Categories
Greinar

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld

Deila grein

13/05/2019

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld

Gleði­banka­menn sungu frumraun okkar Íslend­inga í Júró­visjón árið 1986. Það ár var ekki bara merki­leg­ilegt fyrir okkur Íslend­inga með góðu júró­visón­lagi heldur fyrir heims­byggð­ina alla. Það ár var leið­toga­fundur hald­inn í Höfða milli Ron­ald Reagan, for­seta Banda­ríkj­anna og Mik­haíl Gor­batsjev, leið­toga Sov­ét­ríkj­anna. Slíkur við­burður var sögu­legur enda höfðu þessi ríki þá átt í ára­löngum átökum kennda við kalda stríð­ið. Hér til lands­ins komu um eitt þús­und frétta­menn hvaðan af úr heim­in­um. Þeir töl­uðu og skrif­uðu fréttir af þessum merki­lega fundi um gjörvall­ann heim­inn. Á nær ótelj­andi stjórn­varp­stöðvum og á fjöl­mörgum tungu­málum fluttu frétta­menn stór­merki­legar fréttir frá Íslandi.

Ímyndum okkur heim þar sem við fengum engar fréttir af Júró­vison. Ekk­ert væri fjallað um önnur lög, fyrir hvað þau standa eða lista­menn­ina sem flytja þau. Í slíkum frétta­lausum heimi hefði fólk aldrei fengið að upp­lifa von­ar­glæt­una sem sam­ræður og sam­tal leið­tog­anna í Höfða sköp­uðu og lögðu síðar grunn að enda­lokum kalda stríðs­ins. Fréttir og frétta­mennska eru horn­steinn heil­brigðar lýð­ræð­is­þró­un­ar. Menn­ing okk­ar, listir og sköpun þarfn­ast einnig umfjöll­unar og sýni­leika. Hver veit af list nema hann heyri og sjái list­sköp­un?

Oft er talað um fjöl­miðla sem fjórða vald­ið. Slíka nálgun má rétt­læta, vegna þess að öll þekk­ing er byggð á upp­lýs­ing­um. Með örri tækni­þróun og til­komu ver­alda­vefs­ins verður hins vegar vanda­mál að ekki eru allar upp­lýs­ingar byggðar á þekk­ingu. Þó til­koma fals­frétta sé í eðli sínu ekki ný af nál­inni og svo­kall­aðar gróu­sögur hafi lengi fylgt mann­legu sam­fé­lagi, þá hefur magnið marg­fald­ast af röngum upp­lýs­ingum sem haldið er að almenn­ingi. Slík aukn­ing er nú víða um hinn vest­ræna heim að grafa undan lýð­ræð­is­legri grund­vall­ar­virkni sem eftir upp­lýs­inga­öld­ina hefur byggst á sann­reyn­an­legri þekk­ingu. Nú sem aldrei fyrr er starf frétta­manna – vítt og breytt um sam­fé­lagið og landið allt – okkur nauð­syn­legt svo við getum tekið mál­efna­lega afstöðu í þeim fjöl­mörgu málum sem snerta sam­fé­lag­ið.

Eins og stjórn­mála­menn kenna sig við hægri eða vinstri, þá þarf almenn­ingur að fá tæki­færi til að sann­reyna hvort þeir eða til­lögur þeirra séu skyn­sam­leg­ar. Aðrar nor­rænar þjóðir hafa fyrir löngu síðan áttað sig á mik­il­vægi þess að styrkja sjálf­stæða og vand­aða frétt­um­fjöll­un. Nú loks­ins árið 2019 er rík­is­stjórn sem hræð­ist ekki sjálf­stæða og vand­aða frétta­mennsku, heldur styður í orðum og gjörðum þennan mik­il­væga grund­völl vest­rænnar sið­menn­ing­ar. Hag­rænn stuðn­ingur við fjölda frétta­manna, frekar en fjölda frétta er lík­leg til að auka fjöl­miðla­læsi, styðja við þekk­ing­ar­auka sam­fé­lags­ins og tryggja lýð­ræðis­vit­und og virkni á 21. öld­inni.

Alex B. Stefánsson, varaþingmaður og for­maður SIG­RÚNAR – Félags ungra Fram­sókn­ar­manna í Reykja­vík.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 11. maí 2019.