Categories
Greinar

Vaxandi vegur hönnunar og arkitektúrs

Deila grein

19/01/2023

Vaxandi vegur hönnunar og arkitektúrs

Á þessu kjör­tíma­bili verða mál­efni hönn­un­ar og arki­tekt­úrs í önd­vegi í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu í góðri sam­vinnu við hagaðila. Mark­mið þeirr­ar vinnu er skýrt; við ætl­um að kynna stefnu og aðgerðir sem skila ár­angri, fag­mennsku og gæðum til hags­bóta fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Ný hönn­un­ar­stefna verður mótuð og kynnt en henni er ætlað að virkja mannauð í hönn­un­ar­grein­um til þess að leysa brýn verk­efni sam­tím­ans, auka lífs­gæði og stuðla að sjálf­bærri verðmæta­sköp­un. Meðal lyk­ilaðgerða eru setn­ing laga um hönn­un og arki­tekt­úr, efl­ing Hönn­un­ar­sjóðs, bætt aðgengi ný­skap­andi hönn­un­ar­verk­efna að sam­keppn­is­sjóðum, end­ur­skoðun menn­ing­ar­stefnu í mann­virkja­gerð og að tryggja þátt­töku Íslands í Fen­eyjat­víær­ingn­um í arki­tekt­úr.

Í ár munu fram­lög til Hönn­un­ar­sjóðs hækka um 30 millj­ón­ir króna og um­fang sjóðsins því aukast í 80 m.kr. Sjóður­inn út­hlut­ar styrkj­um til marg­vís­legra verk­efna á sviði hönn­un­ar og arki­tekt­úrs en hlut­verk hans er að efla þekk­ingu, at­vinnu- og verðmæta­sköp­un og að stuðla að aukn­um út­flutn­ingi ís­lenskr­ar hönn­un­ar með því að styrkja kynn­ing­ar- og markaðsstarf er­lend­is.

Fyr­ir til­stilli fram­laga sjóðsins hef­ur mörg­um spenn­andi ný­skap­andi verk­efn­um verið hrint í fram­kvæmd og þau hjól halda mörg áfram að snú­ast af krafti, en sam­tals hafa 386 verk­efni hlotið styrk úr sjóðnum frá upp­hafi. Stuðning­ur úr Hönn­un­ar­sjóði er mik­il­væg lyfti­stöng og viður­kenn­ing, og oft fyrsta skref að ein­hverju stærra.

Það eru stór efna­hags­leg tæki­færi fólg­in í því að styðja við skap­andi grein­ar líkt og hönn­un og arki­tekt­úr með skipu­lögðum hætti. Næg­ir þar að líta til Dan­merk­ur þar sem um­fang hönn­un­ar, arki­tekt­úrs og annarra skap­andi greina hef­ur farið vax­andi í hag­kerf­inu und­an­far­in ár. Tug­ir þúsunda starfa eru inn­an slíkra greina þar í landi og hef­ur vöxt­ur í út­flutn­ingi þeirra verið um 4,8% ár­lega síðan 2011. Árið 2020 fóru út­flutn­ings­verðmæti skap­andi greina yfir 14 millj­arða evra en tísku­varn­ing­ur er til að mynda fjórða stærsta út­flutn­ings­stoð Dan­merk­ur.

Hönn­un og arki­tekt­úr snerta dag­legt líf okk­ar á ótal vegu og flest höf­um við skoðanir á hönn­un og arki­tekt­úr í ein­hverju formi. Ég hef sterka sann­fær­ingu fyr­ir því að leggja áherslu á að efla ís­lenska hönn­un og arki­tekt­úr, sem fag- og at­vinnu­grein, út­flutn­ings­grein og mik­il­væga aðferðafræði – sem mun á end­an­um leiða til auk­inna lífs­gæða fyr­ir sam­fé­lagið. Með hækk­un fram­laga í Hönn­un­ar­sjóð er stigið skref á þess­ari veg­ferð, slag­kraft­ur sjóðsins mun aukast og von­ir standa til þess að áhrifa hans gæti enn víðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. janúar 2023.