Categories
Greinar

Varlega af stað

Deila grein

14/05/2020

Varlega af stað

Við för­um var­lega af stað í opn­un lands­ins eft­ir að hafa náð ótrú­leg­um tök­um á út­breiðslu veirunn­ar og treyst­um á vís­ind­in. Það er mik­il­vægt að við för­um var­lega og það er mik­il­vægt að við nýt­um þekk­ingu okk­ar á veirunni til að koma hjól­un­um bet­ur af stað. Það verður ekki litið fram hjá því að fjöl­marg­ar fjöl­skyld­ur um allt land eiga mikið und­ir því að gest­ir sæki landið heim að nýju þótt ekki sé hægt að bú­ast við því að kraft­ur­inn verði jafn­mik­ill og síðustu ár.

Ferðaþjón­ust­an hef­ur á nokkr­um árum orðið ein af und­ir­stöðum ís­lenska efna­hags­kerf­is­ins, skapað mikl­ar út­flutn­ings­tekj­ur og veitt mikl­um fjölda fólks at­vinnu og þar með lífsviður­væri. Ferðaþjón­ust­an hef­ur styrkt byggðir lands­ins og komið til viðbót­ar öðrum grunnstoðum: land­búnaði, sjáv­ar­út­vegi og iðnaði. Hún hef­ur opnað augu okk­ar fyr­ir þeim fjár­sjóði sem nátt­úr­an er og þannig breytt gild­is­mati margra.

Ég hef orðið var við að Íslend­ing­ar hlakka til að ferðast um landið sitt í sum­ar. Sól­ar­vörn­in verður kannski ekki alltaf höfð uppi við eins og á sól­ar­strönd­um en eins og við vit­um búa töfr­ar í sam­spili lands­lags og veðurs hvort held­ur það blæs, skín eða úðar. Eft­ir­minni­leg­ustu augna­blik­in eru ekki endi­lega þau sól­ríku.

Þótt Íslend­ing­ar verði dug­leg­ir að ferðast inn­an­lands í sum­ar er ljóst að það kem­ur ekki til með að duga til að verja þau störf sem orðið hafa til í ferðaþjón­ust­unni síðustu árin. Því er það já­kvætt skref og mik­il­vægt að opna landið fyr­ir komu er­lendra gesta um miðjan júní. Áður en það ger­ist hef­ur verið tek­in ákvörðun um að sótt­kví B verði út­víkkuð þannig að kvik­mynda­gerðar­menn og aðrir af­markaðir hóp­ar geti komið til starfa á Íslandi.

Kvik­mynda­gerð hef­ur lengi staðið Fram­sókn nærri og skemmst að minn­ast þess að flokk­ur­inn stóð fyr­ir því að tekið var upp það end­ur­greiðslu­kerfi sem enn er við lýði hér á landi. Það kerfi hef­ur lagt grunn­inn að öfl­ugri kvik­mynda­gerð á Íslandi sem hef­ur mikið menn­ing­ar­legt gildi. Þar að auki hef­ur kvik­mynda­gerðin skapað at­vinnu og tekj­ur og fært ís­lenskt lands­lag inn í aðra menn­ing­ar­heima, hvort sem þeir heita Hollywood eða Bollywood.

Ég finn að fólk tek­ur því fagn­andi að það losni um þau höft sem verið hafa á líf­inu á Íslandi síðustu vik­ur og mánuði. Það er vor í lofti, jafn­vel sum­ar sunn­an und­ir vegg, og við fet­um okk­ur var­lega af stað und­ir leiðsögn sótt­varna­yf­ir­valda. Áfram veg­inn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. maí 2020.