Categories
Greinar

Yfirboð á kostnað skattgreiðenda

Deila grein

11/09/2021

Yfirboð á kostnað skattgreiðenda

Stjórn­mála­flokk­arn­ir kepp­ast nú við að kynna hug­mynd­ir sín­ar um framtíðina. Sum­ir vilja gera allt fyr­ir alla, sem er vel meint en óraun­hæft til lengri tíma. Um­svif og út­gjöld rík­is­ins hafa auk­ist mjög vegna tíma­bund­inna aðstæðna, en slíkt út­streymi úr rík­is­sjóði má ekki verða var­an­legt enda ósjálf­bært. Mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­valda á næsta kjör­tíma­bili er að finna jafn­vægið milli op­in­bera geir­ans og al­menna markaðar­ins – tryggja stöðugt efna­hags­ástand og búa svo um hnút­ana, að fyr­ir­tæki af öll­um stærðum og gerðum geti blómstrað. Aðeins þannig get­um við fjár­magnað lífs­gæði okk­ar, bæði til einka- og sam­neyslu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn geng­ur með skýra sýn til móts við nýtt kjör­tíma­bil. Við vilj­um kraft­mikið at­vinnu­líf, sem fjár­magn­ar góða op­in­bera þjón­ustu. Við vilj­um nota tekj­ur rík­is­sjóðs til að fjár­festa í fólki og halda áfram að laga kerfi hins op­in­bera að þörf­um fólks­ins í land­inu. Við erum trú­verðugur kost­ur þegar kem­ur að því, eins og kerf­is­breyt­ing­ar síðustu ára eru til marks um. Við höf­um leitt mik­il um­bóta­mál, með grund­vall­ar­breyt­ing­um á kerf­um sem voru ryðguð föst. Nýtt lána- og styrkja­kerfi náms­manna er gott dæmi um það, bylt­ing í mál­efn­um barna, nýj­ung­ar í hús­næðismál­um, Loft­brú­in og stór­sókn í sam­göng­um um allt land. Sam­hliða hef­ur fyr­ir­tækja­rekst­ur al­mennt gengið vel, með þeirri aug­ljósu und­an­tekn­ingu sem viðburða- og ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­in eru.

Það er brýnt að þau fái nú tæki­færi til að blómstra, líkt og önn­ur fyr­ir­tæki, því öfl­ugt at­vinnu­líf er for­senda stöðug­leika í efna­hags­líf­inu. Sér­stak­lega þarf að huga að litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um, ný­sköp­un og fyr­ir­tækj­um í skap­andi grein­um. Nær ótak­mörkuð tæki­færi eru í hug­verkaiðnaði, svo sem líf­tækni, lyfja­fram­leiðslu og tengd­um grein­um, og þá sprota vilj­um við vökva. Við vilj­um efla kvik­mynda­gerð, sem skap­ar millj­arða í gjald­eyris­tekj­ur, og auka út­flutn­ing á ráðgjöf, hug­viti og þekk­ingu.

Ekk­ert af of­an­greindu ger­ist í tóma­rúmi, held­ur ein­ung­is með fram­sókn­ar­legri sam­vinnu og seiglu. Dugnaði og fram­taks­semi ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Kerfi og stofn­an­ir rík­is­ins þurfa líka að taka þátt, hugsa í lausn­um og hvetja til fram­fara. Skatt­kerfið gegn­ir þar lyk­il­hlut­verki, enda mik­il­vægt jöfn­un­ar­tæki sem hef­ur þó frek­ar sýnt sveigj­an­leika gagn­vart fólki en fyr­ir­tækj­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er mál­svari lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja og vill taka upp þrepa­skipt trygg­inga­gjald. Lækka trygg­inga­gjald á lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki og taka sam­hliða upp þrepa­skipt­an tekju­skatt, þar sem of­ur­hagnaður er skattlagður meira en hóf­leg­ur. Þannig dreg­ur skatt­lagn­ing ekki úr getu rík­is­sjóðs til að standa und­ir öfl­ugu vel­ferðar-, mennta- og heil­brigðis­kerfi, held­ur dreif­ist hún með öðrum hætti en áður.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn legg­ur ekki til töfra­lausn­ir, held­ur finn­ur praktísk­ar lausn­ir á flókn­um verk­efn­um. Við erum reiðubú­in til sam­starfs við þá sem hugsa á sömu nót­um, deila með okk­ur sýn­inni um sam­vinnu og rétt­látt sam­fé­lag þar sem fólk blómstr­ar á eig­in for­send­um.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og fram­bjóðandi Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. september 2021.