Categories
Greinar

Við stöndum öll vaktina

Fagráð einelt­is­mála var sett á lagg­irn­ar fyr­ir nokkr­um árum. Hlut­verk þess er að veita stuðning með al­mennri ráðgjöf, leiðbein­ing­um og upp­lýs­inga­gjöf. Jafn­framt geta nem­end­ur, for­ráðamenn og starfs­fólk skóla leitað eft­ir aðkomu þess ef ekki hef­ur tek­ist að finna full­nægj­andi lausn inn­an skól­anna. Fagráðið hef­ur margoft sannað mik­il­vægi sitt fyr­ir skóla­sam­fé­lagið, bæði með ráðgjöf og við úr­lausn erfiðra mála og mikið fram­fara­spor var stigið þegar ráðinu var gert að liðsinna einnig fram­halds­skól­un­um. Okk­ar helsta verk­efni er nú að auka sýni­leika ráðsins og skerpa á hlut­verki þess. Afar mik­il­vægt er að skóla­sam­fé­lagið og for­ráðamenn viti hvaða úrræði standa þeim til boða við úr­lausn einelt­is­mála.

Deila grein

29/10/2020

Við stöndum öll vaktina

Í hvert sinn sem ég heyri af eða les um einelt­is­mál fæ ég sting í hjartað. Þetta eru erfið mál og sorg­leg fyr­ir alla hlutaðeig­andi. Við vit­um að líðan nem­enda í ís­lensk­um grunn­skól­um er al­mennt góð; um 90% grunn­skóla­nem­enda líður vel eða þokka­lega í skól­an­um sam­kvæmt könn­un Rann­sókna­stofu í tóm­stunda­fræðum við Há­skóla Íslands. Fyr­ir þá nem­end­ur, og aðstand­end­ur þeirra, sem ekki til­heyra þeim hópi skipt­ir töl­fræði hins veg­ar engu máli.

Skiln­ing­ur á einelti og af­leiðing­um þess hef­ur auk­ist en því miður verða enn of marg­ir fyr­ir einelti í okk­ar sam­fé­lagi. Í alþjóðleg­um sam­an­b­urði er tíðni einelt­is í ís­lensk­um skól­um lág en einelt­is­mál koma engu að síður reglu­lega upp og skól­arn­ir verða þá að hafa leiðir, ferla og verk­færi til að bregðast við. Við, sem sam­fé­lag, vilj­um ekki að „lausn­in“ fel­ist í því að þolandi einelt­is neyðist til að víkja úr sín­um hverf­is­skóla. Það er óviðun­andi niðurstaða.

Til að koma í veg fyr­ir það þurfa stjórn­völd, skóla­sam­fé­lagið og ekki síst sam­fé­lagið í heild að skoða hvað megi gera bet­ur. Ég hef haft þenn­an mála­flokk til skoðunar og hef samþykkt að end­ur­skoða og styrkja lagaum­gjörð einelt­is­mála. Vegna eðlis mál­anna eru úr­lausn­araðilar oft í erfiðri og flók­inni stöðu, en þá þarf kerfið okk­ar að grípa alla hlutaðeig­andi og tryggja fag­lega lausn.

Öflug­ar for­varn­ir gegn einelti eiga að vera al­gjört for­gangs­atriði. Fræðsla er lyk­ill­inn að því að upp­ræta einelt­is­mál og koma í veg fyr­ir þau og ég mun því leggja ríka áherslu á að efla for­varn­ir inn­an skól­anna.

Fagráð einelt­is­mála var sett á lagg­irn­ar fyr­ir nokkr­um árum. Hlut­verk þess er að veita stuðning með al­mennri ráðgjöf, leiðbein­ing­um og upp­lýs­inga­gjöf. Jafn­framt geta nem­end­ur, for­ráðamenn og starfs­fólk skóla leitað eft­ir aðkomu þess ef ekki hef­ur tek­ist að finna full­nægj­andi lausn inn­an skól­anna. Fagráðið hef­ur margoft sannað mik­il­vægi sitt fyr­ir skóla­sam­fé­lagið, bæði með ráðgjöf og við úr­lausn erfiðra mála og mikið fram­fara­spor var stigið þegar ráðinu var gert að liðsinna einnig fram­halds­skól­un­um. Okk­ar helsta verk­efni er nú að auka sýni­leika ráðsins og skerpa á hlut­verki þess. Afar mik­il­vægt er að skóla­sam­fé­lagið og for­ráðamenn viti hvaða úrræði standa þeim til boða við úr­lausn einelt­is­mála.

Rann­sókn­ir sýna að af­leiðing­ar einelt­is­mála til framtíðar geta verið gríðarleg­ar. Við verðum því að gera allt til að koma í veg fyr­ir að einelt­is­mál komi upp. Við verðum að styrkja um­gjörðina, fræðsluna og síðast en ekki síst styrkja hvert annað til að sporna við einelt­is­mál­um í sam­fé­lag­inu. Eitt mál er einu máli of mikið.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. október 2020.