Categories
Greinar

Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ

Deila grein

16/10/2023

Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ

Suður­nesja­bær er ört vax­andi sveit­ar­fé­lag á Suður­nesj­um og íbú­um fjölg­ar jafnt og þétt. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um þjóðskrár er íbúa­fjöldi í Suður­nesja­bæ kom­inn yfir 4.000, nán­ar til­tekið í alls 4.046. Þegar Suður­nesja­bær varð til við sam­ein­ingu Sand­gerðis­bæj­ar og Sveit­ar­fé­lags­ins Garðs fyr­ir fimm árum var íbúa­fjöld­inn um 3.400. Íbúum hef­ur því fjölgað um 600 manns á þess­um fimm árum, eða um 17,5%.
Staða at­vinnu­mála er góð í sveit­ar­fé­lag­inu þar sem sjáv­ar­út­veg­ur og flug­tengd starf­semi í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í Suður­nesja­bæ eru burðar­póst­arn­ir í sveit­ar­fé­lag­inu á því sviði, einnig fjölg­ar störf­um í ferðaþjón­ustu nokkuð.

Sjáv­ar­klas­inn opn­ar Græn­an iðngarð

Eft­ir að Norðurál Helgu­vík var tekið til gjaldþrota­skipta hef­ur verið unnið að því að selja þær eign­ir sem voru í eigu þrota­bús­ins. Nú ligg­ur fyr­ir að Reykja­nesklas­inn eign­ast mann­virkið sem byggt var í þeim til­gangi að starf­rækja ál­bræðslu Norðuráls. Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem Reykja­nesklas­inn hef­ur sent frá sér er ætl­un­in að nýta mann­virkið til þess að þróa þar og starf­rækja Græn­an iðngarð. „Ætl­un­in er að hýsa inn­lend og er­lend fyr­ir­tæki sem þurfa rými fyr­ir sprot­astarf, rann­sókn­ar- og til­rauna­starf­semi, þróun, fram­leiðslu og sam­setn­ingu á vör­um eða aðstöðu fyr­ir fisk­eldi og rækt­un, svo eitt­hvað sé nefnt.“ Þá kem­ur einnig fram að starf­sem­in muni m.a. byggj­ast á hug­mynda­fræði um hringrás­ar­hag­kerfi.

Smám sam­an er að fær­ast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suður­nesja­bæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verk­efni sem bygg­ist á hug­mynda­fræði um klasa­starf­semi sem hef­ur sannað sig hjá Sjáv­ar­klas­an­um. Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með fram­gangi máls­ins.

Upp­bygg­ing á innviðum sveit­ar­fé­lags­ins

Mik­ill upp­bygg­ing er að eiga sér stað í gatna­gerð í báðum byggðar­kjörn­um, Sand­gerði og Garði, sem mynda Suður­nesja­bæ. Hef­ur út­hlut­un lóða og sala fast­eigna verið mik­il, sér­stak­lega með til­komu hlut­deild­ar­lána en sveit­ar­fé­lagið er nú skil­greint sem vaxt­ar­svæði.

Ný­lega var tek­in í gagnið glæsi­leg stækk­un við Gerðarskóla í Garði og þá er sveit­ar­fé­lagið að byggja nýj­an og glæsi­leg­an leik­skóla í Sand­gerði sem tel­ur sex deild­ir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða bylt­ingu í leik­skóla­mál­um í Suður­nesja­bæ þar sem leik­skól­inn verður einn sá veg­leg­asti á land­inu. Svo er mik­il vinna í gangi við end­ur­nýj­un og lag­fær­ingu á eldri göt­um sveit­ar­fé­lags­ins sem hafa látið á sjá.

Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkun­ar

Stækk­un er haf­in á hús­næði sund­laug­ar­inn­ar í Sand­gerði sem mun gera aðstöðu starfs­fólks en betri og tryggja þannig meira ör­yggi sund­laug­ar­gesta.

Ný­lega var samþykkt í bæj­ar­ráði Suður­nesja­bæj­ar að fara af stað með frí­stunda­akst­ur í sveit­ar­fé­lag­inu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að auk­inni þátt­töku ung­menna í íþrótt­um.

Í mál­efna­samn­ingi B- og D-lista kem­ur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkun­ar með bygg­ingu gervi­grasvall­ar þar sem horft verði til framtíðar við hönn­un hans og gert verði ráð fyr­ir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er mark­visst að þess­ari fram­kvæmd og er nú í gangi grein­ing­ar­vinna um staðsetn­ingu vall­ar­ins sem á að ljúka á allra næstu miss­er­um. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetn­ingu hans til þess að upp­bygg­ing geti haf­ist.

Anton Guðmundssonodd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. október 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Deila grein

01/09/2023

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Um þess­ar mund­ir eru bænd­ur að fara að sækja fé sitt af fjalli og skila inn til slátr­un­ar. Heil­næm­ari fæðu er vart að finna í heim­in­um en ís­lenskt lamba­kjöt. Íslenska sauðféð býr við aðstæður sem eru ein­stak­ar og þekkj­ast ekki víðast hvar. Villi­bráðin sem lif­ir úti í nátt­úr­unni og drekk­ur ís­lenska lind­ar­vatnið. Í land­búnaði hér­lend­is eru sýkla­lyf og eit­ur­efni ekki mæl­an­leg.

Í vor fékk ís­lenskt lamba­kjöt upp­runa­vott­un frá Evr­ópu­sam­band­inu. Um er að ræða vott­un með til­vís­un til upp­runa eða „Protected Designati­on Of Orig­in“ (PDO), og fær ís­lenskt lamba­kjöt nú að bera merki vott­un­ar­inn­ar í markaðssetn­ingu. Það á að stuðla að neyt­enda­vernd, auka virði afurða og koma í veg fyr­ir órétt­mæta viðskipta­hætti.

Inn­flutn­ing­ur á lamba­kjöti hef­ur færst í vöxt á und­an­förn­um árum og er það bæði selt í mat­vöru­versl­un­um hér­lend­is og einnig á veit­inga­markaði, meðal ann­ars mötu­neyt­um og veit­inga­hús­um. Færst hef­ur í vöxt að minni kjötvinnsl­ur kaupi slík­ar afurðir og end­ur­selji á veit­inga­markaði, þíði kjötið sem kem­ur frosið til lands­ins, leggi í krydd­lög og selji svo til stór­eld­húsa og mat­vöru­versl­ana.

Slíkt at­hæfi get­ur verið afar vill­andi fyr­ir neyt­end­ur, þar sem pakkn­ing­ar sem er­lenda lamba­kjötið eru í eru oft á tíðum með ís­lensk­um fánarönd­um eða alla­vega ís­lenskt nafn á kjötvinnsl­unni.

Þú, sem neyt­andi, get­ur ekki verið þess full­viss þegar þú borðar á veit­inga­húsi eða í mötu­neyti á þínum vinnustað að lamba­kjötið sé frá Íslandi. Þetta er sá veru­leiki sem við búum við í dag.

Fjög­ur fyr­ir­tæki skiptu með sér toll­kvóta fyr­ir inn­flutn­ing á 345.000 kg af kinda- eða geita­kjöti á tíma­bil­inu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Meðal­verð toll­kvót­ans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk út­hlutað 280.929 kg, Ekr­an ehf. fékk 40.000 kg, Innn­es ehf. 20.000 kg og Sam­kaup 4.071 kg.

Á tíma­bil­inu frá júlí 2022 til og með fe­brú­ar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geita­kjöti verið flutt hingað til lands, lang­mest, eða 14.209 kg, frá Spáni.

Hækka þarf taf­ar­laust tolla á inn­flutt lamba­kjöt til þess að verja ís­lenska bænd­ur sem eru að berj­ast fyr­ir til­vist sinni á markaðnum þar sem inn­flytj­end­ur vinna mark­visst að því að und­ir­bjóða ís­lenska bænd­ur.

Með því að setja skorður á inn­flutn­ing­inn og hækka vernd­artolla stuðlum við sem þjóð að betri starfs­skil­yrðum bænda og vinn­um mark­visst að því að tryggja sjálf­bærni og um leið fæðuör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31.ágúst 2023.

Categories
Greinar

Fjögur þúsund manna samfélag án heilbrigðisþjónustu

Deila grein

22/06/2023

Fjögur þúsund manna samfélag án heilbrigðisþjónustu

Suður­nesja­bær, sem varð til við sam­ein­ingu Sand­gerðis og Garðs árið 2018, hýs­ir nú tæp­lega 4.000 íbúa. Þar er hins veg­ar ekki um neina heilsu­gæslu að ræða né hjúkr­un­ar­heim­ili og þurfa því íbú­ar að leita til annarra sveit­ar­fé­laga eft­ir heil­brigðisþjón­ustu. Ef mið er tekið af stærð er bæj­ar­fé­lagið eina sveit­ar­fé­lagið á Íslandi sem stend­ur í þeim spor­um. Gríðarlega hef­ur fjölgað í sveit­ar­fé­lag­inu á und­an­förn­um árum og er sveit­ar­fé­lagið með stórt og mikið verk­efni í fang­inu sem snýr að vega­laus­um börn­um þar sem flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar er staðsett í Suður­nesja­bæ og fell­ur því þessi mála­flokk­ur sjálf­krafa á barna­vernd sveit­ar­fé­lags­ins með til­heyr­andi kostnaði sem það hef­ur í för með sér.

Bæj­ar­yf­ir­völd og íbú­ar í Suður­nesja­bæ hafa lengi kallað eft­ir því að þjón­ust­an verði end­ur­vak­in líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjón­ustu í vax­andi sam­fé­lagi sem er nú orðið næst­stærsta sveit­ar­fé­lag Suður­nesja. Sveit­ar­fé­lagið hef­ur nú þegar boðið fram hent­ugt hús­næði und­ir starf­sem­ina sem bæði er vel staðsett, með næg­um bíla­stæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð.

Í álykt­un Alþing­is um heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030 kem­ur fram að heilsu­gæsluþjón­usta sé veitt öll­um. Heilsu­gæsl­unni er ætlað stórt hlut­verk í heil­brigðisþjón­ustu við lands­menn sam­kvæmt lög­um. Hún á að vera fyrsti viðkomu­staður fólks í heil­brigðis­kerf­inu þar sem not­end­ur eiga kost á al­menn­um lækn­ing­um, hjúkr­un, end­ur­hæf­ingu, heilsu­vernd og for­vörn­um. Jafn­framt kem­ur fram að heilsu­gæsluþjón­usta er veitt í öll­um heil­brigðisum­dæm­um og skipu­lögð af heil­brigðis­stofn­un hvers heil­brigðisum­dæm­is. Starfs­stöðvar heilsu­gæslu eru víða og aðgengi að jafnaði nokkuð gott á lands­byggðinni.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um heilsu­gæsl­ur á lands­byggðinni sem kom út 2018 kem­ur fram að 18 heilsu­gæslu­sel séu staðsett á land­inu og eru þau rek­in af heil­brigðis­stofn­un­um hvers heil­brigðisum­dæm­is. Sem stend­ur er HSS eina heil­brigðis­stofn­un­in á lands­byggðinni sem ekki starf­ræk­ir heilsu­gæslu­sel. Nauðsyn­legt er að tryggja getu HSS til þess að opna á ný þjón­ust­ur heilsu­gæslu­sela á Suður­nesj­um sam­fara aukn­um áhersl­um á aðgengi og fyr­ir­byggj­andi þjón­ustu í heil­brigðis­kerf­inu.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Suður­nesja­bæ eru öll boðin og búin að hefja form­leg­ar viðræður við heil­brigðisráðuneytið og for­svars­menn HSS við fyrsta tæki­færi svo að hægt sé að und­ir­búa hús­næðið sem Suður­nesja­bær hef­ur upp á að bjóða und­ir slíka starf­semi.

Um er að ræða stórt rétt­læt­is­mál fyr­ir íbúa Suður­nesja­bæj­ar, að heil­brigðisþjón­usta verði í boði í sveit­ar­fé­lag­inu líkt og í öll­um öðrum sveit­ar­fé­lög­um á Íslandi af þess­ari stærð.

Það er ein­læg von mín að heil­brigðisráðherra og þing­menn í Suður­kjör­dæmi muni beita sér fyr­ir því að hafn­ar verði form­leg­ar viðræður við Suður­nesja­bæ við fyrsta tæki­færi svo að hægt sé að marka skýra stefnu og sýn sem mun stuðla að opn­un heil­brigðisþjón­ustu í Suður­nesja­bæ.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar og formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. júní 2023.

Categories
Greinar

Lýð­heilsu fórnað fyrir inn­flutning

Deila grein

31/05/2023

Lýð­heilsu fórnað fyrir inn­flutning

Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti til Íslands, íslenskir kjúklingabændur hafa gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Innflutningur á samskonar kjöti frá Úkraínu var í kringum 80 tonn á síðasta ári. Í júní 2022 lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu.

Þar er um að ræða hreina tollaniðurfellingu án fyrirvara, formaður deildar kjúklingabænda hjá Bændasamtökunum kveðst uggandi yfir þeim áhrifum sem innflutningur frosins, úrbeinaðs kjúklingakjöts frá Úkraínu getur haft á framtíð alifuglabænda.

Að mínu mati er slík tollaniðurfelling algjörlega fráleitt, það er vegið að kjúklingabændum með þessum innfluttningi og setur maður spurningar við aðbúnað dýranna í landi sem ríkir stríð.

Hlustum á sérfræðinga

Vilhjálmur Arason heimilislæknir, sem er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur hefur bent á að þegar innflutningur kjöts var gerður frjáls með EES samningi á sínum tíma var opnað á aukna áhættu að við færum að fá fjölónæmu bakteríur sem koma óhjákvæmilega með kjöti hingað til lands. Og hefur hann talað um að þetta séu svokallaðar súnubakteríur, sameiginlegar bakteríur með dýrum og mönnum, sem berast með sláturkjöti.

Slíkar bakteríur séu stórt vandamál víða erlendis og Íslendingar hafi hingað til búið við þau forréttindi að heilnæmi íslenskra landbúnaðar afurða sé einstakur með lítilli notkun sýklalyfja, eða sú minnstu sem gerist í heiminum. En aðra sögu er að seigja frá Úkraínu, þar eru þessar bakteríur sérstakt vandamál, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni.

Aukin hætta er á að þessar bakteríur sem við erum að flytja hingað til lands blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Einnig hefur Vilhjálmur bent á að Þegar þær valda sýkingum er það stórmál því að venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir.

Bakteríur sem berast í menn

Súnubakteríur séu algengustu sára- og sýklabakteríur mannsins en geta líka lifað með dýrum og komið með innfluttu kjöti. Vilhjálmur hefur líka talað um flórubakteríur sem lifa lengi í görnum okkar og jafnvel stundum í öndunarvegi og húð. Mögulegt er þegar við fáum sár eða sýkjumst eins og þvagfærasýkingu getur sú sýking verið ómeðhöndlanleg Þetta er áhættan. í Úkraínu hefur þetta hlutfall verið hvað hæst og eru 20-40 prósent af blóðeitrunum og heilahimnubólgum með bakteríum sem eru algjörlega ónæmar fyrir lang flestum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu með því að vera að heimila slíkan innflutning í kjúklinga kjöti frá Úkraínu.

Varan er seld í flest öllum matvöruverslunum landsins ásamt því að vera notuð í miklu magni inn í veitingahús og mötuneyti landsins og jafnvel selt undir fölsku flaggi og neytendur hafa ekki nokkra vitneskju um uppruna vörunar.

Alþingi hefur val

Alþingismenn þurfa að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins mun fjalla um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara á næstu dögum, þar skora ég á nefndarmenn að stoppa strax þann innflutning sem á sér stað frá Úkraínu, með þeim formerkjum að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist fyrst á visir.is 31. maí 2023.

Categories
Greinar

Það er vegið að bændum þessa lands

Deila grein

16/05/2023

Það er vegið að bændum þessa lands

Öll þekkj­um við til ís­lenskra mat­ar­hefða sem fylgt hafa okk­ur í gegn­um tíðina og þjóð okk­ar í ára­tugi, eitt það besta sem hægt er að bera á borð á ís­lensk­um heim­il­um eru ís­lensk­ar hrein­ar afurðir sem ald­ar eru á okk­ar ein­staka landi, þar má nefna sjáv­ar­af­urðir og afurðir land­búnaðar­ins.

Flest­ir vita að notk­un sýkla­lyfja í ís­lensk­um land­búnaði er með því minnsta sem ger­ist í heim­in­um, sauðkind­in drekk­ur tært lind­ar­vatn og bít­ur gras við jök­ul­rönd, heil­næmi ís­lenskra afurða er ein­stakt á heimsvísu.

Á þeim tím­um sem við lif­um nú í dag á land­búnaður­inn á Íslandi und­ir högg að sækja, það er sótt að ís­lensk­um bænd­um víðast hvar, að mínu mati þurf­um við að styðja bet­ur við ís­lenska bænd­ur og auka greiðslur til þeirra í gegn­um bú­vöru­samn­inga. En hver er í raun stefna mat­vælaráðherra í þess­um efn­um? Ætlar ráðherra að auka enn frek­ar inn­flutn­ing á er­lendu lamba­kjöti? Fjög­ur fyr­ir­tæki skiptu með sér toll­kvóta fyr­ir inn­flutn­ing á 345.000 kg af kinda- eða geita­kjöti á tíma­bil­inu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Á tíma­bil­inu frá júlí 2022 til og með fe­brú­ar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geita­kjöti verið flutt hingað til lands, lang­mest, eða 14.209 kg, frá Spáni.

Nú ryðjast þess­ir inn­flutn­ingsaðilar með spænsk­ar dilka­af­urðir inn í mat­vöru­versl­an­ir og á stór­eld­húsamarkað, með aðeins eitt mark­mið, að und­ir­bjóða afurðir ís­lenskra bænda, það er vegið að fæðuör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar með þess­ari fram­göngu. Því eitt er víst, að ef við höld­um áfram að flytja inn land­búnaðar­af­urðir á verði sem er ekki sam­keppn­is­hæft fyr­ir ís­lenska bænd­ur, þá mun þetta bara enda á einn veg. Þetta er ekki það sem ís­lensk­ir bænd­ur þurfa á að halda á krefj­andi tím­um. Styðjum við bænd­ur þessa lands og velj­um ís­lenskt.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. maí 2023.

Categories
Greinar

Vaxtarsvæðið Suðurnes – þjónusta ríkisins þarf að fylgja með

Deila grein

12/05/2023

Vaxtarsvæðið Suðurnes – þjónusta ríkisins þarf að fylgja með

Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða 929 manns. Íbúa fjöldinn á svæðinu vex ásmegin. Fólk kýs að flytja til suðurnesja frá höfuðborgarsvæðinu í leit að hagstæðara verði á íbúðarhúsnæði, friðsælla umhverfi sem er í nærumhverfi við náttúruna, enda eru suðurnes einstök með allri sinni náttúrudýrð og margir sem kjósa ekki búsetu í allri þeirri umferð og þéttingu sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Því hefur verið beint til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að eiga nægilegt lóðaframboð til að mæta eftirspurn sem ríkir á húsnæðismarkaði slík uppbygging kallar einnig á aukna þjónustuþætti að hálfu sveitarfélaga sem er mjög kostnaðarsöm  fyrir utan gatnagerð má nefna stækkun grunnskóla, nýbyggingar á mannvirkjum t.d leikskólum, íþróttasvæðum og svo mætti lengi telja.

Alþingi þarf líka að horfa til suðurnesja, því ber að fagna að Innviðarráðherra hefur sett tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns á dagskrá og er áætlað að sú framkvæmd verði tilbúin sumarið 2026.
En betur má en duga skal, vaxandi samfélag eins og á suðurnesjum þurfa líka aukið fjármagn til heilbrigðismála, menntamála og í málefnum fatlaðs fólks, en málefni fatlaðra er nú alfarið kominn yfir til sveitarfélaga, sá málaflokkur er  algjörlega vanfjármagnaður að hálfu ríkisins og sveitarfélög sitja uppi með gríðarlegan kostnað eftir þá yfirfærslu.

Það sem brennur á suðurnesjamönnum öllum er aukið fé til heilbrigðismála og efling heilsugæslunnar á svæðinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er staðsett í Suðurnesjabæ með öllum þeim tilburða mikla ferðamanna straumi, Aukning ferðamanna ásamt fjölgjun íbúa á svæðinu hefur sett gríðarlegt álag á HSS í Reykjanesbæ. Það hefur orðið til þess að íbúar á Suðurnesjum sitja á hakanum eftir þjónustu í heimabyggð.

Það er algjörlega fráleitt að næst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum Suðurnesjabær sem telur nú um 4000 íbúa hafi enga heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki heilsugæslu né hjúkrunarheimili, þessu þarf að breyta og stuðla þannig að bættri þjónustu við íbúa á svæðinu og færa fólkinu sem býr á suðurnesjum aukið aðgengi að grunnþáttum samfélagsins sem snýr að ríkinu.

Anton Guðmundsson oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.

Categories
Greinar

Efla þarf stöðu landsbyggðar

Deila grein

02/05/2023

Efla þarf stöðu landsbyggðar

Nýlega birti Byggðastofnun nýjar mannfjöldatölur um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna og kom þar fram að íbúar á Íslandi eru 387.758 en þar af búa 369.048 (95%) í byggðakjörnum og 18.710 (5%) í dreifbýli.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 240.882 íbúar (64% landsmanna) en 135.366 (36%) búa utan höfuðborgarsvæðis. Íbúum landsins fjölgaði um 11.510 (3,1%) á árinu 2022 en mest fjölgun varð á Suðurnesjum (6,7%) og á Suðurlandi (4,2%). Þegar maður rýnir í þessar tölur má sjá að íbúum landsbyggðar fer fækkandi og straumurinn liggur allur á suðvesturhornið, ég tel að það sé mikilvægt að við höldum öllu landinu í byggð og gerum fólki kleift að velja sér búsetu í landinu þar sem það vill búa og stuðla þannig að blómlegri byggð um allt Ísland. Landið er fagurt og frítt og náttúruundrin víðast hvar stórkostleg og það eru í raun forréttindi að búa á landsbyggðinni.

En hvað getum við gert til þess að auka búsetu á landsbyggðinni?

Ég tel að tækifæri landsbyggðarinnar séu í fjórum atriðum, ferðaþjónustu, sjávarútvegi, landbúnaði og einnig ætti að færa stofnanir og störf hins opinbera út á land, það er vel hægt með nútímatækni og störfum án staðsetningar.

Hvað sjávarútveg varðar þá þarf að hugsa það kerfi upp á nýtt, kerfið er búið að missa marks og er að eiga sér stað samþjöppun sem stuðlar að því að aflaheimildir dreifast ekki á byggðir landsins, heilu sveitarfélögin og þorpin lamast. Ég tel að best væri að aflaheimildum væri skipt jafnt á milli sveitarfélaga í landinu. Til að tryggja atvinnu í byggðarkjörnunum.

Í landbúnaðinum ríkir alvarleg staða, meðalaldur bænda er 60 ár og fer þeim fækkandi.Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvæla- ráðuneytinu hefur orðið um fimm prósenta fækkun sauðfjár á milli ára, úr tæplega 386 þúsund niður í rúmlega 366 þúsund fjár. Sögulega þykir það nú tíðindum sæta að sauðfé er færra á landinu en mannfjöldi. Staða nautakjötsframleiðslunnar á Íslandi er grafalvarleg. Nú stefnir í að haustið 2024 verði á markaði um 300 tonnum minna af íslensku nautakjöti en síðustu tvö ár.

Það þarf að stórauka framlög til bænda í gegnum búvörusamninga, einnig þarf ríkið að skapa sér nýja stefnu sem snýr að fæðuöryggi í landinu, aðgengi að matvælum sem framleidd eru í landinu fer minnkandi. Setjum landsbyggðina á dagskrá og verndum grunngildi þjóðarinnar.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 2. maí 2023.

Categories
Greinar

Heilbrigðismál í Suðurnesjabæ

Deila grein

10/03/2023

Heilbrigðismál í Suðurnesjabæ

Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Sandgerði og Garður. Á árum áður voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einnig hafa átt sér stað samtöl við Heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins. 

Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor hefur verið settur aukinn þrýstingur á ríkið að bæta úr þessari stöðu í sveitarfélaginu. En í málefnasamningi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks seigir að áfram verði unnið að því að tryggja íbúum sveitarfélagsins heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. 

Suðurnesjabær er tæplega 4.000 manna sveitarfélag sem er næst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum á jafnframt það eina á svæðinusem hefur hvorki heilbrigðisþjónustu né hjúkrunarheimili. Jóhann Friðrik Friðriksson ásamt öðrum þingmönnum í Suðurkjördæmi lögðu fram þingsályktunartillögu þann 08.11.2022 um Heilsugæslusel í Suðurnesjabæ.

Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa átt gott samstarf við HSS enda verkefnið til þess fallið að auka þjónustu við íbúa og um leið draga úr álagi á heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ, aukið álag má einkum rekja til gríðarlegrar fólksfjölgunar á Suðurnesjum auk álags vegna komu ferðamanna og flóttamanna sem njóta þjónustu ríkisins á svæðinu.

Samkvæmt viðmiðum um heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að heilsugæslu þjónustu á bilinu 8.000–12.000 manns. Heilsugæslusel sem sinna takmarkaðri þjónustu má finna víða um land og er starfseminni stýrt af heilbrigðisstofnunum á viðkomandi þjónustusvæði. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að þjónustan verði endurvakin til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi sem er nú orðið næst stærsta sveitarfélag Suðurnesja og hafa stjórnendur HSS tekið undir þau sjónarmið. 

Eins og málið blasir nú við eru þrír byggðarkjarnar á landinu sem hafa enga heilbrigðisþjónustu þeir eru Garður, Sandgerði og Hellissandur, tveir af þessum byggðarkjörnum eru staðsettir í Suðurnesjabæ, Þetta er staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geta ekki sætt sig við.

Eftir þau uppbyggilegu samtöl sem við höfum átt við Heilbrigðisráðherra og þingmenn í kjördæminu er það staðfest trú mín að þetta mál verði klárað, um er að ræða stórt réttlætismál fyrir hag og velferð íbúa Suðurnesjabæjar.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist fyrst á visir.is 9. mars 2023.

Categories
Greinar

Tekjur sveitar­fé­laga, ný hugsun til fram­tíðar

Deila grein

04/03/2023

Tekjur sveitar­fé­laga, ný hugsun til fram­tíðar

Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá innheimta sveitarfélög gjöld fyrir veitta þjónustu skv. gjaldskrá, s.s. leikskólagjöld, holræsagjöld, vatnsgjald, o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Áskilið er að álögð þjónustugjöld séu ekki hærri en raunkostnaður við veitingu viðkomandi þjónustu. Enn fremur hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í almannaþágu. Þá innheimta sveitarfélög leigutekjur af lóðum sem þau eiga og hafa úthlutað undir byggingar. Sum sveitarfélög hafa tekjur af sölu byggingaréttar eða viðlíka leyfum til bygginga. Í mínum huga liggur fyrir að sveitarfélög þurfa á auknum tekjum að halda. Á ársþingi Sambands íslenskara sveitarfélaga sem haldið var á akureyri í September síðastliðnum var kynnt skýrsla um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og hve mikil þörf sé fyrir auknum tekjum sveitarfélaga og var talan 20 milljarðar nefnd. Eini skattur sem fyrirtæki greiða beint til sveitarfélaga eru fasteignagjöld, þessu þarf að breyta að mínu mati, Tryggja þarf sterkari rekstrargrundvöll sveitarfélaga vegna þeirra auknu verkefna sem sveitarfélög eru að fást við, nefni ég málefni grunnskóla og málefni fatlaðs fólks sem dæmi sem eru alfarið komin yfir á sveitarfélögin.

Sækja mætti talsverðar tekjur með því að innheimta útsvar af þeim sem eru í rekstri og lifa á fjármagnstekjum, þá á ég ekki við að auka skattheimtuna, heldur að fjármagnstekjuskattur myndi renna bæði til ríkis og sveitarfélaga, þá mætti skattleggja orkumannvirki og færa ýmis opinber gjöld af atvinnurekstri alfarið til sveitarfélaganna. Stærsti þátturinn í þessari tekjuöflun væri leiðrétting á greiðslum til verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga á undanförnum árum. Við þurfum að kasta við hverjum stein og taka umræðuna og síðan ákvarðanir um þessi mál, Við þurfum að skapa nýja sýn og nýja hugsun til framtíðar í þessum málum.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.

Greinin birtist fyrst á visir.is 3. mars 2023.

Categories
Greinar

Jólakveðja frá bæjarfulltrúum Framsóknar í Suðurnesjabæ

Deila grein

12/12/2022

Jólakveðja frá bæjarfulltrúum Framsóknar í Suðurnesjabæ

Jólahátíðin nálgast enn á ný og allt sem henni fylgir. Íbúar og fyrirtæki skreyta hátt og lágt, jólatónlistin ómar, ungum sem öldnum fer að hlakka til að opna pakka og borða góðan mat með fjöldskyldu og vinum.

Það er því við hæfi að líta yfir farinn veg en árið hefur verið viðburðaríkt ogþar má nefna sveitastjórnarkosningar sem fóru fram þann 14. maí 2022. Árangurinn sem við í Framsókn náðum í Suðurnesjabæ var sá sem stefnt var að í upphafi og erum við öllum ævinlega þakklát fyrir góða hvatningu og stuðning. Án þess værum við einfaldlega ekki bæjarfulltrúarnir ykkar í Suðurnesjabæ. Markmið okkar er og hefur alltaf verið skýrt og það er að vera öflugir bæjarfulltrúar í Suðurnesjabæ ásamt því að vera hreyfiafl framfara í samfélaginu.

Eftir kosningar mynduðu svo B listi og D listi meirihluta í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar. Meirihlutinn hefur mótað stefnu með málefnasamningi næstu fjögur árin þar sem leiðarstefið er að efla samfélag í sókn, byggja upp innviði og tryggja lóðarframboð í Suðurnesjabæ. Ásamt því að stuðla að góðum rekstri sveitarfélagsins og tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Suðurnesjabæjar. Þjóðin er að koma mun betur út úr efnahagsáfallinu sem tengt er heimsfaraldri Covid19 en gert var ráð fyrir, það eru þó krefjandi tímar þessa stundina þar sem verðbólga er um 10% og stýrivextir hafa ekki verið hærri í 12 ár. Einnig má nefna óvissuna tengda kjarasamningum. Við munum þó ávallt horfa bjartsýn á framtíðina, með það á leiðarljósi að við horfum á það sem samfélagslegt verkefni saman að kveða niður verðbólgu og horfum björt fram á veginn.

Það er friðsælt og fallegt á Íslandi og fátt fallegra en desemberkvöld í froststillum eins og hafa verið á undanförnu, að horfa á stjörnubjartan himinn og sjá jafnvel norðurljósin skína.

Kæru íbúar, nú gengur í garð tími kærleikarog vináttu. Njótum hans saman, við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Anton Guðmundsson og Úrsúla María Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. desember 2022.