Categories
Greinar

Tvær leiðir til að bæta starfsumhverfi lögreglunnar

Deila grein

31/08/2021

Tvær leiðir til að bæta starfsumhverfi lögreglunnar

Mikið mæðir á okk­ar fram­lín­u­starfs­mönn­um þessa dag­ana vegna Covid- far­ald­urs­ins. Þá á ég fyrst og fremst við hjúkr­un­ar­fólk, lækna, sjúkra­flutn­inga­fólk, slökkviliðsmenn og lög­regluþjóna. Hægt væri að skrifa lýs­ing­ar um sér­hverja starfs­grein en ég ætla nú að beina at­hygli minni að okk­ar frá­bæra fólki í lög­regl­unni. Und­an­farna mánuði hef ég átt mörg sam­töl við lög­regluþjóna um hvernig þeir upp­lifa sig í störf­um sín­um.

Fjölg­un lög­regluþjóna

Á vef Alþing­is er til­greint að fjöldi lög­regluþjóna á Íslandi hafi verið 662 þann 1. fe­brú­ar 2020. Þetta sam­svar­ar að á Íslandi er einn lög­regluþjónn á hverja 557 íbúa. Í skýrslu dóms­málaráðherra frá ár­inu 2001 kem­ur fram að fjöldi lög­regluþjóna var þá hlut­falls­lega mest­ur á Íslandi af öll­um Norður­lönd­um eða einn á hvern 441 íbúa, en meðaltalið á Norður­lönd­um var þá 573 íbú­ar á lög­regluþjón. Í dag hef­ur fjöldi lög­regluþjóna á Norður­lönd­um hald­ist óbreytt­ur eða einn á 577 íbúa. Ljóst er að á meðan fjöldi lög­regluþjóna hef­ur staðið í stað á Norður­lönd­um þá hef­ur þeim hlut­falls­lega fækkað veru­lega á Íslandi. Þess­ar töl­ur eru í sam­ræmi við þau sam­töl sem ég hef átt. Jafn­framt hef­ur ný­leg ákvörðun um stytt­ingu vinnu­tíma orðið til þess að vakt­ir eru nú mannaðar með færri lög­reglu­mönn­um, sem eyk­ur enn meira það álag sem fyr­ir er. Þegar tekið er til­lit til auk­inna og nýrra verk­efna lög­regl­unn­ar, tveggja millj­óna ferðamanna, net­glæpa, viðveru af­brota­gengja frá Evr­ópu, fjár­mála­af­brota, man­sals og auk­inna verk­efna varðandi fjöl­skyldu­tengd af­brot, verk­efni sem flest þekkt­ust vart hér á landi fyr­ir 20 árum, er ljóst að ástandið er grafal­var­legt.

Lausn­in er mjög skýr. Það þarf að fara í aðgerðir til að fjölga lög­regluþjón­um á land­inu strax.

End­ur­vakn­ing lög­reglu­skól­ans

Þegar lög­reglu­skól­inn var lagður niður 2016 var það gert skil­yrt að verðandi lög­regluþjón­ar þyrftu að ljúka tveggja ára skóla­námi (diplóma) á há­skóla­stigi og að starfs­náms­hluti yrði síðan í um­sjá mennta- og starfsþró­un­ar­set­urs rík­is­lög­reglu­stjóra sem stofnað var í kjöl­farið. Farið var í þess­ar aðgerðir til að ná fram sparnaði í rík­is­rekstri. Það er gott og vel að reyna að spara þar sem hægt er, en það sem hef­ur skap­ast í kjöl­farið er að praktísk/​raunþjálf­un lög­reglu­nema hef­ur verið minnkuð til muna. Ekki er leng­ur kennt yfir heilt náms­ár eins og var í lög­reglu­skól­an­um hér áður held­ur er þetta nokk­urra vikna nám­skeið sem kem­ur í kjöl­far þess að nem­end­ur ljúka sínu diplóma­námi. Þetta hef­ur leitt til þess að lög­regluþjón­ar eru ekki jafn vel und­ir­bún­ir til að tak­ast á við hin dag­legu vanda­mál sem koma upp í þeirra vinnu. Hvort lausn­in sé að end­ur­vekja starf­semi gamla lög­reglu­skól­ans skal ég ekki segja en það er ein­róma skoðun viðmæl­enda minna að lengja þurfi verk­lega námið til muna, svo að nýliðar í lög­regl­unni séu bet­ur und­ir­bún­ir til að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem þeir mæta á hverj­um degi.

Fyr­ir þjóð sem tel­ur aðeins 360 þúsund íbúa og eng­an her er nauðsyn­legt að efla stöðugt og styrkja lög­gæsluaðila rík­is­ins, þannig að ávallt sé vel þjálfað starfs­fólk fyr­ir hendi í lög­regl­unni.

Aðalsteinn Haukur Sverrisson, sit­ur í 2. sæti á lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík suður.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. ágúst 2021.