta bet­ur innviði í grón­um hverf­um og til að gera borg­ar­línu mögu­lega. Þetta hef­ur leitt til fjölda vanda­mála sem ekki verður leng­ur horft fram hjá.

Mark­miðið með þétt­ing­unni var að nýta bet­ur þau mann­virki sem þegar eru fyr­ir hendi, allt frá skol­p­lögn­um til skóla og sam­göngu­kerfa, en marg­ir þess­ara innviða eru fyr­ir löngu orðnir úr­elt­ir og sprungn­ir. Dæmi um þetta eru leik- og grunn­skól­ar með myglu­vanda sem þarf að end­ur­byggja frá grunni. Vax­andi um­ferðarteppa á helstu stof­næðum borg­ar­inn­ar á há­anna­tíma er annað aug­ljóst merki um innviðakerfi sem ræður ekki við álagið.

Hús­næðis­kostnaður úr bönd­un­um

Eitt helsta lof­orð þétt­ing­ar­stefn­unn­ar var að hægt yrði að byggja ódýr­ari íbúðir þar sem innviðir væru þegar fyr­ir hendi. Það lof­orð hef­ur ekki staðist. Þvert á móti hef­ur lóðaverð í grón­um hverf­um rokið upp, sem og bygg­ing­ar­kostnaður. Í stærstu þétt­ing­ar­verk­efn­un­um, á borð við Lauga­veg/​Suður­lands­braut og í Voga­hverfi, hef­ur borg­in sjálf keypt lóðir fyr­ir háar fjár­hæðir sem end­ur­spegl­ast í íbúðaverði þar sem fer­metra­verð fer nú yfir eina millj­ón króna.

Þessi þróun kem­ur sér­stak­lega illa niður á ungu fólki sem vill kaupa sitt fyrsta hús­næði og stofna fjöl­skyldu. Leigu­verð hef­ur einnig hækkað mikið og ekki er ósenni­legt að þessi þróun hafi áhrif á fæðing­artíðni í land­inu með al­var­leg­um lang­tíma­af­leiðing­um fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Eins­leit byggð og vannýtt rými

Meiri­hluti nýrra íbúða í þétt­ing­ar­verk­efn­um er í fjöl­býl­is­hús­um, sem leiðir til eins­leitr­ar byggðar. Íbúar kvarta yfir skugga­varpi, skertu út­sýni og tak­mörkuðu aðgengi að græn­um svæðum. Þá standa þjón­ustu- og versl­un­ar­rými oft tóm þar sem ekki er næg­ur fjöldi viðskipta­vina í hverf­un­um né bíla­stæði fyr­ir þá sem búa ekki á staðnum. Hlíðar­enda­hverfið og Snorra­braut­in eru góð dæmi um að hug­mynd­in um „15 mín­útna hverfi“ geng­ur illa upp í raun­veru­leik­an­um.

Tóm versl­un­ar­rými á jarðhæð fjöl­býl­is­húsa eru ekki aðeins sjón­meng­un, held­ur sóun á dýr­mætu rými. Verk­tak­ar neyðast svo til að velta kostnaði þeirra yfir á aðrar íbúðir í hús­inu, sem hækk­ar enn frek­ar fast­eigna­verð.

Sam­göngu­vandi og bíla­stæðaskort­ur

Bíla­stæðum hef­ur verið vís­vit­andi fækkað, þrátt fyr­ir að 70% borg­ar­búa noti einka­bíl til dag­legra ferða. Nýj­ar íbúðir eru hannaðar með færri en einu bíla­stæði á íbúð sem kem­ur illa við fjöl­skyld­ur og eldri borg­ara sem geta ekki nýtt strætó. Hér er lík­lega kom­in ein af ástæðunum fyr­ir því hvers vegna nýj­ar íbúðir á þétt­ing­ar­reit­um selj­ast illa, eins og komið hef­ur fram í fjöl­miðlum. Á sama tíma hafa stór sam­göngu­verk­efni taf­ist um ár­araðir. Sunda­braut, Miklu­braut­ar­stokk­ur og aðrir nauðsyn­leg­ir innviðir sitja á hak­an­um á meðan fjár­mun­um er varið í dýr­ar hug­mynd­ir eins og borg­ar­línu og göngu­brýr sem eru ólík­lega að fara að leysa um­ferðar­vand­ann. Al­menn­ings­sam­göng­ur eru mik­il­væg­ar til að tryggja val­frelsi fólks til að velja þann sam­göngu­máta sem það kýs og létta á um­ferð en það má ekki setja fókus­inn á upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna á kostnað þess að leysa um­ferðar­vanda borg­ar­inn­ar. Reykja­vík er strjál­býl borg á alþjóðavísu en hér er verið að reyna að inn­leiða dýr­ar sam­göngu­lausn­ir eins og gert er í er­lend­um stór­borg­um sem eru byggðar þétt vegna nauðsynj­ar en ekki vegna mis­ráðinn­ar stefnu.

Óánægja íbúa og val­frelsi

Þétt­ing­ar­stefn­an er núna byrjuð að teygja sig aust­ar í borg­ina á svæði þar sem borg­ar­bú­ar leituðu í til að fá að vera nær nátt­úr­unni og fá meira rými. Verið er að reyna að inn­leiða þétt­ing­ar­stefn­una í Grafar­vogi í óþökk íbúa auk þess sem uppi eru þétt­ingaráform í Breiðholti sem eru byrjuð að valda ugg hjá íbú­um. Fólkið sem býr þarna flutt­ist í út­hverfi til að fá rými og frið. Það á því ekki að koma á óvart að óánægja íbúa skuli fyr­ir­finn­ast. Þetta sýn­ir hversu mik­il­vægt það er að hlusta á íbúa og við í Fram­sókn ber­um einnig ábyrgð á að það hef­ur ekki alltaf tek­ist nógu vel.

Tími til að staldra við

Of­uráhersla á að þétta byggð hef­ur leitt til ósjálf­bærs hús­næðis­kostnaðar, slakr­ar nýt­ing­ar á rými, van­fjár­magnaðra innviða, meiri um­ferðar­vanda og vax­andi óánægju borg­ar­búa. Það vilja ekki all­ir búa í blokk­um í þéttri byggð og það ber að virða það sjón­ar­mið.

Eft­ir tæp­lega þriggja ára setu í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði sé ég æ bet­ur að stefna borg­ar­inn­ar varðandi þétt­ingu þarfn­ast end­ur­mats. Það þarf að draga úr þétt­ingaráform­um í grón­um hverf­um og hlusta bet­ur á ósk­ir borg­ar­búa. Við þurf­um að fjár­festa meira í sam­göngu­innviðum eins og Sunda­braut sem mun leiða til þess að hægt verður að brjóta nýtt bygg­ing­ar­land og reisa íbúðir sem fólk hef­ur efni á, í hverf­um þar sem fólk vill búa, með fjöl­breyti­leika og val­frelsi að leiðarljósi.

Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og sit­ur í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. maí 2025.