Categories
Greinar

Tryggjum ferska sýn í Suðurnesjabæ!

Deila grein

02/05/2022

Tryggjum ferska sýn í Suðurnesjabæ!

Framsókn í Suðurnesjabæ er að bjóða fram ung og ný andlit sem og reynslumikla einstaklinga. Frambjóðendur Framsóknar eiga allir það sameiginlegt að vilja berjast fyrir hagsmuni íbúa bæjarfélagsins, hvort sem það er fyrir barnafjölskyldur, sterkt atvinnulíf eða fyrir eldra fólkið. Það er markmið Framsóknar að gefa öllum hópum bæjarfélagsins raddir og raunveruleg áhrif.

Hjá Framsókn er fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í bæjarpólitík. Reynsla er auðvitað dýrmæt en hún á sér sitt upphaf. Það eru margvíslegar áskoranir sem bæjarfélagið okkar stendur frammi fyrir, breytingar sem við þurfum öll að koma að. Mikilvægi þess að nýtt ungt fólk komi að mikilvægum ákvörðunum í samfélaginu er augljóst.

Nú gefst frábært tækifæri til að tryggja Suðurnesjabæ öfundsverða stöðu. Enda er það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að bæjarfélagið standi ekki í stað. Bæjarstjórnin á að endurspegla og vera sterk rödd allra íbúa bæjarfélagsins. Því er það hagur okkar allra að þar sé sem breiðasti hópur fólks, með reynslumiklu og nýju fólki.

Suðurnesjabær er gott samfélag sem hægt er að gera enn betra og til að svo verði þurfum við að koma fram með nýjar og ferskar hugmyndir og nýja sýn inn í bæjarstjórn.

Framtíðin er björt með nýju og ungu fólki!

Úrsúla María Guðjónsdóttir, skipar 2. sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist fyrst á vf.is 2. maí 2022.